Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Síða 22
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Popp Tangerine Dream - arfleifðin frá hippatímanum. Eitt sinn hippi . . . Það er í tísku að tala um ’68 kyn- slóðina í dag. Hugmyndimar, sem gerjuðust á tímum þessarar um- deildu kynslóðar, hafa farið í gegnum íinofha síu uppanna síðustu misserin og ekki hefur allt fallið í jafnfrjóan jarðveg. En nú mega upp- amir aldeilis fara að vara sig. ’68 kynslóðin hefur að undanfömu skriðið út úr skápunum. Týnda kyn- slóðin blómstrar í endurrisinni Hollywood, ef marka má blaðaskrif undanfarinna vikna. En þar með er ekki allt upp talið. Ný-hippar Söngvarinn, lagasmiðurinn og textasmiðurinn Prince, sem einnig er þekktur fyrir kvikmyndagerð og hljómplötuútgáfu, hefur opinberað trú sína á hugsjón gömlu hippanna með nýjustu plötu sinni. Sign of the Times er nafn þeirrar skífu, sann- arlega „tímanna tákn“ eins og nafnið gefur til kynna. Það var boðskapur hippanna reyndar einn- ig á sinni tíð. Hipparnir boðuðu betra líf í heimi þar sem góð- Bono, söngvari U2, er háHhippa- legur f seinni tið með sitt hár og skekkhýjung. mennska, bróður- og systurkær- leikur fóru saman með óhóflegri neyslu ofskynjunarefna ýmiss kon- ar. Hipparnir vildu hverfa aftur til náttúrunnar og efla frið í heimin- um, börðust gegn hvers kyns stríðsrekstri og kerfisþrælkun. Þegar líða tók á áttunda áratuginn beið þessi hugsjón skipbrot, mikið til vegna þess að breytingarnar létu á sér standa og afleiðingar ofskynj- unarlyfjanna reyndust allískyggi- legri en hippana hafði nokkru sinni órað fyrir. Með tilkomu pönksins var gömlu hippahugsjóninni end- anlega sópað fyrir borð að því er virtist. Nú, 10 árum eftir að pönkið hóf innreið sína, hníga hins vegar ýmis rök að því að hugsjónir hip- panna eigi eftir að öðlast víðtækan hljómgrunn á nýjan leik. Undan- farin ár hafa breskar neðanjarðar- hljómsveitir fengist við að leika svonefnda sýrutónlist, eða sækad- elíu á borð við tónlist Grateful Dead, Pink Floyd og fleiri slíkra. Hljómsveitin Dr. and the Medics er einmitt dæmi um slíka sveit, en þessi sama hljómsveit sló í gegn á liðnu ári með endurgerð gamla sýrulagsins Spirit In The Sky. Skotinn Karl Wallinger 'Karl Wallinger, fyrrum meðlim- ur skosku hljómsveitarinnar Waterboys, er í hópi þeirra sem hampa hippaboðskapnum. Hann er allsendis ófeiminn við að túlka skoðanir sínar í textum á svipaðan hátt og hipparnir gerðu. Umfram allt telur Karl Wallinger að heim- urinn verði að breytast verulega og hann notar tónlistina til að koma þeirri skoðun sinni fram. Honum er að vísu ekkert um það gefið að vera kallaður ný-hippi en segist þó frekar vilja gangast við þess konar nafrigift en einhverri Helgaipopp Jónatan Garðarsson annarri. Þegar honum er bent á að tónlist hans svipi dálítið til tónlist- ar ’68 kynslóðarinnar svarar Karl Wallinger: „Kannski en árið 1968 voru götuvígin reist í París og það voru róstusamir tímar. En það gerðist þó eitthvað. Eitthvað sem var raunverulegt. Núna búum við í heimi tortryggninnar." Hann lít- ur með velþóknun til baka til tónlistarsköpunar Bítlanna, Roll- ing Stones og annarra sveita og það gera reyndar fleiri því gamla tón- listin er sífellt að sækja í sig veðrið eins og sést ef litið er yfir vinsælda- lista dagsins í dag. Gamlar dægur- perjur hippaáranna og bíttímans lifa góðu lífi og soultónlistin geng- ur aftur ljósum logum. Gamlar, gleymdar eða látnar kempur eru helstu átrúnaðargoð krakka sem voru með bleiur þegar gömlu lögin slógu upphaflega í gegn. „Tímanna tákn“ Prince hefur sótt mjög í smiðju sækadelíunnar og lagað þá tónlist að eigin sköpunarmynstri. Hann gerir líkt og Karl Wallinger þegar hann sækir í smiðjur hippanna, en gengur þó öllu lengra með því að slá gamla „peace“ merkinu upp á plötunni Sign of the Times. Það kunna að vera stórtíðindi í uppsigl- ingu, ef það reynist rétt, sem sumir vilja halda fram, að Prince hafi einmitt hitt naglann á höfuðið með plötunni „Tímanna tákn“. Friðar- boðskapur poppara um allan heim er ekki nein ný bóla, en þó hipparn- ir hafi gengið langt í kærleiks- boðskap sínum hér á árum áður hefur poppurum síðustu ára tekist að ganga enn lengra að einu leyti. Hipparnir voru duglegir við að út- deila ást sinni og umhyggju á sama tíma og þeir höfnuðu veraldlegum gæðum, í orði kveðnu í það minnsta. En popparar níunda ára- tugarins láta verkin tala. Live Aid tónleikarnir orkuðu meiru en Wo- odstock tónleikamir, ef tillit er tekið til þeirra fjármuna sem söfn- uðust í tengslum við Live Aid. Það fé fór til líknarmála og enn linna popparar ekki látunum því þeir eru sýknt og heilagt að safna fé til styrktar hinu eða þessu málefninu. Þess vegna má með sanni segja að mannúðar- og friðarbaráttan sé of- ar á blaði nú en árin eftir 1968. Þá hefur annar angi þessa mannúðar- starfs snúið að verndun lífríkisins og lýsir það sér meðal annars í þeirri hreyfingu meðal poppara að vernda dýrategundir sem eru í út- rýmingarhættu. Grasrótin Þessari baráttu fylgir aukin til- hneiging poppara til neyslu á jurtafæði og hafa slagorð eins og „Meat is murder“ og fleiri slík ve- rið í hávegum höfð. Þetta eru hvorutveggja í senn, leifar frá hippatímanum þegar fólk sneri sér að neyslu lífræns ræktaðs græn- metis og ávaxta í stað kjötneyslu og afleiðingar af baráttu friða- hreyfinga á borð við Greenpeace, sem eiga rætur sínar meðal gam- alla hippahópa. Það er því ljóst að grasrótarhreyfing hippanna hefur ekki alveg verið rifin upp með rót- um á pönktímanum eins og útlit var fyrir um tíma. Það má allt eins gera því skóna að aukin umræða um stjömu- stríðsáætlanir, útrýmingarstríð kjarnorkuvopna og atvik á borð við Chemobylslysið hafi ýtt undir endurhvarf ungs fólks til hippa- hugsjónanna. Þekktar og óþekktar hljómsveitir leita nú í æ ríkara mæli til tónlistar hippaáranna og tíminn mun leiða í ljós á hvem veg úrvinnslan verður. Sennilegast er þó að ekki verði um hreint aftur- hvarf eða endurreisn hippahug- sjónarinnar að ræða heldur einhvers konar samruna gamalla og nýrra hugmynda sem koma til með að leiða til nýs gróskutímabils í popptónlist og breyttra lífsvenja ungs fólks. Hver svo sem þróunin verður, er ákaflega ólíklegt að við eigum eftir að upplifa jafn róstu- samt umbreytingaskeið og gerðist á tímum hippanna, þegar djúp gjá myndaðist á milli tveggja kynslóða hvað alla hugmyndafræði og lífs- skoðun varðar. Karl Wallinger minnir óneitanlega á hippa með þessi kringlóttu Lenn- on gleraugu, enda viðurkennir hann ágæti hippahugsjónarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.