Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. Iþróttir r------------- Úrýmsum áttum Mike Tyson ýndi og sannaði nú um helgina að hann er fremstur allra hnefaleikakappa í heiminum. Eru nú flestir sérfræð- ingar á einu máli um að enginn geti att kappi við þennan 20 ára hnefaleikara, yngsta heimsmeist- ara sögunnar í þungavigt. Hann varði nú um helgina titil sinn gegn landa sínum Finklon Tomas með hann muni skerpa sóknarleik liðs- ins sem hefur verið heldur dapur að undanfömu. 122 sigur Ed Moses varð að staðreynd á Ítalíu um helgina. Þar keppti Moses sem gestur í landskeppni ítala og Sovétmanna. Moses, sem er nú 32 ára, hefur nú ekki tapað keppni í næstum 10 ár sem er ótrúlegt afrek. Hann hljóp 400 grindina á 48,90 sek. Sovét- menn unnu keppnina með 117 stigum gegn 93. Boston Celtics sýndu vel hve þrautgóðir þeir em á raunastund og sigrnðu Detroit • Mike Tyson er óhemju höggþungur og hér sendir hann Pinklon Thom as einn á'ann Símamynd Reuter því að senda Tomas í gólfið í 6. lotu. Tyson hefúr nú unnið 27 af 30 sigi-um sínum á rothöggi. Það þarf varla að taka það fram að enn hefur hann ekki tapað leik. Eftir leikinn vom Tomas og þjálfari hans sammála um að Tyson væri „óhugnanlegur“ andstæðingur og enginn í lieiminum ætti möguleika í hann núna. Kevin Forstersigraði í Stokkhólmsmaraþoninu nú um helgina. Aðstæður vom erfiðar, kalt í veðri og rok, enda var tími Forsterslakur, 2:13,52. Goran Hog- bei-g frá Svíþjóð var annar á tímanum 2:13,59. Norska hlaupa- konan Grete Waitz sigraði í kvennaflokki á 2:24,00. Kringlan flaug67,6o metra hjá ólympíumeistaj'anum Rolf Danneberg frá V-þýskalandi nú um helgina. Er þetta besti ár- angur sem hefúr náðst í kringlu- kasti á árinu. Kastið góða kom á móti í V-Berlín. Norðmenn hafa nú gert samning við Svíann Tord Grit um að hann taki við norska landslið- inu. Hann tekur við af Tor Oster Fossen sem hefur verið með liðið í 10 ár. Norðmenn binda miklar vonir við Grit og vænta þess að • Diego Maradona og brasiliskl (nattspymumaðurinn Careca eika saman með Napoliliðinu á næsta ári. Um helgina mættust lið æirra Sao Paulo og Napolí i vin- áttuleik á ítaliu. L. Simamynd Reuter Pistons, 117-114, í gær. Þar með leika Celtics og LA Lakers enn eitt skiptið til úrslita. Ef Celtics tekst að sigra verður það í fyrsta skipti í 18 ár sem liði tekst að sigra tvö ár í röð. Larry Bird var að venju betri en enginn og skoraði 37 stig fyrir Celtics. BakvÖrðurinn Joe Dumars skoraði mest fyrir Pistons eða 35 stig. Það verður stutt hlé hjá leikmönnum Boston, sem eru hrjáðir af meiðslum, því þeir mæta Lakers í Forum höllinni á morgun. • Judi Brown-King stekkur hér yfir hindrun en hún náði nú um helgina besta tímanum i ár f 400 m hindrunarhlaupi kvenna. Hljóp á 54,85 sek. Símamynd Reuter Don Pooley sigraði á Memorial golfinótinu nú um helg- ina og fékk að launum þrjár og hálfa milljón króna. Lokastaðan varð: Don Pooley.................272 Curt Byrum.................275 Denis Watson...............276 Scott Hoch.................276 Chip Beck..................276 Bemard Langer sigr- aði í sjöunda skipti á v-þýska meistaramótinu nú um helgina, hann lék á 281 höggum. Fyrir vik- ið fékk hann 280.000 kr. sem þykir ekki mikið í heimi íþróttanna. -SMJj • Hann er hálfóhugnanlegur á svipinn hann Gunnar Beinteinsson þegar hann skorar hér eitt af fimm mörkum sínum gegn Norðmönnum. DV-mynd Gunnar S Naumur sigur gegn sterkum Norðmönnum „Það var ferlegt að glopra þessu niður í lokin og því förum við með einungis tveggja marka forskot í seinni leikinn sem er alls ekki nógu gott. Vamarleikurinn hrundi alger- lega hjá okkur á lokamínútunum og þá fannst mér dómaramir ferlega lé- legir og Norðmennirnir högnuðust mikið á þeim,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari u 21 árs landsliðsins, eftir landsleik íslendinga og Norðmanna í Hafnarfirði í gær. Islendingar sigmðu, 21-19, en leikurinn var liður í heims- meistarakeppninni og var þetta reyndar fyrri leikur liðanna en sá síð- ari fer fram í Noregi um næstu helgi. íslendingar fara því með lítið vega- nesti til Noregs og óvíst er hvort tveggja marka forskot mun duga til að komast í úrslitakeppnina í Júgó- slavíu í haust. Leikurinn í gær einkenndist af mik- illi baráttu og hröðum leik beggja liða. íslendingar komust fljótlega í 4-1 en Norðmenn breyttu stöðunni í 5-4 sér i hag um miðjan fyrri hálfleik. En þá fóm íslensku leikmennimir virkiíega í gang og skomðu sex mörk í röð og á sama tíma lokaði Bergsveinn Berg- sveinsson hreinlega markinu og varði allt sem á það kom. Staðan 16-5 í hálfleik íslendingum í vil og íslenska liðið virtist ætla að kafsigla jafhaldra sína frá Noregi. En það fór á annan veg. Með mikilli baráttu tókst Norð- mönnum að minnka muninn undir lok leiksins og koma þannig í veg fyrir stórtap. Lokatölumar 21-19 íslending- um í vil en þrátt fyrir sigur vom íslensku strákamir niðurlútir og sárir í leikslok. Dönsku dómaramir komu allmikið við sögu og dæmdu flest vafa- atriði Norðmönnum í hag. Viggó Sigurðsson sagði dómumnum til synd- anna og fékk að sjá rauða spjaldið fyrir vikið. „Ég er nokkuð ánægður með leik minna manna en þeir geta leikið betur en þeir gerðu í kvöld. íslenska liðið er sterkt og ég vissi að þeir yrðu erfið- ir heim að sækja en við komum til með að leika betur á heimavelli og reynum að sigra með þriggja marka mun,“ sagði Jon Reinertsen, þjálfari norska liðsins, eftir leikinn. Bergsveinn Bergsveinsson var að öðrum ólöstuðum besti maður íslenska liðsins í þessum leik og varði oft á tíð- um ótrúlega vel, þar á meðal 3 víta- köst. Gunnar Beinteinsson átti mjög góðan leik að vanda og þeir Einar Einarsson og Bjarki Sigurðsson stóðu vel fyrir sínu. k, I liði Norðmanna bar mest á Morten Schönfeldt og Runi Erland sem báðir em stórefnilegir leikmenn. Mörk íslands: Einar Einarsson 6, Gurrn- ar Beinteinsson 5, Héðinn Gilsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Pétur Petersen, Árni Frið- leifsson og Stefán Kristjánsson 1 mark hver. Mörk Noregs: Schönfeldt 4, Muffetansen 3, Gjekstad 3, Erland 2, Larsen 2, Mikaels- en, Andreasen, Lundeberg og Rannekleiv 1 mark hver. -RR Fram tók Skagamenn í kennslustund á Akranesi Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: íslandsmeistarar Fram tóku Skaga- menn beinlínis í kennslustund í leik liðanna á Akranesi í 1. deild á laugar- dag. Sýndu þeir oft á tíðum stór- skemmtilegan leik og sigruðu, 1-3. Sá sigur var í minnsta lagi - svo miklir vom yfirburðir Framliðsins gegn slök- um Skagamönnum. Pétur Ormslev var yfirburðamaður á vellinum og lék heimamenn oft grátt. Hinir miklu yfir- burðir Fram komu nokkuð á óvart því Skagamenn höfðu sigrað þá í meist- arakeppni KSÍ á Akranesi nokkrum dögum áður. Á laugardag var jafhræði með liðunum fyrstu 20 mínúturnar en síðan réð Fram ferðinni. Leikur Skagamanna í molum, leikmenn staðir og ráðlausir. Ákumesingar náðu forustu í leikn- um á áttundu mín. Þá var dæmd vítaspyma á Fram fyrir bakhrindingu markvarðar. Heimir Guðmundsson skoraði örugglega úr vítinu og áhorf- endur, 916, fögnuðu en það var raunverulega í eina skiptið, sem ástæða var fyrir þá að fagna velgengni heimamanna í leiknum. Fram jafnaði í, 1-1, á 29. mín. Pétur Ormslev tók aukaspymu mjög vel. Gaf beint á Við- ar Þorkelsson, sem skallaði í mark, algjörlega frír. Vöm Skagamanna illa á verði. Eftir markið sótti Fram mjög. Orm- arr Örlygsson átti lúmskt skot, sem Birkir Kristinsson varði vel áður en Fram náði fomstu í leiknum á 38. mín. Pétur Amþórsson sendi knöttinn á Amljót Davíðsson, sem var frír við mark IA og skoraði örugglega. í lok hálfleiksins lék Pétur Ormslev sér að vöm ÍA. Komst inn í vítateiginn en spymti yfir. I byrjun síðari hálfleiks fékk Pétur Amþórsson gullin færi til að auka forustu Fram. Átti fyrst skot í þverslá en skaut síðan yfir í dauðafæri eftir glæsilegan undirbúning Péturs Ormslev. Um miðjan hálfleikinn breytti Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, liði sínu. Haraldur Ing- ólfsson og Guðmundur Matthíasson (Hallgrímssonar) komu inn í stað Þrándar Sigurðssonar og Valgeirs Bárðarsonar og rétt á eftir fengu Skagamenn sitt eina opna færi í leikn- um. Aðalsteinn Víglundsson lék upp að endamörkum og gaf fyrir á Harald Ingólfsson. Hann skallaði en knöttur- inn rétt fór yfir mark Fram. En síðan náðu leikmenn Fram fyrri yfirburðum. Janus Guðlaugsson lék upp frá eiginn vallarhelmingi á hvem mótherjann af öðrum og inn í vítateig. Spymti á markið en Birkir varði glæsilega. Þetta var á 63. mín. og á þeirri næstu gulltryggði Fram sigur- inn. Ormarr lék upp hægri kantinn. Gaf fyrir og Pétur Ormslev skallaði glæsilega í mark. Mjög fallegt mark. Úndir lokin varði Birkir mjög vel eftir að Ormarr haföi rennt sér í gegnum vöm Skagamanna og á 84. mín. varð Pétur Ormslev að yfirgefa völlinn eftir ljótt brot Sveinbjöms Hákonarsonar. Jón Oddsson kom í hans stað og lék sinn fyrsta leik með Fram. I heild snjall leikur íslandsmeistar- anna. Liðsheildin sterk og Ormslev átti stórleik. Þá léku þeir Pétur Am- þórsson, Janus og Ormarr mjög vel. Skagaliðið dapurt og enginn skar sig úr. -hsím Hugo Sanchez með þrennu Hugo Sanchez var svo sannar- lega á skotskónum á Spáni nú um helgina. Hann skoraði þrjú mörk „hat-trick“ þegar Real Madrid sigraði Sporting Gijon, 4-0. Þar með hefur Sanchez gert 33 mörk í vetur og er hann langmarkahæst- ur. Gary Lineker skoraði eina mark Barcelona gegn Real Mallorca og hangir Barcelona enn í voninni um meistaratitilinn. Bareelona varð þó fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins þegar Antoni Zubizareta, markvörður liðsins, lenti í sam- stuði og varð að flytja hann á sjúkrahús. Þegar hann raknaði úr rotinu mundi karl ekki eftir neinu en var þó að fá minnið síðast þeg- ar fréttist. Lineker hefur nú skorað 20 mörk. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.