Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 19
65
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Sérstæð sakamál
útur að komast til torgsins á ný. 1
örvæntingu sinni ók hann út af aðal-
veginum og inn á afleggjara. Svo
kom hann að stað þar sem rusli var
kastað. Þar voru þá fyrir tveir aðrir
bílar, vörubíll og fólksbíll. Lou Nic-
hols átti ekki um annað að velja en
bíða þar til þeir færu. Fólksbíllinn
fór eftir nokkrar mínútur en það liðu
tuttugu mínútur þar til vörubíllinn
fór. Þá flýtti Lou sér út, opnaði far-
angursgeymsluna og dró líkið út.
Hann dró það svo inn í lítinn runna.
Hann vissi að það myndi vafalaust
finnast áður en langt um liði en það
var ekki um neinn annan stað að
velja.
Staðinn að verki
Það var þegar kominn óþefur af
líkinu. Það var heitt í veðri þennan
ágústdag og því var líkið þegar tekið
að rotna. Lou var þó ekki á því að
gefast upp við að koma líkinu fyrir
þarna en á meðan hann var að draga
það kom bíll að. Þetta var einn af
bílum lögreglunnar í Norfolk. Undir
stýri sat Alex Cherry lögregluþjónn.
Hann virti fyrir sér langferðabílinn
og sá í fætur Lous handan við hann.
Alex Cherry vissi ekki að neitt væri
að og hafði aðeins í huga að spjalla
við langferðabílstjórann. Hann gekk
því að hinni hlið bílsins. Þá sá hann
fætur hverfa á bak við runnann.
Augnabliki síðar kom hann að Lou
Nichols og sagði: „Hvað í ósköpun-
um ertu að gera?“ ,
Lou Nichols hrökk við. Honum var
ljóst að hann hafði verið staðinn að
verki með líkið. Það yrði nú erfitt
að blekkja lögregluna.
Játningin
Alex Cherry setti handjárn á Lou
en leiddi hann síðan að lögreglubíln-
um og lét hann setjast í aftursætið.
Svo fór hann í talstöðina og bað um
hjálp. Á meðan hann beið eftir félög-
um sínum lagði hann nokkrar
spumingar fyrir Lou en hann virtist
Runninn sem kemur svo mjög við sögu í frásögninni.
hafa fengið einhvers konar áfall eða
lost og gat fáu svarað.
Staðreyndir málsins komu svo fram
á næstu tveimur sólarhringum. Erfitt
var að fá Lou til þess að segja frá
því hvað búið hefði að baki morðinu
og um tíma vildi hann ekki játa að
það hefði verið hann sem réð Edith
Chalmers af dögum. Hann var hins
vegar ekki í aðstöðu til þess að bera
brigður á þær fullyrðingar lögregl-
unnar að hann yrði að gefa fullnægj-
andi skýringar á framferði sínu við
ruslahauginn. Loks fór því svo að
Lou játaði að hafa kyrkt Edith Chal-
mers. Leit heima hjá honum leiddi
svo í ljós 970 pund en það var afgang-
urinn af því fé sem hann hafði stolið
kvöldið áður á skrifstofu fyrirtækis-
ins.
Máli Lou Nichols er enn ekki lokið
fyrir dómstólum en talið er víst að
dómurinn yfir honum leiði til þess
að hann verði á bak við lás og slá í
langan tíma.
Alfred Chalmers.
ÍBR KRR
REYKJAVÍKURMÓT /WjA MEISTARAFLOKKUR ( Sunnudag kl. 20.30. ÞRÓTTUR - KR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Ætlarðu að
ruþvottui, pvöttui og þuirkun a aöeins fer. 390.-
• i ____
krSLÍ'S meo níösterka Mjattarva^
Bón- o
vottastöðin
Klöpp - Sími 20370
V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380
Höfðabón
Höfðatúni 4 - Sími 27772
ALÞINGISKOSNINGAR 1987
í HÁSKÓLABÍÓI ÞRIÐUDAGINN 14. APRÍL
KL. 203Q.
TALSMENN FRAMBOÐSLISTANNA ERU =
BANDALAG JAFNAÐARMANNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
ALÞÝÐUBANDALAG
FLOKKUR MANNSINS
ANNA
KRISTJÁNSDÖTTIR
PÉTUR
GUÐJÖNSSON
FRIÐRIK
SOPHUSSON
ALFHEIDUR
INGADÚTTIR
BORGARAFLOKKUR
SAMTOK UM KVENNALISTA
FUNDARSTJÓfíl
Magnús Bjarnfreðsson
DAGSKRÁ
1. Tatsmenn framboðslistanna halda
10 mínútna framsöguræður.
2. Fundarstjóri ber upp skriflegar
fyrirspurnir frá fundarmönnum.
3. Stutt ávarp hvers framsögumanns
í fundarlok.
Á fundinum verður tekið við
skriflegum spurningum til ræðumanna
<
§
t