Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 8
54 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Austurstrætið breytist mikið nái tillagan um skipulag Kvosarinnar fram að ganga. Þessi hús, sem einkennt hafa Austurstrætið frá því á síðustu öld, eiga að hverfa og í staðinn á að rísa bygging næstum jafnhá og hús Bókaverslunar Eymundssonar. DV-myndir GVA ■i Þannig er ætlunin að umhorfs verði í Austurstrætinu. Teikningar úr Kvosin ’86 Tillaga að nýju skipulagi Kvosarinnar: Mörg fornfræg hús hverfa úr miðbænum Enn hefur verið gerð tillaga um að breyta miðbænum. Að þessu sinni heitir tillagan Kvosin ’86 og er gerð í fram- haldi af tillögu sem kölluð var Kvosin 1983 og var breyting á skipulaginu sem samþykkt var 1981 og . . . Hugmyndir af þessu tagi má halda áfram að rekja nánast svo lengi sem menn lystir. Hvað sem líður öllum tillög- unum þá blasir það við að miðbærinn er býsna skörðótt- ur og sundurleitur. Þegar hugmyndir um endurbætur hafa náð svo langt að fram- kvæmdir hæfixst þá hefur þeim aldrei verið lokið. Nokk- ur hús hafa verið rifin og fyllt í skörðin með stórhýsum sem eftir því sem andinn blés mönnum í brjóst hverju sinni. Árangurinn þykir mörgum furðulegur. Nýjasta tillagan gerir enn ráð fyrir að gömul hús hverfi og öllu nýtískulegri — og hærri — rísi í staðinn. Nái þessar hugmyndir allar fram að ganga má búast við að svipmót miðbæjarins verði ekki eins sundurleitt og nú er. Á hitt ber þó að líta að til þessa hefur aðeins tekist að byrja á breytingunum en minna farið fyrir framhald- inu. Þetta hefur orðið til þess að menn hafa fyllst efa þegar þeir sjá nýjar tillögur og spyrja hvort ekki fari nú sem fyrr. Höfundar tillögunnar, sem nú hefur verið sett fram, eru arkitektarnir Dagný Helga- dóttir og Guðni Pálsson. Tillagan bíður þess enn að vera samþykkt sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Kynningu hennár er lokið og eftir að nauðsynlegar lagfær- ingar hafa verið gerðar má búast við að hún verði sam- þykkt í sumar. Hér í opnunni eru dregin fram nokkur dæmi um breyt- ingamar sem verða á yfir- bragði miðbæjarins — nái tillagan fram að ganga. Þó nokkur alþekkt hús, sem til þessa hafa sett svip á mið- bæinn, hverfa fyrir fullt og allt. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.