Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Page 15
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
65'
DV kynnir 1. deildarliðin í knattspymu
„Þess er alltaf krafíst að
Valur verði íslandsmeistari“
- segir Valur Valsson Valsari og hann spáir Val íslandsmeistaratitlinum í ár
„Mér líst mjög vel á þetta íslands-
mót. Auðvitað verður maður að vera
bjartsýnn. Við erum með góðan hóp
leiKmanna og það er sama sagan i ár
og ætíð, það er alltaf ætlast til þess
að Valur verði meistari eða sé í allra
fremstu röð í 1. deild í knattspymu sem
annars staðar. Við stefiium alltaf á
íslandsmeistaratitil og svo er auðvitað
einnig nú. Það er gott hugarfar í lið-
inu og mjög mikilvægt að leikmenn
hugsi rétt,“ sagði Valur Valsson, hinn
knái útherji Valsmanna í samtali við
DV nýverið. Valur hefur verið fastur
maður í Valsliðinu í langan tima og
er óneitanlega með skemmtilegustu
leikmönnum þess og sýnir oft mjög
skemmtilega takta þegar hann leikur
á andstæðinginn.
Nú hefur Valsmönnum nær undan-
tekningarlaust verið spáð sigri á
komandi Islandsmóti og flestir ef ekki
allir telja að Valur sé með sterkasta
liðið. Hvað vilt þú segja um það?
„Jú, ég hef heyrt að margir eru þeirr-
ar skoðunar að við verðum íslands-
meistarar. En ég tel mjög mikilvægt
að allir leikmenn Valsliðsins geri sér
grein fyrir því að við verðum að gera
hlutina sjálfir. Spámar vinna ekki
mótið fyrir okkur. Hins vegar get ég
ekki neitað því að ég tel að við séum
Valsmenn mæta með nokkra
Nokkrir sterkir leikmenn hafa
gengið til liðs við Val frá síðasta
keppnistímabili.
Þar má nefna markvörðinn, Guð-
mund Baldursson, sem lék áður
með Fram, Njál Eiðsson, sem lék
með Einherja í fyrra, Hafþór
Sveinjónsson, sem áður lék með
Fram, og Ólaf Jóhannesson sem
lék með FH í fyrra.
Ekki eru margir leikmenn Vals-
liðsins hættir síðan í fyrra en þó
ber að nefna Ársæl Kristjánsson
og Hilmar Harðarson en hann mun
leika með Aftureldingu í sumar.
Þrátt fyrir þessar hræringar innan
Valsliðsins má búast við Vals-
mönnum fimasterkum í sumar og
víst má telja að þeir raunu selja
sig dýrt og ekkert gefa eftir fyrr
en í fulla hnefana.
með góðan mannskap og höfum jafna
möguleika og hin liðin á að hreppa
titilinn."
Ross fyrstur til að þjálfa Val
fjögur ár í röð
- Eruð þið búnir að æfa vel og lengi?
„Nei, ekki lengi en vel. Við byrjuð-
um af miklum krafti þegar Ian Ross
kom til Islands, 7. mars. Ég hef engar
áhyggjur af þvi að við höfum byrjað
of seint að æfa. Ross er frábær þjálf-
ari og hann veit nákvæmlega hvað
hann er að gera. Hann var ráðinn til
Vals fyrir þetta tímabil í fjórða skipti
i röð og ef mig brestur ekki minni þá
er hann fyrsti þjálfari Vals sem er ráð-
inn fjögur ár í röð. Það segir sína
sögu.“
nýja og sterka leikmenn i
Sömu liðin í toppbaráttunni og
undanfarin ár
- Hvaða lið verða í slagnum um ís-
landsmeistaratitilinn i ár?
„Ég held að það verði þessi sömu lið
og venjulega og þau sem venjulega
hafa verið að berjast um titilinn.
Framararnir verða mjög sterkir og það
má aldrei afskrifa Akumesinga. Þá er
ljóst að KR-ingar koma mjög sterkir
til leiks. Þeir hafa fengið góðan mann-
skap og árangurinn hjá liðinu fer
mikið eftir því hvemig þjálfaranum
tekst upp. Þetta verður mjög spenn-
andi og það er nánast ógemingur að
spá fyrir um úrslit. En það er óhætt
að lofa áhorfendum góðu íslands-
móti,“ sagði Valur Valsson. Og hér fer
í lokin spá Vals um endanlega röð lið-
anna í haust:
1. Valur
2. -4. Akranes
2.-4. KR
2.-4. Fram
5. Keflavík
6. Þór
7. FH
8. Víðir
9. KA
10. Völsungur
-SK
|" Nítján meistaratitlar "j
i og fimm markakóngar |
Valsmenn hafa nítján sinnum
orðið Islandsmeistarar f 1, deild og
hefur ekkert félag náð oftar í titil-
inn. Þá má geta þess að Valur er
eina lið 1. deildar í ár sem aldrei
hefur leikið í 2. deild.
Sjö sinnum hefur Valur leikið í
úi-slitaleik bikarkeppni KSl. 1965
vann Valur lið ÍA, 5-3, en árið eft-
ir tapaði Valur f>TÍr KR í úrslitum,
0-1. Valur vann svo ÍA, 3-0, í úr-
slitum 1976, Fram, 2-1, árið 1977,
loks tapaði Valur, 0-1, fyrir ÍA
árið 1978 og 1979 vann Fram Val
í úrslitum, 0-1.
Fimm sinnum hafa Valsmenn
orðið markakóngar í 1. deild; Her-
mann Gunnarsson 1967 og 1973
með 12 og 17 mörk, Ingi Bjöm
Albertsson árið 1976 með 16 mörk,
Matthías Hallgrímsson árið 1980
með 13 mörk og Ingi Bjöm Alberts-
son 1983 en þá skoraði hann 14
mörk.
• Leikmenn Vals sem mættir voru á æfingu í vikunni en nokkra þeirra vantaði vegna utanferða landsliða. lan Ross, þjálfari Vals, er aftast til hægri.
DV-mynd Brynjar Gauti