Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 12
62 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987: Sérstæö sakamál Keith og Rowena Cullen á meðan allt lék I lyndi. Gullkeðian Brúðkaupið gekk vel fyrir sig og á eftir fylgdu fjórtán hveitibrauðs- dagar í sólinni á Spáni. Að þeim loknum héldu hjónin aftur heim til Wortley í Leeds á Englandi þar sem þau hófu búskap í tveggja herbergja íbúð. Hvorugt þeirra grunaði þá hvað átti eftir að gerast í henni tveimur árum síðar. Líf Cullenhjónanna einkenndist af heimsóknum í vínstofur, á diskótek og til ættingja nær og fjær. Það kom ekki oft fyrir að þau verðu frístund- um sínum heima. Reyndar höfðu sumir á orði að meiri líkur væru til þess að hitta þau á skemmtistöðum en heima. I rauninni notuðu Cullen- hjónin aðeins íbúðina til þess að sofa í. Rowena og Keith gátu hins vegar leyft sér að lifa ljúfu lífí, meðal ann- ars vegna þess að faðir Keiths veitti honum fjárhagslegan stuðning. Nýtt tækifæri Ungu hjónin höfðu fengið talsvert af húsgögnum og öðru frá ættingjum sínum og eftir á hefur því verið hald- ið fram að ef til vill hafi lífið verið gert þeim of létt. Jill Fraser. Þótt heimsóknir á skemmtistaði væru margar stóð Keith sig vel í vinnunni. Þar kom að að honum var lagt að fara á námskeið í markaðs- fræðum. Samtímis var honum gerð grein fyrir því að slíkt nám gæti síð- ar orðið til þess að laun hans yrðu tvöfölduð og jafnyel þrefölduð. í fyrstu leist honum ekki sérstaklega vel á hugmyndina um að setjast á ný á skólabekk enda leit hann svo á að þar með væri ekki öll sagan sögð því á eftir náminu myndi koma auk- ið vinnuálag. Námskeiðið var líka langt og ef til vill réttara að nefna það skólagöngu því það tæki þrjú ár. Hann yrði þó ekki nema tuttugu og þriggja ára þegar því lyki. Keith ákvað því loks að læra mark- aðsfræði. Hann settist á skólabekk í ágúst 1985 og fór í skólann tvö kvöld í viku. Reyndar hafði kvöldskólinn ekki eins slæm áhrif á einkalífið og hann hafði haldið því þessi tvö kvöld var hann kominn heim klukkan hálf- níu og hafði því enn tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt það sem eftir var kvölds. Hann áttaði sig þó ekki strax á því að önnur kvöld í vikunni, eða að minnsta kosti sum þeirra, yrði hann að sitja heima við lestur. „Reyndu að standa þig“ Heimanámið varð fljótlega útund- an og þar kom að Keith varð mikið á eftir hinum nemendunum. Eftir hálfan annan mánuð sagði kennar- inn honum að annaðhvort yrði hann að reyna að standa sig eða hann yrði að hætta. Nú hætti Keith að fara út á kvöldin og fór að taka námið alvar- lega. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann hafði unnið upp það sem hann hafði misst niður og brátt varð hann einn af bestu nemendunum á námskeiðinu. Rowena átti hins vegar erfitt með SK WsMM' wm Emma Paige.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.