Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Spá Þjóðhagsstofnunar
Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni stjórnmálaflokk-
anna sent frá sér nýja spá um framvindu efnhagsmála
í ár. Breytingar hafa orðið frá fyrri spá. í fyrsta lagi
hafa tekjur hækkað meira en gert var ráð fyrir í fyrri
áætlunum. I öðru lagi stefnir nú í meiri halla á ríkis-
sjóði en gert var ráð fyrir áður. Helztu breytingarnar
koma síðan fram í vaxandi viðskiptahalla gagnvart út-
löndum og meiri verðbólgu en áður var spáð.
Líklegt er, að jafnvel í þessari spá stofnunarinnar séu
verðbólga og ríkishalli vanmetin. Þjóðhagsstofnun hef-
ur haft tilhneigingar til að spá minni verðbólgu en orðið
hefur. Gæta ber þess, að verðbólguhraðinn er nú um
tuttugu prósent miðað við heilt ár. Þá vantar nokkuð
upp á, að allt sé tilgreint, sem ýtir undir ríkishallann.
En hið fyrsta, sem menn koma auga á við spána nú, er,
að staðan er viðkvæmari en áður, þótt margt standi vel.
í febrúarspá stofnunarinnar var gert ráð fyrir 22-23
prósent hækkun atvinnutekna á mann milli áranna.
Spáin byggðist á desembersamningunum, þannig að
gert var ráð fyrir, að samningsbundnar launabreytingar
á þessu ári yrðu í meginatriðum þær sömu og þar. í ljósi
þeirra kjarasamninga, sem síðan hafa verið gerðir við
opinbera starfsmenn og fleiri, hefur stofnunin nú hækk-
að þessa spá í 25 prósent hækkun á mann milli áranna
1986 og 1987.
Horfurnar í kjaramálum hafa áhrif á verðbólguna. 1
þjóðhagsspá í febrúar var reiknað með 11,5 prósent
verðbólgu frá upphafi til loka árs. Nú segir Þjóðhags-
stofnun, að verðbólgan geti orðið 13-15 prósent á árinu.
Kaupmáttur tekna gæti orðið meiri í ár en fyrri áætlan-
ir gáfu til kynna, til dæmis 8,5-10 prósent. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna eftir skatta gæti aukizt í svipuðum
mæli, þar sem stofnunin gerir ekki ráð fyrir breytingum
á beinum sköttum í dæmum sínum.
Fyrir nokkrum dögum benti dr. Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri á hættuna á hækkun vaxta. Til að
koma út ríkisskuldabréfum þarf ríkið að keyra upp
vexti, sem hefur áhrif á allan markaðinn. Síðan hafa
sumir hagfræðingar mælt með aukningu á erlendum
lántökum til að halda vöxtum innanlands eitthvað
niðri. Við því verður sérstaklega að vara. Skárra er,
að við stöndum sjálf undir þessum kostnaði og veltum
honum ekki á komandi kynslóðir. Því verðum við að
taka á okkur vaxtahækkanir og jafnvel, en síður, skatta
til að standa undir þessum kostnaði.
Þjóðhagsstofnun bendir á fleira slæmt í þróuninni.
Okkur tókst í fyrra að halda jöfnuði í viðskiptum við
útlönd. Nú segir stofnunin, að viðskiptahallinn gæti
orðið tveir milljarðar króna á þessu ári eða rúmlega
eitt prósent af landsframleiðslu. Hallinn gæti jafnvel
orðið meiri. Þetta er slæm staða, að okkur skuli ekki
takast að varðveita árangur síðasta árs betur en þetta.
Viðskiptahalli, verðbólga og ríkishalli verða meðal
helztu verkefna næstu ríkisstjórnar.
Þjóðhagsstofnun gerir nú ráð fyrir, að halli á ríkis-
rekstri verði meiri en áður var spáð. Hallinn gæti orðið
3,2-3,4 milljarðar króna. Á fjárlögum var gert ráð fyrir
2,8 milljarða halla. Þegar allt er reiknað, verður ríkis-
hallinn mun meiri en þetta.
Þjóðhagsstofnun gerir áfram ráð fyrir miklum hag-
vexti. Góðærið heldur áfram, en kann næsta ríkisstjórn
með það að fara?
Haukur Helgason.
Lyfjaávísanir lækna
í heild ávísa íslenskir læknar
minna magni lyfja en gert er í ná-
grannalöndum og flestum Evrópu-
löndum (sbr. meðfylgjandi súlurit
neðst á síðunni). Ekki eru tekin
með vítamín og steinefni í upptaln-
ingunni. Islenskir læknar ávísa
mest sýklalyfjum en eru i miðjum
hópi eða neðstir varðandi hjarta-
lyf, háþrýstingslyf, róandi lyf,
geðlyf, lungnalyf og hóstalyf. Varð-
andi lyf gegn magasjúkdómum eru
þeir í næstefsta sæti. Annað mál
er að heildsöluverð lyfja hér á landi
er hærra en gerist í nágrannalönd-
unum. Nú eru uppi aðgerðir til
þess að draga úr kostnaði og miðað
er að því með ýmsum ráðum að
lyíjaneysla sé ekki umfram þarfir.
Róandi lyf og geðlyf
í DV hafa komið fram fullyrðing-
ar um að heildarlyfjaneysla í
þessum flokki hafi aukist um fjórð-
ung á síðustu árum. Þetta er ekki
rétt. Mikið dró úr sölu þessara
lyfja,' svo og sterkra eftirritunar-
skyldra lyfja, á árunum eftir 1976
vegna aðgerða heilbrigðisyfirvalda
í samvinnu við lækna (sjá meðf.
myndir). Nú virðist hafa orðið um
15% aukning á neyslu róandi lyfja
en áframhaldandi minnkun á
sterkum lyfjum. Ekki er auðvelt
að skýra þessa aukningu en benda
má á að eldra fólki hefur fjölgað,
en lyfjaneysla er einna mest í þeim
hópi, og að streita hefur aukist
mikið meðal fólks, t.d. í Reykjavík
(sbr. meðfylgjandi mynd).
KVARTANIR UM VINNUSTREITU
(30-39 ARA)
30t
Vaxandi streita í vestrænum
heimi hefur orðið til þess að neysla
róandi lyfja og geðlyfja hefur auk-
ist verulega. Fólk, er þjáist af
streitusjúkdómum, leitar til lækna
eftir hjálp og þeim ber að sinna
þessu fólki. Vissulega eru oft tiltæk
önnur ráð gegn streitueinkennum
en lyf. Óskandi væri að meira væri
rætt um aðgerðir til þess að draga
úr streitu í þjóðfélaginu og mætti
m.a. heyrast meira frá fjölmiðlum
í þessu efni. Rétt er að hafa í huga
að ekki er öll neysla framan-
greindra lyfja af hinu illa eins og
sumir virðast álíta. T.d. er talið að
fyrir tilstilli þessara lyfja hafi stór-
lega dregið úr vistun sjúklinga á
geðsjúkrahúsum (upplýsingar frá
Bandaríkjunum).
Eftirlit með lyfjaávísunum
Landlæknisembættið hefur eftir-
lit með lyfjaávísunum lækna. I
samvinnu við Sjúkrasamlag
Reykjavíkur hefur verið unnið að
því að efla eftirlit með lyfjaávísun-
um, m.a. með því að koma upp
tölvuskráningu á lyfseðlum.
Fljótlega má vænta árangurs af
því starfi. Að gefnu tilefni skal tek-
ið fram að í upphafi var gerð
forrannsókn á ávísunum á sýklalyf
í fjórum apótekum á tímabilinu
sept.-nóv. 1985. Athugunin náði
einungis til 13% allra sýklalyfjaá-
vísana á tímabilinu, þ.e. 2308
lyfseðla. I ljós kom að 8-10 læknar
ávísuðu nær helmingi allra sýkla-
lyfja og er það ekkert óeðlilegt með
hliðsjón af fjölda heimilislækna í
hópnum.
Af þessari rannsókn er því vita-
skuld ekkert hægt að fullyrða um
heildardreifingu ávísana í Reykja-
vík, eins og gert hefur verið. Komið
hefur fram í fjölmiðlum að einn
læknir í sýslu úti á landi ávísi jafn-
miklu og 40 aðrir læknar í sýslunni.
Hér var tekið mið af öllum lyfjaá-
vísunum sem komu til greiðslu hjá
Sjúkrasamlaginu, þ.m. frá fjölda
sérfræðinga er höfðu stundað
KjaUaiiim
Ólafur Ólafsson
landlæknir
hópi lækna eru „trúmenn" og „efa-
semdamenn“ eins og í öðrum
þjóðfélagshópum.
Vantraust eða traust
Andi tortryggni virðist hvíla yfir
sumum fjölmiðlum og stofnunum
þessa þjóðfélags. Menn, er ráða þar
ríkjum, virðast sjá svik og undan-
brögð í hverju horni og sjá flest
vandamál í því ljósi. Þessi viðbrögð
eiga ekkert skylt við eðlilega gagn-
rýni.
Af því tilefni birti ég hér nokkrar
niðurstöður úr könnun er land-
læknisembættið fékk Félagsvís-
indastofnun Háskóla íslands til að
framkvæma nýlega. Könnunin
náði til 1500 manns á aldrinum
„Fjöldi ávísaðra lyfseðla og magn fer að
mestu leyti eftir samskiptatíðni sjúklings
og lækna og þess vegna eru þetta ekki
óvæntar niðurstöður.“
sjúklinga úr sýslunni. Þetta er ekki
réttmæt viðmiðun. Við samanburð
á lyyaávísanafjölda þriggja heimil-
islækna, er starfa við svipuð skil-
yrði þar í sýslu, kom í ljós að einn
þessara lækna tekur á móti svipuð-
um fjölda sjúklinga og hinir tveir
(annar í hálfu starfi) og ávísar svip-
uðum fjölda ávísana og hinir báðir.
Fjöldi ávísaðra lyfseðla og magn
fer að mestu leyti eftir samskipta-
tíðni sjúklings og lækna og þess
vegna eru þetta ekki óvæntar nið-
urstöður.
Mismunandi lyfjaávísana-
venjur lækna
Vissulega ávísa læknar mismun-
andi magni lylja. Orsakir þessa eru
margþættar, m.a. mismunandi sér-
greinar lækna, aldursdreifing,
sjúkdómsmynd sjúklingahópsins er
þeir stunda og fjöldi sjúklinga er
þeir stunda.
I ljós hefur komið að eldra fólk -
en í heild neytir það mun meira
magns lyfja en yngra fólk - leitar
frekar til eldri lækna en þeirra
yngri.
Breytt fyrirkomulag þjónustu
getur einnig haft áhrif á lyfjaávís-
anir. Tilkoma göngudeildar við
húðsjúkdómadeild Landspítalans
hafði þau áhrif að ávísað magn
lyfla jókst verulega en mun færri
þurftu á sjúkrahúsavist að halda.
Með tilkomu nýrra magalyfja
fækkaði mjög innlögnum á sjúkra-
hús vegna magasárs (erlendar
rannsóknir).
Meðal lækna eru einstaka menn
sem gefa of mikið af lyfjum og fara
líklega um of eftir auglýsingum
lyfjafyrirtækja. Á þessum vanda er
tekið málefnalega en ekki í fyrsta
lagi með ásökunum um fjársvik,
enda sjá læknar ekki lengur um
sölu á lyfjum og hafa því ekki fjár-
hagslegan ábata af sölu lyfja.
Síðan má benda á þá staðreynd
að læknar trúa mismikið á lyf. I
18-75 ára í landinu. Þátttaka var
74,3% (nettóþátttaka 79%). (Sjá
meðfylgjandi myndir.)
HAFA STARFSMENN
HEILBRIGDISÞJONUSTUNNAR BROTID
TRÚNAD GAGNVART ÞER?
TREYSTIR ÞÚ ÞVI AD STARFSUENN
HEILBRIGDISÞJONUSTUNNAR ÞEGI UM
TRÚNADARMAL7
Svo virðist sem allflestir hafi góða
reynslu af starfsmönnum heil-
brigðisþjónustu hvað varðar
trúnað. Annað mál er að mynd II
endurspeglar liklega hvað menn
hafa heyrt og alið hefur verið á af
ýmsum.
Ekki virðast sjúklingar van-
treysta heilbrigðisstarfsfólki er á
reynir.
Ólafur Ólafsson
LYFJASALA Á NORDURLÖNDUM
- HELSTU LYF -
DAG-
SKAMMTAR
IBÚA
E3 R0ANDI LYF
OG GEÐLYF
[E HAÞRÝSTINGS-
OG HJARTALYF
0 VERKJALYF
H LUNGNA— OG
HÖSTALYF
H SÝKLA— OG
SÚLFALYF
■ MAGA— OG
ÞARMALYF
□ SYKURSÝKIS—
LYF
• flNNUND: LYF A 5J0KAH0SUU EKKI UEDTAUN
(VANTAH 13—2051)