Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 40
62 • FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Breifing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. Steingrímur mætir kl. 11 Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra gengur fyrstur flokksfor- manna á fund forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur. Stein- grímur á að mæta klukkan 11 í fyrramálið. Formaður Sjálfstæðisflokksins, hins stjómarflokksins, Þorsteinn Pálsson, mætir klukkan 14 á morg- un. Fulltrúar annarra flokka og framboða ganga síðan á fund forset- ans í stafrófsröð flokkanna. Formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, mætir á morgun, klukkan 16. Formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, kemur fyrstur á föstudag, klukkan 10.30. Formaður þingflokks Borgaraflokksins, Albert Guð- mundsson, er skráður klukkan 14. Formaður þingflokks Kvennahsta, Guðrún Agnarsdóttir, á bókaðan tíma klukkan 15. Loks á Stefan Val- geirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, að mæta klukkan 16. -KMU íslendingur sigrar í stærðfræði Geir Agnarsson hreppti fyrsta sæt- ið í norrænu ólympíukeppninni í stærðfræði og deildi því með Svía og Finna. Hlutu þeir allir 14 stig af 20 mögulegum. í fjórða sæti lenti svo Sverrir Öm Þorvaldsson með 13 stig. Norræna olympíukeppnin í stærð- fræði var haldin samtímis í öllum Norðurlöndunum 30. mars síðastlið- inn. Keppendur voru alls 47, þar af 7 íslendingar. -EIR Borgarráð samþykkti Borgarráð samþykkti í gær sam- komulag það sem Dagvistun bama og fóstrur gerðu með sér og Davíð Oddsson borgarstjóri og Haraldur Hannesson, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, gerðu um sama mál. Þar með er sú kjaradeila sem fóstrur hafa staðið í undanfarið búin í bili að minnsta kosti. -S.dór LOKI Á Sverrir nokkurn annan leik en að skipa Björn Dagbjartsson í fræðslumáiin? Skotárás á „Ég hef enga ástæðu til að ætla ur nú að rannsókn árásar er gerð mánudaginn. að þessu hafi verið beint gegn mér, var á skrifstofu lögfræðingsins um Engin skot fúndust á gólfí skrif- í það minnsta vona ég að svo sé síðustu helgi. Svo virðist sem skotið stofúnnar við rannsókn. Hins vegar ekki,“ sagði reykvískur lögfræðing- hafi verið úr loftbyssu á rúður skrif- sáu menn smásteina sem gætu verið ur í samtah við DV. stofunnar og voru tvær brotnar er komnirúrteygjubyssueðaloftriffli. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- lögmaðurinn kom til vinnu sinnar á -EIR Stundum er sagt að vorboðarnir séu þrír, koma farfuglanna, grásleppuveiðin og strákar við veiðar á bryggjunum. Þegar þetta þrennt er til staðar megum við bóka að vorið er komið fyrir alvöru. í gær voru strákarnir byrjaöir að dorga niöri á bryggju, eins og þessi mynd sýnir, farfuglarnir eru löngu komnir og karlarnir eru byrjaðir að selja rauðmaga við Ægisiðuna. DV-mynd S Fræðslurað skoðar umsóknimar Jón G. Hauksson, DV, Akuieyri: Fræðsluráðið í Norðurlandsum- dæmi eystra gefur sér hálfan mánuð til að skoða umsóknimar þijár sem liggja fyrir um fræðslustjóraembætt- ið. Ráðið ætlar að skila af sér skóla, og Guðmundur Ingi Leifeson, umsögnunum 18. maí nk. Fyrir ligg- frasðslustjóri Norðurlands vestra. ur að umsækjendumir eru, auk Fræðsluráöið hefiir til þessa itrek- Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi að stutt Sturlu aftur í embættið og fræðslustjóra, þeir Ólafúr Guð- marghvatt til þess að hann yrði end- mundsson, skólasfjóri Egilsstaða- urráöinn. Veðrið á morgun: Breytileg vindátt Veðrið á morgun verður alís- lenskt, breytileg vindátt og víðast hvar 4-6 vindstig. Rigning verður víða um land og hitinn ó bilinu 3-7 stig. Loðnukvótinn fer niður í 417 þúsund lestir í ár Eins og skýrt var frá í DV fyrir nokkru verður loðnukvóti íslendinga í ár minnkaður verulega og nú liggur endanleg tala fyrir sem er 417 þúsund lestir í ár. Kvótinn í fyrra var 652 þúsund lestir. Hér er átt við kvóta frá því loðnuveiðamar hefjast í sumar og til áramóta. I janúar ó næsta ári er máhð svo endurskoðað og kvóti næstu vetrarvertíðar þá ákveðinn. Heildarkvótinn sem Norðmenn og Islendingar fá er 500 þúsund lestir en var í fyrra 800 þúsund lestir. íslending- ar fá í sinn hlut 15 % en íslendingar 85 %. Það lá fyrir eftir loðnurannsókn- arleiðangur í vetur að skera þyrfti niður loðnuveiðamar en það er svo ekki fyrr en nú að endanlegar tillögur fiskifræðinga hggja fyrir. -S.dór Sigliffjórður: Húseiningar hf. gjaldþrota Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri: Fyrirtækið Húseiningar hf. á Siglu- firði, sem þekkt hefur verið fyrir svokölluð Siglufjarðarhús, hefúr verið lýst gjaldþrota. Aðdragandinn að gjaldþrotinu mun vera langvarandi rekstrarerfiðleikar vegna samdráttar í byggingariðnaði. Tap fyrirtækisins mun hafa verið mikið á undanfömum árum. Fyrirtækið mun ekkert skulda á Siglufirði en stærstu kröfuhafar rík- issjóður og ýmsir lánasjóðir. Fasttauna- samningur hjá verslunar- mönnum Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband verslunarmanna hafa gert fastlaunasamning við Vinnuveitendasambandið. Felur hann í sér að byijunarlaun þeirra sem orðn- ir em 16 ára verða 27 þúsund krónur á mánuði, þeir sem orðnir em 17 ára fá 28.500 krónur og launin fara í 30 þúsund krónur hjá þeim sem orðnir em 18 ára. Laun þeirra sem kallast sérhæft verslunaifólk verða á bilinu 34.500 til 36 þúsund krónur á mánuði. Laun deildarstjóra verða 15 % hærri en al- menns verslunarfólks. Samningur þessi nær ekki til Vinnumálasam- bands samvinnufélaga en samningar við það munu vera á næsta leiti. -S.dór Útgerðarféiag Skagfirðinga: Tapaði 35 milljónum Jón G. Hanksscao, DV, Akureyri: Útgerðarfélag Skagfirðinga tapaði 35 milljómun króna á síðasta ári. Tveir togarar félagsins voru í viðgerð í tæpt hálft ár hvor. „Skipin vom í viðgerð frá mai til september á síðasta ári, en það er aðal- annatíminn,“ sagði Bjarki Tryggva- son, framkvæmdastjóri útgerðarfé- lagsins, í morgun. Félagið á þijú skip, Hegranesið, sem var í gangi allt sl. ár, en Drangey og Skafti em skipin sem voru send til viðgerðar til Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.