Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 1
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
19
Heimsmethjá Frakkanum Bruno Marie-Rose í 200 m hlaupi var hápunkturinn á frábæru Evrópumeistaramóti sem fór fram innanhúss
um helgina í Frakklandi. Bruno hljóp 200 m á 20,36 sek. Annar er Rússinn Vladimir Krylov en þriðji varð John Regis frá Bretlandi. Nokkur Evrópumet voru
sett á mótinu, meðal annars frábært met í langstökki. Allt um Evrópumeistaramótið á bls. 21 Símamynd/Reuter
Erla Rafns.
í DV-viðtali
bls. 22
Heimsmet
jafnað
Bandaríkjamaðurinn Greg
Foster jafnaði í nótt heimsmet-
ið í 60 metra grindahlaupi
innanhúss. Hann hljóp vega-
lengdina á 7,47 sekúndum, eða
á sama tíma og Kanadamaður-
inn Mark McCoy. McCoy setti
met sitt í Tokyo í mars á síð-
asta ári.
Sjálfur hefur Foster hlaupið
vegalengdina á skemmri tíma
en núgildandi heimsmet segir
til um. í janúar á þessu ári
hljóp hann 60 metrana á 7,36
sekúndum en hlaupið dæmdist
ógilt. Foster var sakaður úm
að hafa þjófstartað. -JÖG
Júdómennimir úr keppni
- á opna skoska meistaramótinu
Þrír íslendingar kepptu á opna
skoska meistaramótinu í júdó nú um
helgina. Þetta voru þeir Halldór Guð-
bjömsson, Halldór Hafsteinsson og
Bjarni Friðriksson.
Glímt var í riðlum í undankeppni
en með útsláttarformi í úrslitum.
Verður að segjast sem er að þeim görp-
um gekk ekki jafnvel í þetta sinnið
og oft áður.
Halldór Guðbjömsson náði til dæm-
is aðeins að sigra eina glímu af þremur
í riðlakeppninni og féll því úr mótinu
þegar í undankeppni.
Halldór Guðbjömsson glímdi í
þyngdarflokki undir 71 kg.
Nafhi hans Hafsteinsson náði hins
vegar betri árangri, vann sinn riðil og
komst þannig í úrslit. Hann tapaði á
hinn veginn í fyrstu viðureign sinni í
úrslitum og féll því úr keppni.
Halldór Hafsteinsson keppti í
þyngdarflokki undir 86 kg.
í raun er svipaða sögu að segja af
Bjama Friðrikssyni. Hann sigraði með
yfirburðum í sínum riðli en féll síðan
úr keppni í sinni fyrstu glímu í úrslit-
um. Bjami keppti þar við Bretann
Kokotaylo og laut í lægra haldi, að
mati dómara, í mjög jafhri og tvísýnni
glímu. Þess má geta að Breti þessi
vann bronsverðlaun á mótinu.
Bjami keppti í flokki undir 95 kg.
-JÖG
Skárap
sá rautt
Altt um B-keppnina á bls. 24
Urslit í NBA
Leikir fóm fram i bandarísku
NBA-deildinni í körfuknattleik um
helgina. Leikið var á föstudag og
laugardag.
Úrslit urðu sem hér segir:
Á föstudag:
Ind. Pacers - Atl. Hawks..107-105
Phil.phi. 76ers-Sac. Kings.123-91
LA Lakers - Chicaco Bulls.110-100
D. Mavericks - SA Spurs...122-107
Wash. Bullets-Utah Jazz...118-113
LA Clippers- Denv. Nuggets ...121-107
Á laugardag:
D. Mavericks-GS Warriors ....122-111
Detr. Pistons - Atl. Hawks.102-97
N.Jer. Nets-NYKnicks......111-107
Houst. Rockets - Utah Jazz..94-81
Boston Celtics-SA Spurs...121-113
Milw. Bucks- Phoenix Suns....115-107
S. Supersonics - Wash. Bullets...ll0-93
Bráðabana að fá fram úrslit á Los Angeles
Open golfmótinu sem lauk í nótt. í bráðabananum sigraði T.C. Chen frá
Taiwan Bandaríkjamanninn Ben Crenshaw. Þetta var fyrsti sigur Chen á
golfmóti í meira en fimm ár. Fyrir ómakið fékk Chen litlar fimm milljónir
króna. Símamynd/Reuter