Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Side 15
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. 57 Bílar 1986 „sprengiár" í bílainnflutningi til íslands: Subaru mest seldi einstaki bíllinn - Bífreiðar og landbúnaðarvélar með flesta selda bíla eða alls 2526 Innflutningur bíla sló öll fyrri met á síðasta ári. Alls voru fluttir inn 13.352 nýir fólksbílar á árinu á móti 5.655 á árinu 1985. Ef heildarfjöldi nýrra og notaðra bíla er lagður sam- an kemur út samkvæmt skýrslu Hagstofú Islands að heildarinnflutn- ingur bíla til landsins nam 15.851 bíl á árinu 1986 á móti 7.167 á árinu áður. Hlutur innflytjendanna af kök- unni er misstór. Bifreiðar og land- búnaðarvélar (Lada og UAZ) áttu stærstu sneiðina, 2526 bíla eða 18,38%. Næstir komu Ingvar Helga- son h.f. (Nissan - Subaru - Trabant - Wartburg) með 1967 bíla eða 14,31%. Þriðju i röðinni komu síðan Hekla h.f. (Mitsubishi - Volkswagen - Audi - Leyland) með 1679 bíla eða 12,22%. Fjórðu eru P. Samúelsson (Toyota) með 1460 bíla eða 10,62%. I fimmta sæti á hæla þeim kemur Sveinn Egilsson (Ford - Suzuki - Fiat) með 1361 bíl eða 9,90%. í sjötta sæti er Bílaborg (Mazda - Hino - Lancia) með 978 bíla eða 7,12%. Sjö- undu er Brimborg (Daihatsu - FSO), 883 bílar, 6,43% og áttundu er Veltir (Volvo) með 506 bíla, 3,68%. Subaru mest seldi einstaki bíllinn Þegar tölumar eru skoðaðar nán- ar kemur í ljós að sú einstaka gerð bfla, sem mest er seld, er Subaru 1800, alls 861 bíll. Næst honum kem- ur svo Lada 2108 (Samara), alls 810 bílar. Þessi mikla sala Subaru er sérstæðari fyrir þær sakir að hér er um að ræða helmingi dýrari bíl en Löduna. Næstir einstakra gerða koma svo nánast hnífjafnir, Toyota Corolla, 624 bílar, og Daihatsu Charade, 622 bílar. Þar á eftir kemur svo Mazda 323, 587 bflar. Aukning í innflutningi notaðra bíla Mikil aukning hefur einnig orðið í innflutningi notaðra bíla á árinu, og er þá yfirleitt um að ræða tveggja til þriggja ára bfla. Alls voru fluttir inn 1.666 notaðir fólksbílar á árinu. Langmest ber þar á Mercedes Benz en alls voru fluttir inn 330 notaðir bílar af þeirri gerð. Athygli vekur sá kippur sem innflutningur þeirra tók í lok ársins, því á tímabilinu okt.-des. voru alls fluttir inn 162 bfl- ar eða helmingur þess sem flutt var inn á öllu árinu. Ford-bflar frá Þýskalandi voru einnig stór hluti af innfluttum notuðum bílum á síð- asta ári, aðallega Sierra og Escort, en alls voru fluttir inn 211 bílar og þar af 128 síðustu þrjá mánuðina. Þessar tölur gefa til kynna að inn- flutningur notaðra bíla fer greini- lega vaxandi og verður án efa stór hluti heildarbflainnflutnings á þessu ári ef svo heldur sem horfir. Fjórhjólin ryðjast inn á mark- aðinn Fjórhjólin svokölluðu hafa heldur betur tekið við sér í sölu á síðasta ári. Þessi fjórhjóla ökutæki, sem lentu utanveltu í gömlu umferðar- lögunum og var bætt inn í þau nýju á síðustu stundu í efri deild Alþing- is, náðu miklum vinsældum þótt enginn gæti ákveðið hvemig skyldi skrá þau og hvaða ökuréttindi þyrfti til að aka þeim. Alls voru flutt inn 225 slík farartæki og ekki virðist vera neitt lát á eftirspuminni. Ekk- ert slíkt tól var flutt inn á árinu 1985. Þrátt fyrir góðæri - engin bíla- sýning Sjaldan hefur einn aðili fengið annað eins upp í hendumar og raun- in varð á fyrir íslenska bílainnflytj- endur þegar verð á bflum lækkaði í kjölfar kjarasamninganna á síðasta ári. En þrátt fyrir augljóst góðæri í þessari grein virðist það ekki skila sér á öllum vígstöðvum. Ráðgert hafði verið að halda alþjóðlega bíla- sýningu hér á landi 3. til 14. apríl næstkomandi, og raunar er enn ver- ið að segja frá þeirri sýningu í erlendum þflablöðum sem út koma þessa dagana. Reyndin er hins vegar sú að íslenskir bílaáhugamenn fá ekki tækifæri til að sjá það nýjasta sem er að gerast í bílaheiminum á einum stað hérlendis að sinni þar eð Bílgreinasambandið hefur horfið frá því að halda þessa sýningu. Opin- bera skýringin á þessu er sú að ekki hafi fengist heppilegt húsnæði fyrir sýninguna, en það heíúr einnig heyrst að raunverulega ástæðan sé að sum stærstu umboðanna hafi ekki viljað eða séð sér fært að taka þátt í slíkri sýningu og þar með hafi hún fallið um sjálfa sig. Skemmtilegra hefði verið að bflainnflytjendur hefðu getað sameinast um að sýna það helsta sem þeir hafa upp á að bjóða eftir eitt mesta „sprengiár" sem enn hefur komið í innflutningi bíla til Islands. Austin Mini enn í fullu fjöri eftir 27 ár Gamli góði Austin Mini, sem fram kom á sjónarsviðið árið 1959, er enn í fullu fjöri og gerir það gott. Allar sögusagnir um væntanlegt fráfall hans eru sem sagt stórlega ýktar. Það eru nú liðin 27 ár síðan hann skaust fram í heimi bílaiðnaðarins og þótti þá algjör bylting með þverstæðri vélinni, kassalaga yfirbyggingu og framhjóladrifi. I dag nýtur Mini enn mikilla og endumýjaðra vinsælda að sögn framleiðandans. Graham Day, sem tók við sem stjóm- arformaður Austin Rover í maí á síðasta ári, sagði fyrir skömmu að hann hefði orðið skelfingu lostinn er hann frétti af ráðagerðum um að hætta framleiðslu á Mini á þessu ári. Þessi áform lét hann leggja snarlega á hill- una. „Ég fékk hundmð bréfa. Sumir vom að spyrja hvar þeir gætu náð í notað- an Mini, ég svaraði þeim með því að segja að við værum enn að framleiða bílinn," sagði hann. Margir hafa líkt eftir þessum sívin- sæla bfl, eftirlíkingamar em í dag fjölmargar. Salan á þessum bfl, sem eitthvert það stysta pils, sem enn hefúr sést á mannfólkinu, dró nafri af, er nú komin yfir fimm milljónir. Þrátt fyrir þröngt innanrými, sér- kennilega aðstöðu ökumanns í akstri - sem einu sinni var lýst á þann veg að að aka bílnum væri eins og að sitja á neðri hæð hinna frægu strætisvagna i London, þá er eftirspumin enn slík að Austin Rover sendir frá sér á milli 500 og 650 bíla frá verksmiðju sinni í Longbridge í Mið-Englandi. Mini táknar það sama fyrir Bretland og hin eilífa „bjalla" - nú framleidd í yfir 20 milljón eintökum á 40 árum - þýddi fyrir Vestur-Þýskaland og Citro- en 2CV, „bragginn", sem enn er í framleiðslu, hefur þýtt fyrir Frakk- land. Ekki er það svo að bíllinn, sem i dag selst á 228.000 krónur á heimamark- aði, gefi Austin Rover svo mikið í aðra hönd. „Þótt hann sé hlutfallslega ódýrari en þegar hann kom fyrst á markað og sé fyrir löngu búinn að borga upp allan hönnunarkostnað, þá er ekki mikill gróði af framleiðslu hans,“ segir einn talsmanna Austin Rover. „I raun er það ímyndin sem er gróðinn - því ef við reyndum að hætta framleiðslu á bflnum þá rækju margir upp ramakvein," bætti hann við. Nú þegar Mini er „nauðsyn" fyrir sumar konur í París og hefur nánast orðið að trúaratriði í Japan, landi hins ódýra smábfls, þá er hann enginn ný- græðingur hvað tískuna varðar. Hann kom fram á sjónarsviðið 1959, mitt í mikilli hringiðu breytinga, á tímum er London var miðpunktur nýs frjálslyndis í lífsháttum og þá lenti Mini í miðju þeirrar hringiðu. Hippamir máluðu á hann blóma- myndir. Unglingamir skrúfúðu á hann breiðar felgur, beinan útblástur fiá vélinni, settu á hann aragrúa stórra aukaljósa og þóttust vera að vinna Monte Carlo rallið. Ýmsar gerðir sáust skjótast fram á sjónarsviðið. Allt frá grunngerðinni með 850 cc vélinni upp í lúxus Rad- ford-útgáfuna með leðursætum, mælaborði úr valhnotu, rafdrifiium rúðum og að sjálfsögðu með verðmiða við hæfi. Það er kaldhæðnin sjálf uppmáluð að mestu mistökin í framleiðslu Mini hefðu getað orðið grunnurinn að mestu velgengninni. Hálfgerð ,jeppa- gerð“, kölluð Mini-Moke, með segldúksþaki og lágmarks útbúnaði, náði ekki hylli þeirra sem honum var ætlað, fólks í landbúnaðinum, vegna þess hve veghæð bílsins var lítil. En það var tískufólkið á Kings Road i Chelsea í London, sem féll fyrir þess- arri gerð og það urðu mikil læti þegar British Leyland, en svo nefndist fyrir- tækið í þá daga, hætti framleiðslu þessarar gerðar. I dag má kaupandi teljast heppinn að finna einn slíkan notaðan fyrir um 9o þúsund krónur. Mini náði því á árunum eftir 1960 að leika aðalhlutverkið í kvikmynd - þrír Mini-Cooper bflar léku þá aðal- hlutverkið í kvikmyndinni „The Ital- ian Job“, ásamt þeim Michael Caine og Noel Coward. Þá var það sú della sem geisaði á árunum í kringum 1970, hve margir gætu troðið sér inn í einn Mini. Sam- kvæmt heimsmetabók Guinness þá tókst 33 námsmönnum við skóla í London að troða sér inn í bíl sem ætl- aður var fyrir fjóra árið 1970. Á síðari árum hefur Austin Rover ekki einu sinni haft fyrir því að aug- lýsa mest selda fjöldaframleidda bíl sem enn hefur verið framleiddur á Bretlandi - yfir fimm milljónir bíla seldir á 27 árum. „Þegar við fórum í smá auglýsinga- herferð fyrir síðustu jól tók salan mikinn fjörkipp. Salan á síðasta ári í Frakklandi var 6.719 bílar, aukning um 15%. I Japan seldust á síðasta ári 2.280 bflar eða 100% aukning frá árinu á undan," sagði talsmaður Austin Rover. ' Mini á sér marga „foreldra". Hönn- uður hans, Alec Issigonis, vann fyrir British Motor Corporation (BMC), þegar hann sá fyrst dagsins ljós. En í tímans rás hefur nafri foreldranna breyst. Fyrst breyttist það í British Leyland, þá í BL og loks í Austin Rover. En það var einn hópur sem ekki lifði það að sjá á bak Mini. Graham Day sagði nýíega í viðtali við BBC að líf Mini myndi örugglega teygjast fram á árið 1991. Þegar hann var spurður um það hvað orðið hefði af þeim stjóm- endum fyrirtækisins sem fyrirskipuðu andlát hans á sínum tíma þá varð stutt þögn og svo kom svarið: „Þeir vinna ekki lengur fyrir fyrirtækið." (Reuter) Þrátt fyrir þröngt innanrými, skritna akstursaðstöðu og úrelt útlit er Miniinn sprellifandi, þrátt fyrir sögusagnir um að hætta ætti framleiðslu hans. Eftirspum- in er enn næg til að framieiddir eru á milli 500 og 650 bilar á viku. Á efri myndinni er sú gerð sem sá fyrst dagsins Ijós árið 1959 og kallaðist þá Aust- in Seven. Á neðri myndinni er 1987 árgerðin sem nefnist Mini Mayfair. Nýr sýningarsalur hjá Toyota Fyrir skömmu opnaði Toyota- umboðið P. Samúelsson og Co nýjan glæsilegan sýningarsal í húsakynn- um fyrirtækisins að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi. Gefst þar nú gott tæki- færi til að skoða það helsta sem fyrirtækið býður upp á af nýjum bfl- um. Við opnunina var kynnt ný gerð af Toyota Camry en nánar verður sagt frá henni hér á bflasíðunni á næstunni. Við síðustu áramót urðu þær breytingar á rekstri fyrirtækisins að frá þeim tíma er Páll Samúelsson forstjóri en Bogi Pálsson er fram- kvæmdastjóri. Deildarstjóri mark- aðsdeildar er Hannes Strange og þjónustudeildar Jóhannes Jóhann- esson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.