Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Síða 19
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987.
69
Útivinnandi húsmóðir
Dálítið sérstæð mynd hefur vakið
þónokkra athygli, bæði í Banda-
ríkjunum og Evrópu að undanf-
örnu. Er það myndin Working
Girls. Fjallar hún um stúlku að
nafni Molly sem aflar sér auka-
tekna með því að stunda vændi.
Molly er stúdent og lærður ljós-
myndari sem er að reyna að aíla
sér aukatekna til að kaupa sér lítið
fyrirtæki í ljósmyndavörurekstri.
Eina leiðin, sem hún sér til þess,
er að selja sjálfa sig.
Molly býr með ungri blökkukonu
sem er einnig elskhugi hennar en
er sér þó ekki meðvitandi um auka-
starf Molly sem sér fyrir heimilinu.
Einnig er á heimilinu dóttir þeirrar
síðarnefndu. Molly hjólar síðan á
hverjum morgni á „skrifstofuna"
sem er lítil ibúð í nýtískulegri
blokkarsamstæðu í hjarta Man-
hattan í New Yorkborg. Starfsemin
er rekin af Lucy sem hafði einnig
stundað vændi þangað til hún hafði
þénað svo mikla peninga að hún
komst í þá aðstöðu að láta stúlk-
urnar um vinnuna en hirða hluta
af jjeningunum sjálf.
Asamt Molly vinna tvær aðrar
stúlkur fyrir Lucy. Það eru þær
Dawn og Gina. Yfir daginn taka
þær á móti bæði nýjum og gömlum
viðskiptavinum. Þegar tækifæri
gefst til ræða stúlkurnar um líf sitt
og þau vandamál sem skapast í
samskiptum við annað fólk vegna
starfs þeirra. Öllum er þeim illa við
Lucy sem þeim finnst misnota þær.
Ef til vill kannski
Dag einn kemur Lucy til þeirra
dauðþreytt eftir að hafa verið í
bænum að kaupa rándýran varn-
ing. Henni finnst íbúðin sóðaleg
og grunar að stúlkurnar hafi verið
að reykja hass. Þegar Dawn verður
síðan að fara fyrr en vanalega
vegna kvöldskóla, sem hún er í,
reynir Lucy að beita Molly þrýst-
ingi til að vera lengur og vinna
fram eftir.
Síðar um daginn á Molly í erfið-
leikum með einn viðskiptavininn
sem reynir að niðurlægja hana.
Hún vill fá að hætta strax og fara
heim en Lycy tekur það ekki í mál
fyrr en hún hafi afgreitt einn við-
skiptavin sem er maður að nafni
Elliot sem lengi hafði rennt hýru
auga til Molly. Hún verður við ósk
Lucy hálfnauðug og þegar Elliot
dregur síðar um kvöldið upp nafn-
Flestar stúlkurnar lifa eðlilegu lifi
utan vinnunnar.
því upp afskaplega hversdagslega
mynd af þessu lífi og því er Work-
ing Girls hvorki sjokkerandi né
öfgafengin. Persónurnar eru ekki
gerðar of flóknar og áhorfendur
eiga auðvelt með að fylgjast með
samtölum og samskiptum stúlkn-
spjaldið sitt og býður Molly að
gerast frilla sín, þá kveðst hún í
fyrsta sinn ætla að hugsa málið.
Eftir að hafa fengið sinn hluta af
tekjum dagsins, segir Molly við
Lucy að hún sé hætt að vinna hjá
henni. Hún fer síðan heim en næsta
morgun virtist þessi ákvörðun ekki
liggja eins hreint fyrir og kvöldið
áður.
Viðkvæmt efni
Áður en farið er að ræða nánar
um þessa mynd skulum við líta á
hvernig kvikmyndir hafa fjallað
um álíka efni. Segja má að strax í
upphafi tuttugustu aldar hafi kvik-
myndir fjallað um vændi. I mynd-
Inýjustumynd
sinni dregur Lizzie
Bordenupp mynd
af lífi stúlkunnar
Molly semvinnur
fyrir sér og sínum
með vændi
En lítum nú nánar á Molly. Þetta
er bara ósköp venjuleg stúlka sem
er að drýgja tekjurnar sínar með
tímabundinni aukavinnu sem í
þessu tilviki er að selja líkama
sinn. Líkt og í myndinni Two or
ThreeThingsl Knowabout Har eftir
Jean-Luc Goddard, sem fjallaði um
húsmóður sem drýgði vasapening-
ana með því að stunda vændi, er
Molly ekki heldur hin harðgerða
vændiskona sem lýst er svo oft í
kvikmyndum. Þetta er hennar leið
til að vinna fyrir heimilinu og
leggja eitthvað fyrir, enda setur
leikstjórinn Lizzie Borden vinnu
Molly upp eins og hún sé að fara
á skrifstofuna sína sem 9-5 skrif-
stofustúlka. Leikstjórinn dregur
anna, hvort sem það er yfir sneið
af pizzu eða meðan þær eru að
snyrta sig. Working Girls er þó
fyrst og fremst heiðarleg og fræð-
andi frásögn, án þess þó að vera
of mórölsk, um starfsvettvang
sumra kvenna í okkar nútíma
neysluvædda þjóðfélagi.
Umbreyting
Working Girls er önnur mynd
Lizzie Borden. Aður hafði hún gert
Born in Flames árið 1983 sem var
vísindaskáldsaga og í nokkuð öðr-
um dúr en sú fyrsta. Hún fjallaði
um hvað myndi eða gæti gerst ef
konur hefðu völdin og afneituðu
öllu skipulagi sem nú væri við lýði
og endurskipulegðu síðan allt sam-
kvæmt eigin hugmyndum. Megin-
mundur myndanna er þó sá að sú
fyrri gerðist ekki i raunveruleikan-
um og enginn vissi hvernig kon-
urnar unnu fyrir sér og höfðu í sig
og á. í Working Girls fer það ekki
milli mála. Borden dregur raunar
upp mikið af smáatriðum sem gefur
mvndinni aukinn raunsæisblæ og
eyðir töluverðum tíma til að sýna
hvernig stúlkurnar standa að sínu
starfi eins og þegar skipt er um
lökin. hvar þau eru geymd. hvernig
getnaðarvarnir sérhver þeirra not-
ar. hvernig þær skrá hve lengi þær
eru með hverjum viðskiptavini.
hvernig þær hafa lært að svindla á
bókinni til að þurfa að greiða minni
þóknun til Lucy og svo framvegis.
Einnig dregur Borden fram hve
stuttan tíma sjálf athöfnin tekur
sem stúlkurnar þjóna raunveru-
lega viðskiptavininum þegar búið
er að draga frá þann tíma sem tek-
ur að fá fordrykkinn. sem allir
verða að kaupa og ætlast er til að
menn slappi af yfir. og tímanum
sem fer í að afklæðast. fara í bað
og klæðast aftur. Eftir standa
kannski fimm mínútur og svo
nokkur orðaskipti.
Working Girls hefur aðallega ve-
rið sýnd í kvikmyndahúsum sem
sérhæfa sig í myndum sem eiga
ekki upp á pallborðið hjá öllum.
Hvar hún lendir hér á landi er ekki
gott að vita en í versta falli yrði
myndin eingöngu seld til mynd-
bandadreifingar.
Þótt Working Girls sé ekkert
listaverk þá hefur hún sína góðu
punkta og líklega þann Iielstan hve
raunsæ og heiðarleg hún er.
B.H.
Hér er ein stúlknanna að búa sig undir komu viðskiptavinar.
Hér eru vinkonurnar Molly, Gina og Dawn í pásu.
inni Traffic in Souls, sem George
Tucker gerði 1911 og fjallaði um
hvíta þrælasölu til Suður-Ameríku.
lentu sumar stúlkurnar á vændis-
húsum þar. Þó þessu væru ekki
gerð mikil skil þá voru nokkur at-
riði sýnd sem áttu að vera frá
skemmtanahverfinu Sfax og mátti
þar sjá léttklæddar stúlkur tæla
karlmenn til sín.
Hins vegar var fljótlega tekið fyr-
ir þetta í kvikmyndum frá
Hollywood og var vændi og vænd-
iskonur bannorð í handritum
þaðan. Er líklegt að aukið opinbert
eftirlit og aðhald ásamt siðferðis-
kennd áhorfenda hafi haldið eitt-
hvað aftur af handritahöfundum
og framleiðendum. Hins vegar
reyndist auðvelt fyrir rithöfunda
að fara framhjá þessu þvi margar
myndir frá þessum tíma höfðu að
geyma margar „kaffihúsagengil-
beinur". Það þurfti varla að leggja
einu sinni saman tvo og tvo til að
komast að því að þessar stúlkur
gerðu meira en að bera kaffi og
með því til borðs. Þeir sem hafa séð
eitthvað af þessum eldri myndum
muna ef til vill eftir Sadie Thomp-
son í myndinni Rain, Marlene
Dietrich í Dishonoured og Shang-
hai Express ásamt Clara Bow í
Call Her Savage en í öllum þessum
myndum fóru þessar leikkonur með
hlutverk „kaffihúsagengilbeinu'1.
Frakkarnir kræfir
Frakkar voru hins vegar ekki að
hafa fyrir því að tala undir rós.
Þeir framleiddu hundruð mynda
þar sem vændiskonur komu við
sögu og þar var vændi bara vændi.
Má þar nefna myndirnar Dedée
D’anvers, La Ronde, Le Plaisir,
Boule de Suif og Les Compagnons
de la Nuit.
Aðrar þjóðir létu einnig raun-
veruleikann tala sínu máli. eins og
ítalir í myndinni Mamma Roma,
Japanir í mvndinni Street of
Shame og Þjóðverja gerðu fjölda
mynda sem gerðust í skuggahverf-
um Hamborgar.
Bretar fylgdu fordæmi Banda-
ríkjamanna lengi vel en upp úr
1940 kom hver myndin á fætur ann-
arri þar sem vændi kom við sögu.
Virtist Dora Brvan sérhæfa sig í
þessu hlutverki. Einnig íjölluðu
margar bresku mvndirnar frá þess-
um tíma um spillingu og annað sem
fram fór í Soho. Má þar nefna The
Flesh is Weak, Passport to Shame
og The World Ten Times over.
Hollvwood fylgdi fljótlega á eftir
með hálfum huga og enn hálfvegis
undir rós, með ódýrum og oft illa
gerðum myndum. Segja nöfn nivnd-
anna sína sögu eða Whv Girls leave
home, Call girl og Girl in the Night.
Flóðgáttir opnast
Það var svo upp úr 1960 að allar
flóðgáttir opnuðust. Telja má lík-
legt að gríska gamanmyndin Never
on Sundays hafi þar hjálpað til.
Þekktar leikkonur skömmuðust
sín ekki fyrir að fara með hlutverk
vændiskvenna eins og Shirley
MacLaine í Some Came Running
og svo Irma La Douce, Sophia Lor-
en í myndunum Lady L, Today and
Tomorrow og svo Boccacicco 70 svo
einhver dæmi séu tekin. Frá þess-
um tíma er hægt að telja upp
langan lista sem fjallar um þetta
efni frá ýmsum sjónarhornum.