Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 11 Útlönd Neita dauða- dæmdum um landvistarleyfi Singapore: Marx í kirkjunni Búist er við að vestur-þýsk stjórn- völd neiti fjórtán dauðdæmdum Chilebúum um landvistarleyfi í V- Þýskalandi. Mennirnir Qórtán sem allir hafa verið dæmdir til dauða, eru nú í fangelsum í Chile en höfðu von- ast til að geta notfært sér heimild í lögum Chile til þess að láta breyta dauðadómum yfir sér í útlegðardóma. Dauðadómum er því aðeins breytt í útlegð að eitthvert annað ríki fáist til að taka við hinum dæmdu. Mennirnir Ijórtán eru allir félagar í byltingarsamtökum vinstri manna sem berjast gegn ríkisstjóm chile- anska hersins og Augusto Pinchet, forseta landsins. Þeir sóttu á síðasta ári um heimild til þess að fara í útlegð til V-Þýskalands. Fjórir mannanna hafa verið dæmdir fyrir morð, morðtilraunir, bankarán og að hafa sprengt hótel í loft upp. Hinir tíu eru enn fyrir rétti, sakaðir um svipaða glæpi. Stjómvöld í V-Þýskalandi hafa ekki gert endanlega upp hug sinn en athug- anir embættismanna þar hafa ekki leitt í ljós neitt það er styrkt gæti umsóknir mannanna um landvist. Talsmaður Amnesty Intemational í V-Þýskalandi sagði í gær að það myndi verða mikið áfall fyrir mann- réttindabaráttu, ef mennimir fengju ekki landvist. Hann bætti við að sú niðurstaða yrði stórsigur fyrir alræðis- öfl í Chile. V-Þýsk stjórnvöld munu hafa leitað upplýsinga hjá stjórnvöldum í Chile, hjá kirkju landsins og mannréttinda- samtökum þar, vegna máls mannanna fjórtán. Jón Ormur Halldórsson, DV, Lundúnum Yfirvöld í Singapore hafa hand- tekið 16 menn og sakað þá um kommúnískt samsæri gegn stjórn landsins. Tíu hinna handteknu hafa starfað á vegum kaþólsku kirkjunn- ar og segja stjómvöld að kirkjan sé notuð sem skjól fyrir útbreiðslu kommúnisma í landinu. Þessi handtaka og ásakanir yfir- valda em til marks um aukna þátttöku kirkjunnar í pólitísku og félagslegu lifi borgaranna í Singap- ore og reyndar víðar í Asiu. Órétt- læti og fátækt, sem blasir við. hefur fengið kirkjuna til að endurmeta þá afstöðu að hún skuli sem minnst skipta sér af veraldlegum málum. Sú afstaða hefur einmitt gert kirkj- una leiðitama spilltum stjómvöldum í ríkjum þriðja heimsins. Sinnaskipti kirkjunnar vekja sem vonlegt er litla hrifningu hjá valdhöfum og stöðugt er kirkjan sökuð um kommúnistaá- róður þegar hún lætur til sín taka réttleysi og eymd fátækra. Til skamms tíma þóttu íbúar Singapore búa við lýðræði og mann- réttindi sem báru svipmót þess sem þekkist á Vesturlöndum. Upp á síð- kastið hefur dregið úr lýðréttindum í borgríkinu. Stjómvöld hafa að und- anfömu þrengt málfrelsi, meðal annars sett kvóta á sölu bandaríska vikuritsins Time og Asian Wall Stre- et Joumal. Bæði þessi blöð þykja langt til hægri í stjómmálaskoðun- um og dettur fáum í hug að þau breiði út vinstrimennsku. íbúar Singapore eru miklir kaupahéðnar og þykja hafa búið við nokkuð sæmilegt lýðræði til þessa. Andstæður þar hafa þó harðnað mikið und- anfarió og brjótast nú út i ásökunum um kommúnistasamsæri og kúgun. Simamynd Reuter Nýtt símanúmer hefur tekið gildi fyrir allar deildir Iðnaðarbankans í Lækjargötu 12. • Almenn afgreiðsla • Erlend viðskipti • Lánasvið » • Rekstrarsvið • Markaðssvið • Lögfræðisvið • Verðbréf og innheimtur • Endurskoðun • Fjármálasvið • Bankastjórn • Iðnlánasjóður o Lækjargötu 12. Sími 6918 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.