Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthFebruary 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 1
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 19 Heimsmethjá Frakkanum Bruno Marie-Rose í 200 m hlaupi var hápunkturinn á frábæru Evrópumeistaramóti sem fór fram innanhúss um helgina í Frakklandi. Bruno hljóp 200 m á 20,36 sek. Annar er Rússinn Vladimir Krylov en þriðji varð John Regis frá Bretlandi. Nokkur Evrópumet voru sett á mótinu, meðal annars frábært met í langstökki. Allt um Evrópumeistaramótið á bls. 21 Símamynd/Reuter Erla Rafns. í DV-viðtali bls. 22 Heimsmet jafnað Bandaríkjamaðurinn Greg Foster jafnaði í nótt heimsmet- ið í 60 metra grindahlaupi innanhúss. Hann hljóp vega- lengdina á 7,47 sekúndum, eða á sama tíma og Kanadamaður- inn Mark McCoy. McCoy setti met sitt í Tokyo í mars á síð- asta ári. Sjálfur hefur Foster hlaupið vegalengdina á skemmri tíma en núgildandi heimsmet segir til um. í janúar á þessu ári hljóp hann 60 metrana á 7,36 sekúndum en hlaupið dæmdist ógilt. Foster var sakaður úm að hafa þjófstartað. -JÖG Júdómennimir úr keppni - á opna skoska meistaramótinu Þrír íslendingar kepptu á opna skoska meistaramótinu í júdó nú um helgina. Þetta voru þeir Halldór Guð- bjömsson, Halldór Hafsteinsson og Bjarni Friðriksson. Glímt var í riðlum í undankeppni en með útsláttarformi í úrslitum. Verður að segjast sem er að þeim görp- um gekk ekki jafnvel í þetta sinnið og oft áður. Halldór Guðbjömsson náði til dæm- is aðeins að sigra eina glímu af þremur í riðlakeppninni og féll því úr mótinu þegar í undankeppni. Halldór Guðbjömsson glímdi í þyngdarflokki undir 71 kg. Nafhi hans Hafsteinsson náði hins vegar betri árangri, vann sinn riðil og komst þannig í úrslit. Hann tapaði á hinn veginn í fyrstu viðureign sinni í úrslitum og féll því úr keppni. Halldór Hafsteinsson keppti í þyngdarflokki undir 86 kg. í raun er svipaða sögu að segja af Bjama Friðrikssyni. Hann sigraði með yfirburðum í sínum riðli en féll síðan úr keppni í sinni fyrstu glímu í úrslit- um. Bjami keppti þar við Bretann Kokotaylo og laut í lægra haldi, að mati dómara, í mjög jafhri og tvísýnni glímu. Þess má geta að Breti þessi vann bronsverðlaun á mótinu. Bjami keppti í flokki undir 95 kg. -JÖG Skárap sá rautt Altt um B-keppnina á bls. 24 Urslit í NBA Leikir fóm fram i bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik um helgina. Leikið var á föstudag og laugardag. Úrslit urðu sem hér segir: Á föstudag: Ind. Pacers - Atl. Hawks..107-105 Phil.phi. 76ers-Sac. Kings.123-91 LA Lakers - Chicaco Bulls.110-100 D. Mavericks - SA Spurs...122-107 Wash. Bullets-Utah Jazz...118-113 LA Clippers- Denv. Nuggets ...121-107 Á laugardag: D. Mavericks-GS Warriors ....122-111 Detr. Pistons - Atl. Hawks.102-97 N.Jer. Nets-NYKnicks......111-107 Houst. Rockets - Utah Jazz..94-81 Boston Celtics-SA Spurs...121-113 Milw. Bucks- Phoenix Suns....115-107 S. Supersonics - Wash. Bullets...ll0-93 Bráðabana að fá fram úrslit á Los Angeles Open golfmótinu sem lauk í nótt. í bráðabananum sigraði T.C. Chen frá Taiwan Bandaríkjamanninn Ben Crenshaw. Þetta var fyrsti sigur Chen á golfmóti í meira en fimm ár. Fyrir ómakið fékk Chen litlar fimm milljónir króna. Símamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: DV íþróttir (23.02.1987)
https://timarit.is/issue/191013

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

DV íþróttir (23.02.1987)

Actions: