Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. 19 Urslitin Heil umferð fór íram í fyrstu deild um helgina og var mikið skorað, 17 mörk alls eða 3,4 að meðaltali í leik. úrslit urðu annars þessi: ÍA - Fram.... KR - FH..... Víðir - KA... Þór Völsungur Valur - I'BK. Staðan 1. KR 2 2 0 0 4-0 6 2. Valur 2 110 8-24 3. Þór 2 10 13-23 4. Fram 2 10 14-43 5. KA 2 10 11-13 6. Völsungur 2 10 13-43 7. ÍA 2 10 12-33 8. ÍBK 2 10 15-93 9. Víðir 2 0 1 1 1-2 1 10. FH 2 0 0 2 0-4 0 .......1-3 ......3-0 .....0-1 .....0-1 .....7-1 Vormót Kopavogs: Pétur var yfirburða- maður mótsins Á vormóti Kópavogs i frjálsum íþróttum var Pétur Guðmunds- son, UBK, yfirburðamaður mótsins. „Mér tókst sæmilega upp í kúluvarpinu en er þó meidd- ur. í vor kastaði ég 1864 m. Ég geri mér vonir um að kasta yfir 19 m í sumar og tryggja mér þar með rétt til þátttöku á heims- meistaramótinu í Róm í haust,“ sagði Pétur eftir kúluvarps- keppnina. Vormótið fór fram í blíðskapar- veðri og náðist sæmilegur árangur í nokkrum greinum. Bjarni Jónsson, UMSS, vakti athygli með sigri sínum í 200 m hlaupi á 23,1 sek. í mótvindi á undan Guðna Sigurjónssyni, UBK, sem hljóp á 23,5 sek. Guðni hljóp 22. maí í Dúlmen í Vestur- Þýskalandi á 22,7 sek. sem er besti tími íslendings í ár. Guðrún Amardóttir, UBK, hljóp 200 m á 26,0 sek. Kristján Erlendsson, UBK, 17 ára, stökk 1,90 m í há- stökki. Ólafur Guðmundsson, HSK, Selfossi, stökk 6,68 m í langstökki og Jón Magnússon, HSK, 6,63 m. Róbert Róbertsson, HSK, sigr- aði í 1.000 m hlaupi á 2:54,6 mín. og varð þriðji I 200 m á 24,0 sek. Fríða Þórðardóttir, UMSK, sigr- aði í 800 m á 2:28,4 min. önnur varð Þuríður Ingvarsdóttir, HSK, á 2:30,0 mín. og þriðja Guðrún Erla Gísladóttir, HSK, á 2:30,6 mín. 1 kúluvarpi kvenna sigraði Guðbjörg Gylfadóttir, USAH, Skagaströnd, 13,94 m, USAH- met. Önnur varð Soffia Rósa Gestsdóttir, HSK, 13,72 m. Bryndís Hólm, ÍR, sigraði í lang- stökki með 5,58 m, Björg Össurar- dóttir, FH, í hástökki, 1,55 m, önnur varð Sigríður Guðjóns- dóttir, HSK, 1,55 m. Ól. Unnst. ! Stoltur faðir ■ Já, hann mátti svo sannarlega vera stoltur yfir afrekum sonarins hann I I Eiður Guðjohnsen þegar hann tók á móti knattspyrnumanni Belgíu í Keflavík í gær. Arnór Guðjohrisen kom ■ Iþá til landsins en hann leikur með íslenska landsliðinu gegn A-Þýskalandi í undankeppni Evrópukeppninar á | Laueardalsvellinum á miðvikudaeskvöldið. DV-mynd Brynjar Gauti - Gummi Toifa kom inn á Gummi Torfa kom inn á í viður- eign Beveren og AA Ghent nú um helgina. Kom hann til leiks á 84. mínútu og náði vitanlega ekki að sýna sitt rétta andlit á svo skömm- um tíma. Eins og fram hefúr komið í blað- inu hugðust forkólfar Beveren láta Gumma frá félaginu þegar þetta leikmisseri væri úti. Nú er hins vegar ómögulegt að segja hvert stefriir þótt líklegt sé að fyrri ákvörðun haldi velli. Guðmundur er þó fimasterkur leikmaður eins og berlega kom í ljós í ólympíulandsleik íslands og Hollands nú nýverið. Það lið sem ekki getur nýtt sér krafla hans má vera'sterkt og það meira en í meðallagi. -JÖG Golfskáli rís á 50 dögum Gyffi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Vígsla nýja golfskálans á Akur- eyri fer fram um helgina. Verður mikið teiti í húsinu - opið hús fyr- ir félaga golfklúbbsins. Þess má geta að framkvæmdahraðinn á skálanum hefur verið með mesta móti. Húsið hefur risið á 50 dögum. Geri aðrir betur. -JÖG Pétur inn fyrir Pétur - og Lárus Guðmundsson með að nýju í landsliðinu íslendingar mæta A-Þjóðverjum í landsleik nú á miðvikudagskvöld. Hefst glíman, sem fer fram á Laugar- dalsvellinum, stundvislega klukkan 20. Mikils er að vænta af íslenska liðinu sem verður með alsterkasta sniði í þessum leik. Ásgeir Sigurvinsson, sem ekki fékk leikið austan járntjalds, er nú reiðubú- inn í slaginn, svo að dæmi sé tekið. Eins og greypt er í minni margra gerði Geiri þeim a-þýsku marga skráveifuna á Laugardalsvellinum hér um árið - skoraði meðal annars með þrumufleyg eftir langt útspark Sigga Dags. Þá verða aðrir atvinnumenn með, ef Guðmundur Þorbjörnsson og Siggi Grétars eru undanskildir. Ánægjulegt er að líta nafri Lárusar Guðmundsson- ar í landsliðinu á nýjan leik en hann fyllir skarð Sigurðar. Þá kemur Pétur Amþórsson inn eft- ir nokkurt hlé í stað Péturs Ormslev sem ekki á heimangengt. A-Þjóðverjar em ekki skussar í knattspymu, eins og við mörlandar fengum raunar að sjá í leik þeirra við íslenska liðið í vetur. Eldingin, Andre- as Thom, var þá þeirra skæðasti maður og mætir hann einmitt galvaskur til leiks hér á Laugardalsvelli - raf- magnaðri en nokkm sinni. Vitanlega slær honum þó ekki jafnoft niður nú og í Karl Marx Stadt. Þá má geta þess að í a-þýska liðinu em fimm leikmenn úr Lokomotive Leipzig, liðinu sem glímdi um Evrópu- bikarinn fyrir skemmstu við Ajax - með helst til rýrum árangri. Sigfried Held, þjálfari íslenska liðs- ins, hefur valið þennan hóp fyrir leikinn: Bjami Sigurðsson 17............Brarrn Friðrik Friðriksson 8............Fram ÁgústMár Jónsson 13.............. KR Amór Guðjohnsen 24........Anderlecht Ásgeir Sigurvinsson 38.....Stuttgart Atli Eðvaldsson 43......B. Uerdingen Guðni Bergsson 13..............Valur GunnarGíslason 28...............Moss Lárus Guðmundss. 14.....B. Uerdingen ÓmarTorfason 25................Luzem Pétur Amþórsson 6...............Fram Pétur Pétursson 33................KR Ragnar Margeirsson 24.....Waterschei Sigurður Jónsson 11........Shef. Wed. SævarJónsson 35................Valur Viðar Þorkelsson 8.............Fram Forsala aðgöngumiða verður í Austur- stræti mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 12 til 18 og á Laugardalsvelli - á leikdag frá klukkan 12. JÖG Chariton hétt sæti í 1. deild - Miklar breytingar hjá Nottm. Forest Peter Shirtliff skoraði tvívegis fyrir Charlton gegn Leeds á föstu- dag í framlengingu og tryggði Lundúnaliðinu þar með áfram- haldandi sæti í 1. deild. Þetta var þriðji leikur liðanna og ekkert mark skorað á venjulegum leik- tíma. Þegar 10 mín. voru af framlengingu náði John Sheridan forustu fyrir Leeds. En Shirtliff, fyrirliði Charlton, sem keyptur var frá Sheff. Wed., var ekki á að gefa eftir sætið og skoraði tvívegis. Leikmenn Leeds tóku tapið nærri sér og mátti sjá tár víða. Leeds, þetta fræga liða, leikur því áfram í 2. deild. • Swindon tryggði sér sæti í 2. deild á föstudag - sigraði Gilling- ham, 2-0, f þriðja leik liðanna. Steve White skoraði bæði raörkin og Swindon, undir stjórn IjOu Macari, hefur unnið sig upp úr 4. deild á skömmum tíma. • Sunderland, sem féll í 3. deild eftir aukakeppnina, í fyrsta skipti í 108 ára sögu félagsins, réð nýjan framkvæmdastjóra á laugardag. Það er Denis Smith sem hefur stjómað hjá York síðustu fimm árin. • Sheff. Wed. keypti sterkan vamarmann fyrir helgi, Chris Fa- irclopgh, frá Nottingham Forest. Kaupverð var ekki gefið upp. Fa- irclough, blökkumaður, hefur verið fastamaður í liði Forest und- anfarin ár og kom salan vemlega á óvart. Þá hætta tveir aðrir þekkt- ir leikmenn hjá Forest, Gaiy Birtles og Ian Bowyer, fyrirliði síð- ustu árin. Brian Clough, stjóri Forest, gaf þeim frjálsa sölu þann- ig að þeir geta farið til annarra liða án þess að þau þurfi að borga Forest fyrir þá. -hsím • Gary Birtles - fékk “frjálsa sölu“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.