Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. 21 Iþróttir Sætir sigrar á Suðurlandsmóti Suðurlandsmótið hið f]órða var haldið á Selfossi um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Það eru hestamanna- félögin Geysir, Sleipnir og Smári sem standa að mótinu og skiptast félögin á um mótsstaði. Þátttaka var góð að þessu sinni og komu knapar frá níu hestamannafélögum á Suður- og Suð- vesturlandi. Sá keppandi, sem kom lengst að, var Vignir Siggeirsson sem kom um 200 kílómetra leið úr Vestur- Skaftafellssýslu. Yngsti keppandinn var Guðmar Þór Pétursson úr Mos- fellssveit, aðeins sjö ára. Og þó að fætumir næðu rétt niður fyrir hnakk- lafið þá náði hann fjórða sæti í tölt- keppni bama. Suðurlandsmótið var geysilega sterkt, bæði hvað varðar hesta og knapa. Evrópumótshestaúrtaka, hvítasunnukappreiðar og íslandsmót em framundan og knapar fegnir að fá tækifæri til að æfa sig og kanna hæfn- ina. Knapar vom flestir snyrtilega klæddir og sumir í félagsbúningum sínum. Það ætti að skylda knapa á íslandsmóti til að vera í félagsbúning- um sínum, það setti óneitanlega mikinn svip á íslandsmótin. Því miður vom dómaramálin ekki sem skyldi. Mestallan tímann dæmdu einungis þrír dómarar en fimm stund- um. Ekki mega fjórir dómarar dæma þó þeir séu til staðar. Síðari hluta mótsins, allan sunnudaginn í úrslitum, dæmdu þrír dómarar því einn yfirgaf svæðið. í úrslitum í bama- og ungl- ingaflokki vom dómarar mjög ósammála og kom það fyrir of oft að knapi fékk bæði tölumar einn og fimm fyrir sömu atriði, en sínar hjá hvorum dómaranum. Y firleitt var það þó vegna þess að dómarar sáu ekki að hestar knapanna stukku á vitlausu stökki. Þess má einnig geta að þrátt fyrir að það sé í lögum um íþróttadóma að allir knapar skuli hafa hjáhn í keppn- um var enginn keppenda í flokki unglinga 18-15 ára í fjórum gangteg- undum með hjálm en allir knapamir í bamaflokki í keppni í sama atriði. Fjórir knapar mættu með stóðhesta og var Þórður Þorgeirsson með tvo, þá Sóma og Flugar, en Þorvaldur Ágústsson með Djákna og Guðmund- ur Birkir Þorkelsson með Blakk 999. En helstu úrslit urðu þessi: Barnaflokkur Sigurður Vignir Matthíasson (Fáki) sigraði í keppni í fjórum gangtegund- um á Greiða, Jón Þorberg Steindórs- son (Fáki) var annar á Sörla og Róbert Petersen (Fáki) þriðji á Þorra. Róbert Petersen sigraði í töltkeppni bama á Þorra en hann vann einnig íslenska tvíkeppni og varð stigahæstur knapa í þeim flokki. Gísli Geir Gylfason (Fáki) var annar í töltkeppninni á Eiríkur Jónsson skrifar um hestamennsku • Efstu keppendur i fimm gangtegundum. Frá hægri: Erling Sigurðsson og Þrymur, Haraldur Sigvaldason og Loki, Trausti Þór Guðmundsson og Haukur, Birgir Hólm og Freyja og Valdimar Kristinsson og Hnota. DV-mynd EJ Harðarfélagar fjöl- menna á íþróttamót Hestamenn í hestamannafélaginu Herði héldu íþróttamót í síðustu viku og dreifðu hinum ýmsu keppnisatrið- um á nokkra daga. Þátttaka í mótinu var mjög góð því tæplega sextíu knap- ar vom skráðir til leiks. Starf íþrótta- deildarinnar hefur verið mjög öfiugt undanfarið. Mosfellssveitarmenn fara ekki alltaf troðnar slóðir á mótum sín- um og var til dæmis keppt í hlýðni- keppni A og víðavangshlaupi á móti þessu. Auk ýmissa ungra knapa hafa gömlu biýnin Trausti Þór Guðmunds- son og Erling Sigurðsson gengið í félagið og sótt mjög í toppsætin. Helstu 'úrslit urðu þau að Theódóra Mathie- sen vann bæði keppni í tölti og fjórum gangtegundum í bamaflokki á Baldri. Hún varð einnig sigurvegari í ís- lenskri tvíkeppni og stigahæst. Hákon Flugari en Jón Þorberg Steindórsson þriðji á Sörla. Unglingakeppnin Ragna Gunnarsdóttir (Sleipni) stóð sig mjög vel í unglingakeppninni, vann keppni í fjórum gangtegundum og tölti á Flaumi, en einnig varð hún stigahæst og sigurvegari í íslenskri tvíkeppni. Hún varð í öðm sæti i fimm gangtegundum á Skálmari en sigur- vegari þar varð Sigurður Matthíasson á Dagfara en hann keppti í bama- flokki í öðrum keppnisatriðum. I öðm sæti í fjórum gangtegundum var Ragn- hildur Matthíasdóttir á Bróður, en Hákon Pétursson (Herði) þriðji á Limbó. í öðm sæti í töltkeppninni var Hákon Pétursson á Limbó og Eyjólfúr Pétur Pálmason (Fáki) þriðji á Herði. Fullorðnir Georg Kristjánsson (Gusti) kom sá og sigraði á Suðurlandsmótinu að þessu sinni. Hann sigraði i keppni í fjórum gangtegundum á Herði en varð í öðm sæti í töltkeppninni og vann íslenska tvíkeppni. í öðm sæti í keppni í fjórum gangtegundum var Sævar Haraldsson (Fáki) á Kjama en Krist- jón Laxdal Kristjánsson (Geysi) þriðji á Kolskegg. í töltkeppninni stóð efstur Jón Gísli Þorkelsson (Gusti) á Stig- anda, Georg Kristjánsson annar á Herði og Þórður Þorgeirsson (Fáki) þriðji á Sóma. Sigurbjöm Bárðarson (Fáki) vann keppni í fimm gangteg- undum á Kalsa Einar Öder Magnús- son (Sleipni) var annar á Blakk og Guðni Jónsson (Fáki) þriðji á Þyrli. Sigurbjöm Bárðarson vann hlýðni- keppnina á Brjáni, Ragnar Petersen (Fáki) var annar á Stelk og Barbara Meyer (Fáki) þriðja á Sóloni. Magnús Halldórsson (Geysi) vann gæðinga- skeiðið á Penna, Sigurbjöm Bárðar- son var annar á Kalsa og Sævar. Haraldsson þriðji á Þór. Keppt var i 150 metra skeiði og þar varð fyrstur Daníel á 15,4 sekúndum en knapinn var Eiríkur Guðmundsson. Sigurbjöm Bárðarson varð stigahæstur knapa og sigurvegari í skeiðtvíkeppni. • Georg Kristjánsson og Hörður t léttri töltsveiflu. Gæðingakeppni Andvara og Söria Um síðustu helgi vora haldin mót um allt land, ýmist íþróttamót eða gæðingakeppnl Félagsmenn í And- vara í Garðabæ héldu gæðinga- keppni og urðu úrslit þau í A flokki að efetur stóð Fjalar Marfu Dóm Þórarinsdóttur með 8,03 í einkunn. Styrmir Snorrason var knapi. Högni, sem Sveinn Ragnarsson á og sýndi, varð annar með 7,91 í einkunn og Neisti Aðalsteins Steinþórssonar þriðji með 7,47 í einkunn en knapi var Orri Snorrason. í B flokki stóð efetur Frúarjarpur Jóhönnu E. Geirsdóttur sem Halldór Svansson sat og fékk 8,28 i einkunn. Bylgja, sem Björg Ólafedóttir á og sat, varð önnur með 8,27 i einkunn og Funi, sem Jón Birgisson á og sat, varð þriðji með 8,21 i einkunn. Þátttaka var lítil í bama- og unglingaflokki enda flestir keppenda komnir í sveit Þó skal þess getið að Bjöm Karlsson sigraði í keppni bama á Hegg. Gæðingakeppni Sörla Gæðingakeppni Sörla fór fram um helgina ásamt kappreiðum. Úrslit í gæðingakeppni bama urðu þau að Sindri Sigurðsson stóð efetur með Hraunar, Ragnar Ágústsson varð annar með Stíg og Borghildur Sturludóttir þriðja með Blakk. { unglingakeppninni urðu úrslit þau að Adolf Snæbjömsson stóð efetur með Stjama, Ivar Þórisson varð annar með Gáska og Bjöm Bjöms- son þriðji með Skugga. J B flokki stóð efet Dollý sem Krfetján Jónas- son á og sýndi með 8,29 i einkunn. Fiassi, sem Margrét Magnúsdóttir á en Sveinn Jónsson sýndi, varð annar með 8,23 í einkunn og Njáll, sem Ágúst Oddsson á og sýndi, þriðji með 8,10 í einkunn. í A flokki stóðu efet- ir og jafhir Isak, sem Sigurður Adolfeson á en Atli Guðmundsson sat, raeð 8,13 í einkunn og Jarpur, sem Sveinn Jónsson á og sat, með sömu einkunn. Kastað var hlutkesti um fyrsta sætið og kom það í hlut ísaks. Hending Áma Jóhannssonar varð þriðja en Jón Pétur Ólafeson sýndi hann og fékk 7,96 í einkunn. -EJ Pétursson vann einnig tvöfalt í ungl- ingaflokki á Limbó og hann varð sigurvegari í íslenskri tvíkeppni og stigahæstur knapa þar. Erling Sig- urðsson sigraði í keppni í fimm gangtegundum á Þrym og einnig vann hann hlýðnikeppni B á Hannibal, varð sigurvegari í ólympískri tvíkeppni enn einu sinni og stigahæsti knapi móts- ins. Garðar Hreinsson vann keppni í tölti og fjórum gangtegundum á Ægi en einnig varð hann sigurvegari í ís- lenskri tvíkeppni. Sigurður Sigurðar- son sigraði í hlýðnikeppni A á Sleipni og Þórunn Þórarinsdóttir sigraði í víðavangshlaupi á Villingi. Trausti Þór Guðmundsson sigraði í gæðinga- skeiðinu á Hauki og varð sigurvegari í skeiðtvíkeppni. F0TB0LTARNIR frá ;; MEXICÖ; \ 86 % ■ Mexíkó ’86 Juventus Samba Mikið úrval af fótboltum. Verð frá kr. 790 til 2.950. Póstsendum. THOR - FRIA umbro ® nsTUDD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.