Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 16
58
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
Morðinginn beið þolinmóður eftir
fórnardýrinu. Hann faldi sig í myrkr-
inu neðst við stigann í íbúðarhúsinu
i París. Svo skaut hann fyrirvara-
laust á manninn sem kom niður
stigann. Skotin voru þrjú og maður-
inn lést samstundis.
Jaques Perrot
Jaques Perrot hét maðurinn sem
var myrtur. Hann var þrjátíu og niu
ára og dauða hans bar upp á 27. des-
ember 1985. Hann var kunnur maður
í Frakklandi og morðið vakti þegar
í stað mikla athygli. Þó er þáð skoð-
un margra sem við rannsókn málsins
hafa unnið að aldrei muni takast að
upplýsa hver var að verki. Er þó
ástæða til að ætla að ýmsir lögreglu-
menn hafi lagt sig fram um að reyna
að upplýsa morðið þvi Jacques Per-
rot var náinn vinur Laurents Fabius
sem var þá forsætisráðherra.
Dáður og öfundaður
Perrot var kunnur maður eins og
fyrr segir. Hann var lögfræðingur
með alþjóðaviðskipti og fjármál sem
sérgrein og hafði góða framkomu.
Þá hafði hann verið kvæntur einni
kunnustu íþróttakonu í Frakklandi,
Darie Boutboul, en hún var þekkt
fyrir dugnað sinn sem knapi á veð-
hlaupabrautinni og fyrir fegurð sína.
Um tíma benti því allt til þess að
Jaques Perrot væri sólarmegin í líf-
inu.
En Perrot var ekki aðeins dáður.
Hann var líka öfundaður og undir
lokin vafalítið einnig hataður því
annars hefði hann vart verið ráðinn
af dögum á þann hátt sem sagt hefur
verið frá. Kúlunum þremur sem urðu
honum að bana var skotið úr riffli
með mikilli nákvæmni. Ein hitti
hann í hjartað, önnur í mitt ennið
og sú þriðja í annað augað.
Líktist hefndardrápi á Sikiley
Aðferðin, sem beitt var við morðið,
líktist mjög því sem stundum hefur
þekkst þegar glæpasamtök eins og
mafían eða vissir aðilar á Sikiley
hafa verið að verki en þó efast lög-
reglan mjög um að mafían eða
Sikileyingar hafi verið að verki.
í fyrstu stóð lögreglan uppi án
nokkurrar vísbendingar því henni
var ekki kunnugt um að Perrot hefði
Hjónin með syni sínum, Adrian. Á innfelldu myndinni má sjá bankastjórann Calvi.