Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. íþróttir • Mikil glíma um þann hnöttótta i leik Þróttar og KS. Eins og sjá má á mynd- inni þótt þeim Siglfirðingum Frambúningurinn vænlegri en sinn eigin. DV-mynd Gunnar S SjáHismark réð úrslitum þegar Þróttur lagði KS, 2-1 Þróttur lagði KS að velli í ann- arri deildinni í gær með tveimur mörkum gegn einu. Það voru þó KS- ingar sem skoruðu tvívegis en svo ólánlega vildi til að boltinn fór í þeirra eigin netmöskva í fyrra sinnið. Markvörður þeirra KS-inga hugðist slá boltann frá markinu en sá hnött- ótti vildi í netið. Þá kom til sögunnar bjargvætturinn, Mark nokkur Duffi- eld, sem hugðist þruma boltanum úr teignum. Ekki vildi þó betur til en svo að tuðran þaut með hvin upp í þaknet- ið. Heimamenn fögnuðu vitanlega þessari sérstæðu samvinnu Siglfirð- inga en þeir síðamefndu urðu heldur lúpulegir. Ekki gerðist annað markverðara í þessum hálfleiknum nema hvað dóm- aranum þótti mikilsvert innihald vasa sinna, hafði gula spjaldið nánast oftar uppi en innanklæða. Eftir hlé virtust leikmenn leggja mesta áherslu á vatnsaustur við hlið- arlínuna, gott ef dómarar og línuverðir vom ekki oft uppteknir við sömu iðju. Vegna þessa mátti glíma lengur en jafnan er ætlast til og var það vel. í lokin gerðust neffiilega þau tíðindi að Halldór Birgisson KS-ingur sendi Sig- urð Hallvarðsson í grasið innan eigin vítateigs. Dómarinn dæmdi víti og úr því skoraði Daði Harðarson, en varla af öryggi. Axel Comes komst neffiilega nærri því að verja. Síðasta mark leiksins skoraði síðan Björn Ingimarsson og gladdi það augu allra á vellinum. Skaut hann af löngu færi frá hægri kanti og söng boltinn í netinu nærri vinklinum. Hvorki vannst Siglfirðingum tími til að jafoa, úr þvi sem komið var, né Þrótturum að bæta við. Leiknum lauk því 2-1 eins og áður sagði. -JÖG Islandsmótið 4. deild: Skotskómirvel reimaðir I | Tveir leikir fóm fram í a riðli 4. J deildar um helgina. í Laugardalnum | áttust við Ármenningar og Stokks- Ieyri og lauk viðureigninni með sigri Árménninga 2-0. Bæði mörkin komu Ií síðari hálfleik og vom þau bæði skomð með skalla. Fyrst skoraði I Gylfi Orrason og undir lok leiksins ■ bætti Amar Unnarsson öðm mark- | inu við með fallegri kollspymu. - Þá gerðu Grundarfjörður og Ár- | vakur jaffitefli 1-1. Ólafur Haukur | Ólafsson skoraði mark Árvakurs. I Grótta vann „derby“leikinn ■ í B riðli sigraði Grótta lið Hvat- | bera í „derby“ leik Seltjamameslið- anna með górum mörkum gegn | tveimur. Bernhard Petersen skoraði Itvö mörk fyrir Gróttu og þeir Kjart- an Steinsson og Amþór Gylfason Iskomðu eitt hvor. Þór Jónsson skor- aði bæði mörk Hvatbera. 1 sama riðli I sigraði Skotfélag Reykjavíkur lið Víkings frá Ólafevík 44). Eins og | tölumar benda til kynna haföi Skot- Ifélagið yfirburði á vellinum og mörkin skiptust bróðurlega á milli Iþeirra Agnars Hanssonar, Snorra Skúlasonar.Þorfinns Ómarssonar og I Agnars Sigurhjartarssonar. Þess má ■ geta að Halldór Bjömsson, fyrrum | leikmaður KR og landsliðsins, lék J sinn fyrsta leik fyrir Skotfélagið og | komst vel frá sínu í leiknum. I Rafn með þrennu Ií C riðli sigraði Hveragerði Vík- verja 1-0 í hörkuleik þar sem úrslitin I réðust á marki Ólafs Jósefesonar í * fyrri hálfleik. Víkverjum tókst ekki | að jaffia metin þrátt fyrir þunga ^sókn. Leikmenn Snæfells voru hins veg- ar á skotskónum um helgina þegar liðið vann stórsigur á Höffium 5-1. Raffi Rafosson skoraði þrennu í leiknum og Bárður Eyþórsson og Lárus Jónsson skomðu sitt markið hvor. Halldór Halldórsson skoraði eina mark Haffia. 16 mörk í tveimur leikjum Það var sannkölluð markahátíð í D riðli þar sem 16 mörk litu dagsins ljós í aðeins tveimur leikjum. Á Bolungarvík unnu heimamenn stóran sigur á Bíldudal. Þegar uppi var staðið höföu leikmenn Bolung- arvíkur skorað 9 mörk án þess að fá nokkuð á sig. Bestu menn áttu í erfiðleikum með að telja mörkin en Jóhann Ævársson gerði sér lítið fyr- ir og skoraði 4 mörk en aðrir á markalista vom Svavar Ævarsson, Jón Kristjánsson og Hermann Jóns- son. Á Hnífedal tóku Reynismenn Höfr- unga í kennslustund og léku hrein- lega á alls oddi og sigmðu 7-0. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari hrúguðust mörkin upp. Jóhannes ólafeson og Vilhjálm- ur Matthíasson skomðu tvö mörk hvor og Ólafur Birgisson og Halfdán Óskarsson gerðu eitt mark en sjö- unda markið var sjálfemark. Hvöt byrjar vel Lið Hvatar frá Blönduósi heffir sannarlega farið vel af stað í E riðli því í gær sigraði liðið UMFS 2-0 og heffir Hvöt því hlotið 6 stig eftir tvo leiki. Páll Jónsson skoraði strax á 10 rnínútu og í síðari hálfleik innsi- glaði Ásgeir Vafdimarsson síðan sigurinn með laglegu marki. Þá áttust við Kormákur og Neisti og lauk leikniun með markalausu jafotefli þar sem hvomgu liðinu tókst að nýta fjölmörg marktæki- færi. Stórsigur hjá Hetti Fyrsta umferðin í G riðli hófet um helgina og má segja að markaskor- arar hafi verið í essinu sínu fyrir austan. Höttur frá Egilsstöðum sigraði Súluna 64) í ójöffium leik þar sem I Hilmar Gunnlaugsson skoraði tví- I vegis og þeir Jóhann Sigurðsson, * Heimfr Þorstein sson, Kj arta n | Guðmundsson og Ámi Jónsson gerðu eitt mark hver. | Á Seyðisfirði vann Huginn örygg- ■ an sigur á Hraffifelli 5-1. Huginn I heffir á sterku liði að skipa og lík- I legt er að liðið verði í toppbaráttu ■ 4. deildar í sumar. Leikmenn Hugins I fóm á kostum á laugardaginn og * yfirspiluðu lið Hrafnfells. Þórir ól- | afeson skoraði 2 mörk og þeir Birgir . Guðmundsson og Sveinbjörn Jó- | hannson(víti) skomðu sitt markið ■ hvor auk þess sem einn leikmanna I Hrafnfells skoraði sjálfsmark. Mark- I vörður Seyðisfirðinga, Einar Guð- ■ laugsson átti ágætan leik í markinu | en mátti hirða boltann einu sinni úr netinu hjá sér. | 1 sama riðli sigraði Leiknir, ■ Fáskrúðsfirði, lið Vals frá Reyðar- I firði 4-2 en staðan í hálfleik var 2-1 I fyrir Val. Mörk Leikns gerðu þeir • Ámi Gíslason, Frosti Magnússon, I Jóhann Jóhannson og Kristmann “ Larsson. I ______________________________ Gummi Þorbjörns með tvö mörk „Þetta var mjög góður leikur hjá okkar liði og 4-0 var fyllilega sann- gjam sigur,“ sagði Sigurður Grétars- son en lið hans og Ómars Torfason- ar, Luzem, sigraði Grasshoppers, 4-0, nú um helgina. Siggi gat ekki leikið með vegna meiðsla og kvaðst hann ekki búast við að leika meira með á tímabilinu enda aðeins tvær umferðir eftir. Siggi hefur einnig þurft að gefa eftir landsliðssæti sitt en Lárus Guðmundsson kemur inn í landsliðshópinn í hans stað. Ómar Torfason lék seinni hálfleikin með Luzem en hann kom til landsins í gær. • Guðmundur Þorbjömsson var heldur betur í essinu sínu um helgina og skoraði bæði mörk Baden í 2-0 sigri liðsins. Mörkin vom lagleg hjá Guðmundi og bæði skomð með skalla. -SMJ Islandsmótið3.deild: Markaregn í Árbæ Fylkismenn áttu ekki í miklum erfiðleikum með Skallagrím þegar liðin mættust í A riðli á laugardag. Leikmenn Fylkis vom í miklu stuði í leiknum og skomðu 7 mörk án þess að Borgnesingum tækist að svara fyrir sig. Skallagrímsmenn stóðu í heimamönnum framan af leiknum en á 17. mínútu tókst leik- mönnum Fylkis að brjóta ísinn og eftir það hrúguðust mörkin upp. Gunnar Orrason skoraði tvö mörk og þeir Orri Hlöðversson, Rúnar Vilhjálmsson, Guðjón Revnisson, Baldur Bjamason og Ólaffir Magn- ússon skiptu hinum mörkunum bróðurlega á milli sín. Jafnt í Njarðvik Á Suðumesjum, nánar tiltekið í Njarðvík, áttust við heimamenn og Leiknir frá Breiðholti og lauk leikn- um með jaffitefli, 1-1. Úrslit leiksins voru nokkuð sanngjöm miðað við gang leiksins. Leiknismenn hóffi leikinn af miklum krafti og á 30. mínútu náðu þeir forystunni með marki Jóhanns Viðarssonar. Var þetta 5. mark Jóhanns í tveimur 'eikjum og er greinilegt að hann á eftir að hrella markverði í 3. deild í sumar. I síðari hálfleik náðu Njarð- víkingar undirtökunum í leiknum og á 75. mínútu náði Albert Eðvalds- son að jaffia metin og tryggja Njarðvíkingum eitt stig. Þess má geta að leikur liðanna hófst 20 mín- útum of seint vegna þess að annar línuvörðurinn mætti ekki til leiks og er það mjög lélegt að svona nokk- uð skuli gerast í íslandsmóti í knattspymu. Stjörnusigur í Mosfellssveit Stjaman fór góða ferð til Mosfells- sveitar um helgina og hafði með sér öll stigin heim. Garðbæingar sigr- uðu, 3-1, í miklum baráttuleik. Afturelding fékk þó óskabyrjun í leiknum því Óskar Óskarsson færði þeim forystuna snemma í leiknum. Stjömumenn gáfust ekki upp og þeir Valdimar Kristófersson og Bjami Benediktsson skomðu tvívegis fyrir leikhlé og staðan því 2-1 fyrir Stjöm- una í hálfleik. Valdimar skoraði síðan öðm sinni í síðari hálfleik og gulltiyggði þar með sigur Stjöm- unnar. Öruggt hjá ÍK ÍK vann öruggan sigur á Reyni frá Sandgerði á Kópavogsvelli í gær- kvöldi. Steindór Elísson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir lK strax á 2. mínútu en Reynismenn jöffiuðu úr vítaspymu skömmu síðar. ÍK náði aftur forystunni með marki Jóns Hersis Elíassonar og þannig var staðan í hálfleik. Undir lok leiks- ins bætti ÍK tveimur mörkum við og vom þar á ferðinni þeir Reynir Bjömsson og Hörður Sigurðarson. Haukar enn stigalausir Annar leikur var í A riðlinum í gærkvöld. Haukar töpuðu á heima- velli sínum fyrir sprækum Grindvík- ingum. Lokatölur urðu 3-1 eftir að Haukar höföu fengið óskabyrjun í leiknum þegar Amar Hilmarsson skoraði fyrir heimamenn. Grindvík- ingar tóku þá heldur betur við sér og skomðu þrívegis. Símon Alfreðs- son jaffiaði metin rétt fyrir leikhlé og síðan skoraði Hjálmar Hallgríms- son úr vítaspymu og kom Grindvík- ingum yfir. Lokaorðið átti síðan Ólafur Ingólfeson skömmu fyrir leikslok. Staðan í A-riðli: Fylkir...............2 2 0 0 8-0 6 Stjaman..............2 2 0 0 6-2 6 Grindavík............2 110 3-1 4 Reynir...............2 10 1 7-4 3 IK...................2 101 54 3 Afturelding..........2 10 1 3-4 3 • Hart barist í leik Reynis og ÍK á Kópavogsvelli um helgina. DV-mynd Gunnar S Njarðvik...............2 0 2 0 1-1 2 Leiknir................2 0 11 2-3 1 Haukar.................2 0 0 2 1-4 0 Skallagr...............2 0 0 2 0-13 0 Eyjólfur skoraði sigurmarkið I B riðli mættust Þróttur frá Nes- kaupstað og Tindastóll og var leikið á Neskaupstað. Tindastóll sigraði með einu marki gegn engu og skor- aði Eyjólfur Sverrisson sigurmarkið í leiknum í fyrri hálfleik. Þróttarar vom óheppnir að ná ekki jaffitefli en Gísli Sigurðsson, markvörður Tindastóls, átti stórleik og varði hvað eftir annað glæsilega og bjarg- aði gestunum fyrir hom. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.