Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Side 12
54
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
Björgunarsveitir eða aðrir
sem þurfa á öflugum bíl að halda
Til sölu
Volvo Lapplander árg.
1981. ekin 15.000 km.
Bifreiðin er sérútbúin
fyrir björgunar- og leitar-
störf og getur sá búnaður
fylgt.
Upplýsingar í síma 93-7296 (Björn) á daginn,
93-7346 á kvöldin.
VEGAGERÐIN UTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið:
Tunguvegur í Svarfaðardal
(Lengd 2,6 km, fylling 18.000 rúmmetrar, burðarlag
6.000 rúmmetrar).
Verki skal lokið eigi síðar en 1. október 1987.
Útboósgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með
23. febrúar nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 9. mars 1987.
Vegamálastjóri.
Sgl Frá Borgarskipulagi
* (r Kynning á deiliskipulagi
Tillögur að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Gróf-
inni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu (staðgr.
r. 1.132.1) verða til kynningar í Byggingarþjón-
ustunni að Hallveigarstíg 1 frá mánudeginum 23.
febrúar til mánudagsins 16. mars nk.
Athugasemdum eða ábendingum sé komið til Borgar-
skipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, innan sömu
tímamarka.
Einnig er minnt á kynningu áður auglýstra reita í Þing-
holtum og á skipulagi Kvosarinnar á sama stað.
Framhaldsnám
í sérkennslufræðum
við Kennaraháskóla íslands
Kennaraháskóli íslands býður fram eftirfarandi fram-
haldsnám til B.A. prófs í sérkennslufræðum sem hefst
haustið 1987:
1. áfangi (30 einingar), hlutanám.
2. áfangi (30 einingar), hlutanám.
Hvor áfangi tekur tvö ár í hlutanámi þannig að unnt
er að stunda það samhliða kennslu.
Kennarar sem Ijúka báðum áföngum ásamt verklegu
námi (15 ein.) hljóta B.A. gráðu í kennslu barna með
sérþarfir.
Til að hefja fyrsta áfanga námsins þurfa umsækjendur
að hafa full kennararéttindi (skv. lögum 48/1986) og
a.m.k. tveggja ára kennslureynslu.
Umsækjendur um annan áfanga skulu auk þess hafa
lokið fyrsta áfanga eða samsvarandi viðurkenndu námi
í sérkennslufræðum (30ein.). Kennaraháskóli íslands
áskilur sér rétt til að velja úr hópi umsækjenda á grund-
velli skriflegra umsókna, meðmæla og viðtala.
Nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsóknar-
gögnum, fást á skrifstofu Kennaraháskóla íslands,
Stakkahlíð, 105 Reykjavík. (Sími 688700).
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1987.
Rektor
V
- drátthagur Vestur-Islendingur
Tom Bjarnason heitir einn þekkt-
asti teiknari og bókaskreytinga-
maður Kanadamanna og, eins og
nafnið bendir til, er hann af ís-
lenskum ættum, upprunalega frá
Helgafellssveit á Snæfellsnesi.
Ekki er vitað til þess að hann
hafi komið hingað til íslands.
Foreldrar hans bjuggu í
Winnipeg þar sem Tom Bjarnason
ólst upp og gekk i skóla ásamt
Lauru systur sinni. Á unglingsá-
rum sínum afréð hann að læra
grafíska hönnun en þar sem engan
listaskóla var þá að finna í
Winnipeg innritaðist hann í slíkan
skóla í Detroit, Michigan.
Að því loknu sneri Tom Bjarna-
son aftur til Kanada í leit að frægð
og frama en eftir tíu ára þrældóm
á auglýsingastofum þar ákvað
hann árið 1958 að freista gæfunnar
í lausamennsku.
Til þessa hefur Tom Bjarnason
ekki haft ástæðu til að iðrast þeirr-
ar ákvörðunar. Hann hefur gert
teikningar fyrir öll helstu tímarit
í Kanada, þar á meðal Toronto
Life, Readers Digest, Canadian
Business og The Canadian Magaz-
ine. Þar að auki hefur hann oft-
sinnis unnið fyrir blöð og tímarit í
Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og
Suður-Afríku.
Tom Bjarnason hefur forðast að
sérhæfa sig heldur hefur hann
kappkostað að ná valdi á alls kyns
tæknibrögðum og taka að sér
margháttuð verkefni. í grein um
hann, sem birtist í kanadíska tíma-
ritinu „The Studio" árið 1985, er
farið lofsamlegum orðum um pa-
steltækni sem hann hefur þróað
fyrir sjónvarpsupptökur.
Frímerki af skipum
Verkefnin spanna yfir auglýsing-
ar, þar á meðal risastór auglýsinga-
spjöld, myndskreytingar fyrir
greinar, smásögur, ljóð, bókakáp-
ur, sjónvarpsþætti, og fyrir nokkr-
um árum teiknaði Tom Bjarnason
21 frímerki af skipum fyrir kana-
dísku póstþjónustuna.
Nokkur sýnishorn af myndræn-
um úrlausnum hans eru hér við
hliðina.
Tom Bjarnason segist fá flestar
bestu hugmyndir sínar á ferðalög-
um og hefur raunar búið bæði í
Englandi og annars staðar í Evr-
ópu.
Meðal annars fékk kanadíska
ríkisstjórnin honum það verkefni
að fjalla í myndum um kanadísku
hersveitirnar sem enn eru staðsett-
ar í Þýskalandi.
Verk þau, sem hann gerði af því
tilefni, eru nú í kanadíska hersafn-
inu í Ottawa.
Raunar virðist Tom Bjarnason
vera í essinu sínu við að teikna
alls kyns uppákomur þar sem vél-
ar, bílar, flugvélar eða skip koma
við sögu. Sjálfur segist hann vera
með flug- og bíladellu og hefur átt
marga merkilega bíla um dagana.
Iþróttamyndir hans eru einnig
eftirsóttar, bæði af tímaritum og
söfnurum.
í greinum um Tom er einnig
minnst á áhuga hans á að túlka
starfsemi ýmiss konar fyrirtækja í
teikningum, og hefur hann tekið
að sér að búa til „prófíla" af bönk-
um, framleiðslufyrirtækjum og
verslunarmiðstöðvum í Kanada.
Mjúkhentur
„Með þessum hætti fá fyrirtæki
mun persónulegri meðferð heldur
en ef ljósmyndari væri fenginn til
að skrásetja það sem fram fer innan
veggja þeirra," segir Tom Bjarna-
son. „Um leið bera þau úr býtum
litríkar frummyndir sem hægt er
að hengja á veggi, starfsfólkinu til
augnayndis."
Cubby Marcus, forstjóri Enter-
prise Advertising Associates, sem
er ein stærsta auglýsingastofa í
Kanada lýsir teikningum Tom
Bjarnason á eftirfarandi hátt:
„Myndir hans eru bæði lausar í sér
og lausar við öll óþarfa smáatriði.
Samt gefa þær gífurlega mikið til
kynna.“
James Helzer, forstjóri Unicover
fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í
alþjóðlegum fyrstadagsumslögum,
segir ennfremur um stíl Tom
Bjarnason: „Sumir listamenn nota
mýkt og lauslega teikningu til að
fela vanþekkingu sína. Tom veit
allt um það sem hann er að teikna
hverju sinni en tekst samt að fara
mjúkum höndum um það.“
Sjálfur segist Tom Bjamason
vera rómantíker í sér, sífellt á hött-
um eftir því sem ekki er hægt að
teikna.
Annað áhugamál hans er vöxtur
og viðgangur grafískrar hönnunn-
ar í Kanada. Hann hefur vakið
athygli á framlagi ýmissa gleymdra
kanadískra teiknara í greinum og
fyrirlestrum og var meðal þeirra
sem stofnuðu samtökin CAPIC
(The Canadian Association of Pho-
tographers and Illustrators in
Communications).
Síðasta orðið um þennan drátt-
haga Vestur-íslending á . Ken
Rodmell, einn af forsvarsmönnum
Creative Key Publishers í Kanada:
„Tom Bjamason er einfaldlega sí-
gildur teiknari og grafískur
hönnuður." -ai
Nokkrar teikningar Tom Bjarnason af þjóðhöfðingjum og stjórnmála-
mönnum viða um heim.