Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 17 dv__________________________________________Lesendur Þungarokk og blómafræflar: Er rokkið drepleiðinlegt? K.B. skrifar: „Ég kemst ekki hjá því að senda Herði Jónssyni nokkrar línur eftir að ég sá bréf hans í mánudagsblaði DV þann 1. júní. Hlustar þú yfirleitt nokkuð á útvarp eða ertu ef til vill eitthvað slappur? Ég skal gefa þér gott ráð - fáðu þér blómafræfla! Þú skrifar að þungarokk sé drepleið- inlegt. En væri ekki ráð að snúa frá villu þíns vegar? Það er kannski þín skoðun að rokkið sé drepleiðinlegt og eflaust finnst þér margt annað drep- leiðinlegt - en ertu kannski ekki bara drepleiður á lífinu? Einhvers staðar í texta þínum efað- ist þú um að hægt væri að kalla þungarokktónlist músík. Ef þunga- rokksveitir eins og Europe, Bon Jovi, Meatloaf og Van Halen og fleiri spila ekki músík að þínu mati þá veist þú nú bara ekkert hvað músík er. Fremst í textanum spyr ég hvort þú hlustir nokkuð á útvarp. Nú, ef svo er gerirðu það takmarkað því þrjár af ofangreindum sveitum hafa átt lag á toppnum eða í fyrsta sæti vinsælda- lista rásar 2 og segðu svo að fáir hlusti á þungarokk!" Konungur rokksins er illa fjarri góðu gamni því nú deila menn stift um ágæti þungarokksins. Gjaldheimtan: BÍLASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, SÍMAR 17770 og 29977 Ford Sierra 2000 árg. 1984. m/ sóllúgu. Verð 475.000. MMC Sapporo 2000 GLS árg. 1982, ek. 62 þ. km. Gullfallegur bill. Verð 380.000. Ford Escort 1300 árg. ’86, ek. 17 þ. km. Verð 430.000. MMC Pajero st. dísil árg. 1987, ek. 13 þ. km. Volvo 240 GL 1987, ek. 6 þ. km. Verð 735.000. Toyota LandCruiser st. disil árg. 1983. Verð 850.000. Subaru st. árg. 1983, sjálfsk., með öllu. Verð 405.000. VW Golf árg. 1982, ek. aðeins 49 þ. km. Verð 245.000. Mazda 626 2000 árg. 1981, fallegur bíll m/sóllúgu og fl. Verð 260.000. Volvo 244 GL 1979, gullfallegur bíll. Verð 270.000. Ford Taunus 1600 GL, ekinn að- eins 36 þ. km. Verð 275.000. Höfum fjársterkan kaup- anda að Pajero st. bensin, árg. 1985, '86 eða '87. Staðgreiðsla í boði. Mikil sala, vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn. Opið til kl. 22 og öll kvöld nema laugardaga til kl. 18.00, sunnudaga frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Uppboð á heimili aldraðrar konu ELn á áttræðisaldri hringdi: Ég vildi óska þess að þeir hjá Gjald- heimtunni tækju meira tillit til aldr- aðra. Mér var sent í hraðpósti bréf um að þeir ætluðu að bjóða upp íbúðina mína ef ég borgaði ekki þúsund króna skuld. Reyndar var ég búin að tala um það við þá að ég myndi borga þeim þegar ellilífeyririnn kæmi en hann kemur ekki fyrr en tíunda. Mér finnst ekki hægt að senda manneskju, sem er komin hátt á áttræðisaldur, svona bréf. Þetta kom mjög illa við mig. Það eiga auðvitað allir að borga gjöldin sín, ég er ekki að setja út á það. En mér fannst þetta illa að farið. Það þykjast alltaf allir vilja gera allt fyrir gamla fólkið. En ég kemst ekki inn á elliheimili af því ég á íbúð og svo er komið aftan að manni með svona löguðu. Maður er orðinn gam- all og sjálfsagt að senda manni áminningarbréf en ekki hraðbréf um uppboð. Mér finnst það lúalegt. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BILAMARKAÐUR DV er nú á fuUri ferð Nú getur þú spáö í spilin og valiö þér bíl í ró og næði. Blaðauki meö fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boöum ásamt bílasmáauglýsingum DV býöur þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. r ATHUGIÐ SMÁAUGLÝSINGADEILD DV verður opin í dag, þriöjudag, 16. júní, til kl. 22.00. Miðvikudaginn 17. jum verour bvjKAiJ. | í dag, þriðjudaginn 16. júní, verður tekiö á móti auglýsingum sem birtast eiga í fimmtudagsblaö- inu 18. júní. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur fer fram uppboð á ýmsu lausafé, sem stað- sett er að Vagnhöfða 19, þriðjudaginn 23. júní nk. kl. 18.30. Seldar verða eignir þb. Gunnars Þóris Arnasonar, 3336-9336, sem eru loftræstibúnaður m.m., brennari, glussi, gálgi á krana o.fl. Greiðsla við hamarshögg. ___________________Uppboðshaldarinn i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 150. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 og 2. og 10. tölu- blaði þess 1987 á eigninni Brekkulandi 8, Mosfellshreppi, þingl. eign Auðar K. Viðarsdóttur og Sturlu Rögnvaldssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskulds- sonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 19. júní 1987 kl. 15.30. _________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1,6. og 14. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1987 á eign- inni Skerjabraut 7,1. hæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Erlends Áma Garðarsson- ar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 19. júní 1987 kl. 14.00. _________________________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.