Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Síða 19
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. 61 Bob í bobba Bob Geldof á við ramman reip að draga. Sólóplatan hans, Deep in the Heart of nowhere, hefur fengið fremur dræmar viðtökur, að minnsta kosti í Bretlandi. Lögunum This is the World Calling og Love Like a Rocket, sem hafa komið út á smáskífum þar í landi, hefur heldur ekki vegnað vel. Hverjar svo sem ástæður þessa eru er Geldof sjálfur sáróánægð- ur. „Ef þessi plata vekur ekki athygli þá gengur ekkert sem ég geri. Deep in the Heart of now- here er líklega besta plata sem ég hef nokkurn tíma unnið að,“ sagði hann rétt áður en platan var gefin út. Sala á plötunni hefur ennfrem- ur farið hægt af stað í Bandaríkj- unum. Það gæti þó hugsanlega átt eftir að breytast enda stutt síðan hún kom út þar í landi. Bob hefur látið hafa eftir sér að hann vonaðist til að platan yrði metsöluplata í Bandaríkjunum. „Þeir hafa aldrei hlustað á neitt sem ég hef sent frá mér,“ segir hann, vansællar minningar um viðtökurnar sem Boomtown Rats fengu þar vestur frá á sínum tíma. Tónleikum aflýst Vandræði Bob Geldofs eru hins vegar mest heima fyrir. I vikunni neyddist hann til að aflýsa fyrir- hugaðri hljómleikaferð um Bret- land vegna lélegrar forsölu. Fyrstu tónleikarnir áttu að vera í Glasgow um næstu helgi. Forráðamenn Phonogram útgáfunnar, sem sér um mál Geldofs, sögðu hins vegar að ástæða frestunarinnar væri end- urskipulagning á tónleikum hans um allan heim. Talsmaður fyrir- tækisins sagði að tónleikaferðin um Bretland yrði farin síðar á ár- inu. Á meðan þessu fer fram selst sjálfsævisaga Geldofs, Is that it, eins og heitar lummur. Og enn er verið að heiðra hann fyrir framlag sitt í þágu hungraðra í Afríku. Nýlega var hann sæmdur verð- launum þriðja heimsins fyrir störf að mannúðarmálum. En að höfuð- verkur hans í dag skuli vera tónlistin er nokkuð sem engan gat órað fyrir. Allra síst hann sjálfan. F orboðinn ástardúett Breski dúettinn Commun- ards hefur vakið verulegra athygli í poppheiminum. Þeir sendu á síðasta ári frá sér sína fyrstu breiðskífu sem innihélt meðal annars lagið Dont leave me this way. Það var reyndar upp- runalega vinsælt í flutningi Thelmu Houston (móður Whit-- hney), en útgáfa Commundars var ekki síðri. Fleiri lög af þessari fyrstu, plötu dúettsins hafa náð vinsæidum, sérstaklega í Bret- landi. Má þar nefna So cold the nigth og nú síðast You are my world. Tónlist Communards er einskon- ar sambland af diskói og djassi, í mjög frjálslegri skilgreininu þeirra hugtaka. Reyndar ber tónlistin mikinn keim af Bronski Beat enda fyrrum driffjöður þeirrar sveitar, Jimmy Somerville, annar liðs- manna Communards. Hinn heitir Richard Coles og er menntaður í klassískum píanóleik. Helgaipopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson Forboðin ást Sommerville og Coles eru báðir hommar og draga enga dul á það. Textagerð Sommerville hefur reynd- ar alla tíð einkennst af tjáningum eigin tilfinninga. Er skemmst að minnast lagsins Smalltown boy sem Bronski Beat gerðu feikivinsælt. Þar sagði frá ungum einmana homma sem hraktist að heiman. Á breiðskífu Communards eru yrkisefnin af svip- uðum toga. í laginu Forbidden love segir meðal annars: „Ást okkar er hinn forboðni ávöxtur. Við tökum hvern bita með stolti." Communards fara í mikla tónleika- ferð til Bandarikjanna í vor. Önnur breiðskífa er í deiglunni á þessu ári. Þessi sérstæði dúett virðist til alls líklegur. Eða eins og blaðamaður New Mucical Express komst að orði. „Þetta eru piltar sem reikna má með.“ Y?.:' . Steve Jones snúinn aftur, i sömu gallabuxum og siðast. Meðlimir Sex Pistols snúa aftur í tónlistarheima hver af öðrum, lífs eða liðnir. Jonny Rotten er með PIL, Sid Vicious er afturgenginn á hvíta tjaldinu og nú er gítarleikar- inn Steve Jones kominn aftur til starfa. Hann stjórnar upptökum á væntanlegri plötu fyrrum Duran Duran liðsmannsins Andy Taylor. Hann samdi nokkur lög í félagi við Iggy Pop á sólóplötu þess síðar- nefnda, Blah -Blah -Blah. Auk þess hefur Steve Jones lagt til lög í kvikmyndirnar Something Wild, Miami Vive 2 og síðast en ekki síst myndina Sid & Nancy. Sóló- plata er væntanleg frá honum á þessu ári. „Hún verður í flestu frábrugðin Never Mind the Bollocks plötu Sex Pistols,“ sagði hann nýlega í blaðaviðtali. Eins og aðrir núlif- andi meðlimir þessarar harð- skeyttu pönkhljómsveitar er hann illur út í þá sem standa að gerð myndarinnar um Sid Vicous og Nancy vinstúlku hans. „í mynd- inni lítum við út eins og algerir hálfvitar. Það vorum við alls ekki.“ Jones sér þó einn ljósan punkt við myndina ella hefði hann ekki lagt henni lið. „Myndin lýsir eitur- lyfjaneyslunni i kringum hljóm- sveitina mjög nákvæmlega. Þannig var þetta. Ég er hins vegar hættur öllu slíku. Ég hef ekki snert á eiturlyíjum í tvö ár. Ef ég væri ennþá í vitleysunni væri mér ómögulegt að gera nýja plötu," segir Steve Jones. Popp Bob Geldof. Ahyggjufullur yfir tonlistarferli sínum. Eftirlæti Andy W arhol Listamaðurinn Andy War- hol er maður óútreiknan- legur. Nafn hans hefur til dæmis verið skráð í poppsöguna. Hann stóð á bak við hljómsveit- ina Velvet Underground á sínum tíma sem frægt er orðið. Og enn kemur nafn hans upp á vfirborð- ið í poppheiminum. Að þessu sinni heldur Warhol upp á tón- list fjögurra tvítugra pilta sem ættaðir eru frá suðurhluta Lund- únaborgar. Fjórmenningarnir kalla sig Curiosity Killed the Cat. Þeir eiga lagið Down to Earth sem þessa dagana er ofarlega á breska vinsældalistanum. Ef hin leitandi og nýstárlega tónlist Velvet Underground er borin saman við tónlist þeirra. eru and- stæðurnar algerar. Tónlist Curiositv... er dæmigert dægur- popp. að vísu í sinni bestu mynd. Að því levti er ómögulegt að segja nokkuð til um hvað veldur velþóknun Warhol á hljómsveit- inni. Svona er hann bara. Skemmtanasýki? „Hann er okkar einlægasti aðdá- andi." staðfestir basspleikarinn Nick Thorp. Skýringuna á því telja hljómsveitarmeðlimir vera þá að þeir séu ein af hugdettum lista- mannsins. „Hann fær víst svona dellu á fimm ára fresti." segir Nick. Fundum Warhol og fjórmenning- anna bar fvrst saman á myndlistar- sýningu. „Þarna var allt uppfullt af listamönnum og allskonar fræð- ingum. Honum hundleiddist greinilega. Við vorum hins vegar þarna einungis til að skemmta okk- ur og hann leitaði þess vegna eftir félagsskap okkar." Curiositv piltarnir hafa reyndar lýst því yfir að þeir séu í hljóni- sveit til að skemmta sjálfum sér. Kannski leiðindi séu ástæðan fyrir hrifningu Warhol. Curiosity Killed the Cat i uppáhaldi hjá Andy Warhol,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.