Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 4
54
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
Skák
DV
Ljubojevic náði ser
á strik í Brussel
- taflmenn, diykkjarföng og öskubakki flugu niður á gólf er Kortsnoj snerti rangan mann gegn Karpov
Heimsmeistarinn Kasparov íbygginn á svip við upphaf skákar sinnar gegn Ljubojevic í Brussel. Þeir deildu sigrin-
um á mótinu. Símamynd Reuter.
Sá skákmeistari sem mestum von-
brigðum olli á IBM-mótinu í Reykja-
vík í febrúar var tvímælalaust
Ljubomir Ljubojevic, sem tapaði
þremur fyrstu skákum sínum og
tókst aldrei að komast almennilega
í gang. Ljubojevic kvartaði undan
tannpinu íraman af móti og var ve-
sældarlegur að sjá, þó svo hann léti
sér nægja að berja í hausinn og lýsa
því yfir hversu mikill flóðhestur
hann væri.
Þá var Ljubojevic næstneðstur og
tefldi illa. Nú eru tennumar hins
vegar komnar í lag. Á stórmeistara-
mótinu í Brussel, sem var af sama
styrkleikaflokki og IBM-mótið, náði
hann efsta sæti ásamt heimsmeistar-
anum Garrí Kasparov. Þeir fengu
8'/2 v. af 11 mögulegum, sem er frá-
bært vinningshlutfall í svo sterku
móti. Kasparov vann Tal í síðustu
umferðinni og komst upp að hlið
Júgóslavans.
Anatoly Karpov lét fremur lítið á
sér bera og varð að sætta sig við
þriðja sætið, nokkru neðan við sig-
urvegarana, með 7 v. Síðan komu
góðkunningjar okkar frá IBM-mót-
inu í hnapp: Kortsnoj, Timman
(báðir 6'A v.) og Tal (6 v.), sem ætl-
aði sér aldrei að taka þátt í mótinu.
Þessi frægi stórmeistari og fyrrum
heimsmeistari var staddur í Brussel
í starfi blaðamanns Sovétskí Sport
og hljóp í skarðið fyrir Hubner sem
var illa haldinn af flensu og varð að
hætta við þátttöku. Tal kom inn á í
þriðju umferð og varð því að tefla
skákir sínar úr tveim fyrstu um-
ferðunum á frídögum seinna í
mótinu. Miðað við þessa erfiðu dag-
skrá má hann vel við una og nokkrar
fléttur tókst honum að töfra fram.
Neðar komu Larsen, (5 ‘/2 v.) Torre
og Van der Wiel (báðir 5 v.) en tvö
neðstu sætin voru fyrirfram frátekin
fyrir heimamennina tvo, Winants
(3'/2 v.) og Meulders (1 v.), sem
standa langt að baki hinum kepp-
endunum hvað stigatölu áhrærir og
skákstyrk. Það kom því verulega á
óvart að Nigel Short (3 v.) skyldi
blanda sér í þeirra hóp. Short var
heillum horfinn og ólíkur sjálfum
sér, eins og hann kom íslenskum
áhorfendum fyrir sjónir. Hvað eftir
annað lék hann gróflega af sér.
Kannski ætlaði hann sér of stóran
hlut í upphafi?
Metfjöldi áhorfenda kom á móts-
stað í næstsíðustu umferð er
Kasparov og Karpov leiddu saman
hesta sína - sannkölluð hátíðarskák,
því að þetta var í hundraðasta sinn
sem þeir tefldu saman. Skákin olli
heldur ekki vonbrigðum. Karpov
fékk betri stöðu með hvítu mönnun-
um en með því að fóma peði í
endatafli tókst Kasparov að ná tök-
um á stöðunni. Karpov mátti hafa
sig allan við en honum tókst um síð-
ir, með því að gefa peð og annað til
baka, að einfalda taflið og halda
jafhvæginu. Þeir sömdu svo um jafn-
tefli eftir 53 leiki og fimm og hálfs
tíma setu. Prýðileg upphitun fyrir
næsta einvígi þeirra félaga.
Hreyfður maður færður
Aðrir fomir fjendur áttust við í
níundu umferð - Karpov og
Kortsnoj, sem þó vom famir að tala
og spila bridge saman. Nú er hætt
við að Kortsnoj yrði ekki á Karpov
næstu árin því að skák þeirra fékk
afar sögulegan endi. í dauðri jafn-
teflisstöðu varð Kortsnoj það á að
snerta kóng sinn er riddari hans stóð
í uppnámi. Eins og allir vita er
„hreyfður maður færður“ svo
Kortsnoj var nauðugur einn kostur
að leika kóngi sínum og missa ridd-
arann, sem hefði leitt til vonlausrar
stöðu. Er hann áttaði sig á mistökum
sínum hallaði hann sér aftur í stóln-
um eitt augnablik og sópaði síðan
taflmönnunum af borðinu með
snöggri handarhreyfingu. Drykkjar-
föng flugu í gólfið með taflmönnun-
um og öskubakki sömuleiðis en
Kortsnoj skeytti því engu heldur
stmnsaði út úr salnum. Stuttu síðar
sneri hann aftur og undirritaði papp-
írana.
Þannig var staðan er Kortsnoj,
sem hafði hvítt, greip í kónginn:
„Þetta er í annað skipti á ævinni
sem það kemur fyrir mig að ég snerti
annan mann en ég ætla að leika,“
sagði Kortsnoj er bráði af honum.
Fyrra skiptið var er hann tefldi við
Bagirov á skákþingi Sovétríkjanna
1960. Þá stóðu biskupar Kortsnojs
hlið við hlið og í stað þess að drepa
hrók með öðrum þeirra hreyfði hann
hinn, sem greip í tómt. Þá gekk
Kortsnoj einnig úr salnum, án þess
þó að gera hreint á borðinu áður.
Þrátt fyrir þetta atvik varð Kortsnoj
efstur á mótinu og skákmeistari Sov-
étríkjanna.
Skák
Jón L. Árnason
En skoðum skák risanna tveggja
úr tíundu umferðinni.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
Enskur leikur
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. g3 c5
Eitthvað nýtt í samskiptum þeirra
félaga á skákborðinu. Fyrst fysir
Karpov ekki að tefla gegn
Grunfelds-vöminni og svo hafnar
hann hvassasta framhaldinu, 4. d5,
sem hefði leitt til Benóní-vamar.
Upp kemur einkennilegur enskur
leikur.
4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 Dc7!? 6. b3 Bg7 7.
Bg2 d5!? 8. cxd5 Rxd5 9. (M)
Auðvitað ekki 9. Bxd5?? vegna 9.
- Da5+ og svartur vinnur því að
hvítur kemst ekki hjá því að tapa
manninum aftur og öðrum til.
9. - Dd7 10. Bb2 0-0 11. Dcl Hd8 12.
Hdl Rc6
Eina leiðin til þess að reyna að
leysa vandamálin, sem em talsverð.
En eftir þetta fær Karpov betra
endatafl auk þess sem 13. Rb5!? nú
er áhugaverður möguleiki.
13. Rxc6 Dxc6 14. Dxc6 bxc6 15. Bxg7
Kxg7 16. Hcl
Eitt veikt peð, eins og svartur á
nú á c-línunni, hefur fært Karpov
margan góðan sigurinn. Hann gat
ekki unnið mann með 16. e4, vegna
16. - Bg4 og ef 17. Í3? þá 17. - Re3!
18. Hxd8 Hxd8 19. fxg4 Rc2 og vinn-
ur. En skiptamunsfómin 16. e4 Bg4
17. exd5 Bxdl 18. Rc3 Bg4 19. dxc6
kom til greina og sömuleiðis 16. Rc3
strax.
16. - Bg4 17. Kfl a5!
Það er magnað hvað Kasparov
teflir þessa að því er virðist lífvana
stöðu virkt. Hæpið er 18. Hxc6 vegna
18. - Rb4 (hótar máti á dl) 19. Hcl
Hac8 20. Rc3 Hd2 og svárta staðan
er vel peðsins virði.
18. h3 Be6 19. Rc3 Rxc3 20. Hxc3 Hd2!
21. Hxc6 Had8
Nú hefur heimsmeistarinn skipt
upp á veikleikanum á c-línunni fyrir
hrók á sjöundu línu og tök á stöð-
unni. Þessi uppskipti em honum í
hag. Hann er ekki einn þessara
skákmanna sem em sífellt að telja
peðin.
22. H6cl Hb2 23. Hcbl Hdd2 24. Hxb2
Hxb2 25. Kel BÍ5 26. Kdl g5 27. Bd5 Kf6
Ekki 27. - Bbl?? vegna 28. Kcl og
vinnur mann og 27. - Bxh3? strandar
á laglegum leik, 28. Be4!, sem hótar
29. Bd3 og svo 30. Kcl, svo svartur
yrði að fóma a-peðinu til þess að
losa hrókinn úr prísundinni.
28. Bc4 e6 29. g4 Bg6 30. a4 Ke5 31.
Hcl Kd4!
Á réttu augnabliki til þess að
hindra að hrókur hvíts komist í leik-
inn um c3-reitinn. Nú er framhaldið
32. e3+ Ke5 33. Be2 Kd6 34. Hc3
Be4, með hótuninni 35. - Bd5, hag-
stætt svörtum. Staða hans er nú svo
virk að Karpov tekur þann kostinn
að fóma peði til þess að losa um sig.
32. Bb5 Hxb3 33. Hc4+ Ke5 34. Hc7
Hxh3 35. Ha7 Kd4 36. Kd2
Hræddur. Betra var 36. Hxa5 og
ef 36,- Kc3, þá 37. f3.
36. - Hh2 37. f3 h5 38. Hxa5
Ekki gekk 38. gxh5 Bxh5, sem hót-
ar -Bxf3. En nú kemur vel til greina
að leika h-peðinu framhjá með 38. -
h4!? sem hefði leitt til mjög spenn-
andi stöðu með frelsingjum á báðum
vængjum.
38. - hxg4 39. fxg4 Hg2 40. Bc6 Hxg4
41. Hb5 Kc4 42. Hb7 Hgl 43. Be8!
Tiyggir jafnteflið. Svartur verður
að hafa auga með a-peðinu.
43. - Hal 44. Bxf7 Bxf7 45. Hxf7 Hxa4
46. Hg7 Ha5 47. e3 Ha2+ 48. Kel e5
49. Hxg5 e4 50. Hg8 Kd3 51. Hb8 He2+
52. Kff Hc2 53. Kel
Og þeir sömdu um jafntefli. Eftir
53. - Kxe3 54. Hb3+ Kf4 55. Ha3!
er upp komin fræðileg jafhteflis-
staða. Spennandi skák eins og oft
vill verða er þessir tveir risar etja
kappi saman.
Við látum stystu vinningsskák
mótsins fljóta með. Það er Larsen
sem enn eina ferðina fer flatt í einni
af sínum einkennilegu vængbyrjun-
um.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Viktor Kortsnoj
Vængtafl.
I. c4 RÍ6 2. g,3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Db6!?
5. Bg2 e5! 6. 0-0 e4 7. Rel h5! 8. Rc3
h4 9. d4 hxg3 10. fxg3 Da5 11. Dc2?
Vendipunkturinn í skákinni, að
áliti Kortsnojs. Hvítum bar að leika
II. Dd2 því að nú á kóngsriddarinn
engan reit.
11. - Bb4 12. Bb2 Be6 13. cxd5 Rxd5
14. Rxd5 cxd5 15. a3? Bd2! 16. Ddl
Be3+ 17. Khl
17. - Dc7!
Larsen gafst upp því að hann á
ekki vörn við 18. - Dxg3 og síðan
máti á h2. Larsen notaði klukku-
stund og átján mínútur á skákina
en Kortsnoj 45 mínútur. Hrikaleg
útreið!
-JLÁ