Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. 27 DV Nýliðarnir lögðu Víði - Tryggvi Gunnarsson með sitt fýrsta 1. deildar mark Garðsvöllur, 1. deild Víðir-KA 0:1 (0:0) Nýliðamir í 1. deildinni, KA, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Víði syðra á föstudagskvöldið með einu marki gegn engu og kom það nokkuð á óvart þar sem Víðir hafði áður gert jafntefli við Val og þótti því sigurstranglegri. Víð- ismenn voru sýnilega nokkuð í skýjunum eftir þann leik og reiknuðu áreiðanlega með því að hala inn þrjú stig gegn norðanmönnum en sú von brást með öllu þegar Tryggvi, skorar- inn mikli, sendi knöttinn í Víðismark- ið á 75. mín. eftir homspymu. Var þetta mjög knálega að verki verið því Tryggvi var aðþrengdur af vamar- mönnum en lét það ekki á sig fá - „sneiddi" knöttinn faglega með kollin- um yfir Gísla Heiðarsson, markvörð Víðis. „Sá vinnur sem skorar mark,“ varð einum áhorfenda að orði í byijun seinni hálfleiks og hann reyndist sann- spár. Leikurinn var þófkenndur, vamarlínumar þéttar þótt Víðismenn lékju reyndar öllu framar en gegn Val. KA-ingar vom þó öllu líflegri. Stundum brá fyrir stuttu spili hjá þeim en yfirleitt var knattspyman þetta kvöldið heldur stórkarlaleg, háar spymur og mikið um návígi, þó án hörku. Leikurinn var því ekki mikið fyrir taugamar og augað þar til KA hafði skorað. Þá tóku menn við sér og mikið fjör færðist í leikinn. Knött- urinn komst allajafna inn í vítateig og stundum máttu markverðimir taka á öllu sínu til að afstýra marki. Eftir þessum leik að dæma geta KA-ingar alveg eins tekið þátt í baráttunni um efstu sætin en Víðis- menn mega gæta sín á botninum. Sóknarleikurinn er bitlaus, þar þarf að finna lausn á - liðið verður að skora mörk, öðmvísi vinnast leikir ekki. Jón Sveinsson var einna sprækastur KA-inga ásamt Tryggva Gunnarssyni. Og ekki er annað að sjá en að nýju mennimir falli mjög vel inn í KA-liðið sem orkaði mjög heilsteypt í leiknum. í Víðisliðinu mæddi mest á Daniel Einarssyni sem var að vanda eins og klettur í vöminni og sá hluti liðsins var nokkuð góður. Dómari var Þorvarður Björnsson og dæmdi vel. Áhorfendur vom 550. -EMM íþróttir • Nafn Bylgjunnar mun prýða bringuna á 1. deildar liði ÍBK i sumar. Um það var formlega samið á Glóðinni á föstudaginn. Viðstaddir voru þeir Jón Ólafsson og Einar Sigurðsson frá Bylgjunni sem kynnti samninginn en orð fyrir Keflvikingum hafði Kristján Ingi Helgason sem var mjög ánægður með samninginn. Knattspyrnuráðiö fær auk búninganna einhverja fjárupphæö. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, sagði það ætlunina að lýsa leikjum ÍBK, fylgjast með liðinu í sumar. Á myndinni eru f.v. Jón Ólafsson, Einar Sigurðsson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Bjarnason, Freyr Sverrisson og Kristján Ingi Helgason. Þeir sögðu að enda þótt Bylgjan væri á búningn- um þá þýddi það ekki að leikur liðsins myndi ganga í bylgjum heldur væri stefnt á fyrsta sætið, sigra jafnt og þétt. -emm EFÞÚ VILTVERA VISS... Þú hefur tvær megin ástæður til þess að koma við í Lands- bankanum áður en þú ferð til útlanda. Sú fyrri er Gjaldeyrisþjónusta Landsbankans Á yfir 40 stöðum á landinu afgreiðum við gjaldmiðla allra helstu viðskiptalanda okkar í seðlum, ferðatékkum og ávís- unum. Auk algengustu teg- unda, s.s. dollara, punda og marka, selur Landsbankinn t.d. hollenskarflórínur, portú- galska escudos, ítalskar lírur og svissneska franka í ferða- tékkum. Með því að kaupa gjaldeyri þess lands sem ferðast á til, sparast óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Síðari ástæðan fyrirheimsókn íLandsbankann er Ferðatrygging Sjóvá: Mörg óhöpp geta hent á ferðalögum, ferðairygging Sjóvá ersvarið. Hún innifelur: - Ferðaslysatryggingu, - Ferðasjúkratryggingu, - Ferðarofstryggingu, - Farangurstryggingu, - SOS-neyðarþjónustu. Ferðatrygging Sjóvá er því SJÓVÁ TRYGGT ER VEL TRYGGT einföld og örugg. Gjaldeyrir úr Landsbankanum - ferðatrygging frá Sjóvá, - eftir það getur þú verið viss. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.