Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 23 Vladimir Velikovic (Júgóslavía) - Fig Su2 (steinþrykk). Per Kleiva (Noregur) - Ég vildi gjarnan vita (sáldþrykk). skipt meðal ræðumanna. Sumir gerðu lítið annað en að sýna nokkrar skyggnur af grafíkverkum frá heima- landi sínu og muldra nokkur almenn orð um hana í barm sér, meðan aðrir, til dæmis Outi Heiskanen frá Finnl- andi og Kenneth Tyler frá Bandaríkj- unum, settu á svið meiri háttar skyggnulýsingar. Grafíkgjörningur Það var líka tilbreyting að því uppá- tæki tveggja austur-þýskra grafíklista- manna, þeirra Michael Kunert og Wolfgang Henne, að sleppa alveg skyggnum en fremja þess i stað gjörn- ing við tónlist Beethovens. Gjömingurinn fólst í því að þeir rit- uðu ýmiss konar athugasemdir um grafík í Austur-Þýskalandi á pappírs- arkir sem þeir síðan dreifðu um gólfið. í leiðinni létu þeir sýningarskrár og bækur um austur-þýska grafíklist ganga meðal fundargesta. Það fór heldur ekki hjá því að marg- háttaður fróðleikur um stöðu grafíkur í nágrannalöndum vorum siaðist inn í viðstadda. Af máli Franc Bordas, grafíklista- manns og grafíkútgefanda, mátti ráða að Frakkar héldu enn upp á grafík og hefðu sett upp nokkuð góða vinnu- aðstöðu fyrir grafíklistamenn víða um Frans. Rosemary Simmons, framkvæmda- stjóri þekktra grafíksamtaka í Bret- landi, hafði aðra sögu að segja. Þar i landi fá ungir listamenn nokkuð góða menntun í grafíklistum, en þegar út í lífið kemur uppgötva þeir að hvergi á Bretlandseyjum, nema þá kannski í Skotlandi, er aðstöðu til grafíkvinnu að finna, nema hjá þeim íyrirtækjum sem sérhæfa sig í prentun „lúxus“- grafíkverka fyrir Ameríkumarkað eftir listamenn á borð við Hockney, Hamilton, Gaulfield, Denny og aðra slíka. Menning Jordi Arkö (Svíþjóð ) - Tvöföld gríma „Stundum finnst mér við Bretar vera óttalegir barbarar í menningarmálum. Enda sýndi nýleg skoðanakönnun að innan við 2% almennings í Bretlandi hefur nokkm-n áhuga á myndlist, hvað þá á grafík". sagði Roseman’ Simmons að lokum. Grafíkbylgjan fyrir bí Þýski grafíklistamaðurinn Malte Sartorius gat í erindi sínu teflt fram talsverðum fjölda ágætra grafíklista- manna en sagði samt að grafíkbylgjan mikla, sem reið yfir þýska velmegun upp úr 1970, væri nú íyrir bí. Nú væri svo komið að ef þýskir grafíklistamenn þyrftu að fá þrykkt á stein fyrir sig yrðu þeir að fara yfir til Frakklands því engin áreiðanleg steinþrykksverk- stæði væri að finna í Þýskalandi. Síðan var fróðlegt að bera saman tvo menningarheima, eins og þeir birtust í löngu erindi Ken Tylers, forstjóra Tyler Graphics, og stuttri kynningu (þurrnál). tékkneska grafíklistamannsins Ondrej Michalek á grafík i Tékkó. Tyler, ’sem Sven Robert Lundquist fundarstjóri kallaði „Bjöm Borg graf- íklistarinnar", sagði frá verkstæði sínu, sem er líkast til það stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þar fá frægir listamenn. eins og Mother- well, Hockney, Stella og fleiri, að leika sér eins og þeir vilja með nýjustu tækni prentiðnaðarins. Nú er meðal annars farið að skera út skapalón með leysigeislum. Tyler Graphics lifir síðan á því að selja þá grafík og fjölgervinga (multip- les) sem listamennirnir framleiða þar. Þama var augljóslega á ferðinni „big bisniss" og Tyler er fag-maður af Guðs náð, en einhvern veginn fannst manni handverkið, inntakið og ýmislegt fleira í grafík hafa vikið fyrir tækni- brellum og sölumennsku. Síðan stóð upp Michalek frá Tékkó, sem sennilega hafði aldrei séá vökva- pressur notaðar við grafíkprentun, og Glæsileg Hvað svo með sjálfa sýninguna? Hún er í einu orði sagt glæsileg. Sú ákvörð- un (og sennilega þörf) framkvæmda- nefhdar að velja nöfn („fræga listamenn"). fremur en verk. missir stundum marks. Bandaríski leirlista- maðminn Robert Arneson er til dæmis slappur í grafík, og þekktur Frakki, Gérard Titus-Carmel, er hér ekki upp á sitt besta. Nokkrfr aðrir erlendir listamenn em bæði lítt þekktir og slappir, til að mynda Bandaríkjamaðurinn Leonard Lehrer, landar hans Michael Mazm- og Rov W. Ragle, og kanadísk lista- kona, Margaret May. Sú viðleitni framkvæmdanefndar að halda jafnvægi milli landa ber heldur ekki alltaf góðan ávöxt. Til dæmis nær færeyski fulltrúinn, Amariel Norðov, ekki alveg alþjóðlegum gæðastaðli. En þama eru líka listamenn sem prýða mundu sérhverja alþjóðlega sýningu á grafík, Bandaríkjamaður- inn John Buck (trérista), samlanda hans og fyrstuverðlaunahafi á sýning- unni, Karen Kunc (trérista), Outi Heiskanen (æting og akvatinta), Ulla Rantanen (steinþrykk), Herman Ge- erdink (steinþrykk), Richard Gorman (steinþrykk), Riccardo Licata (æting og akvatinta), Boris Jesih (litað stein- þrykk), Yngve Næsheim (trérista), Stanislaw Fjalkowski (dúkrista), Tad- eusz Nuckowski (dúkrista), Jacek Sroka (æting), Rosa Tarruella (þurr- nál), Jiri Anderle (æting), Wolfgang Troschke (sáldþrykk) og fleiri. í næstu viku gefst væntanlega tæki- færi til að ræða frekar um ýmsar forsendur og þætti þessarar sýningar. -ai Tadeusz Nuckowski (Pólland) - Shangri-La (dúkrista). sagði á látlausan hátt frá sýslan tékk- neskra grafíklistamanna. Þar í landi ræður handaflið ríkjum í grafíkinni og áhorfandinn kemst í beint samband við listamanninn gegn- um handbragðið á verkum hans. Grafík er líka áríðandi í Tekkó og listamenn þar meistarar í að tala við áhorfendur sína undir rós um það sem er að gerast i þjóðfélaginu. Mörgum spurningum ósvarað Fundir að Kjai-valsstöðum enduðu síðan með því að Donald S. Fams- worth, fulltrúi frá Alþjóðlega grrafíkr- áðinu, skýrði frá áformum um að koma upp tölvuvæddum upplýsingabanka um alþjóðlega grafík. Þetta fannst flestum sniðugt, nema sænskum listamanni, sem taldi brýnna að eyða peningum í að bæta vinnuað- stöðu grafíklistamanna viða um heim. Þetta var sem sagt ekki slæm töm með elskulegu og málsmetandi fólki. 1 lok ráðstefnunnai’ var ýmsum spumingum samt ósvarað. Til dæmis: Hvers vegna er staða grafi'kur í heim- inum veiTÍ nú en hún var fyrir 15 árum? Hafa hinir stóm grafíkbiemia- lar og -triennalar haft góð eða vond áhrif á þróun grafíkur á undanfomum árum? Er tæknin að verða að inntaki í grafíklist? Hvers vegna er grafík að verða stæiri og stæiri (sjá Tyler)? Á að takmarka upplagsstærðir og gútera einþtykk? Og svo framvegis. Kannski var þessurn spurningum velt upp að Kirkjubæjarklaustri, hvað veit ég. Hinir fjölmörgu útlendu gestir sáu til þess að ráðstefnan var fjölsótt. En undarlegt sinnuleysi fannst mér þeir sýna, starfsbræður minir, svo og is- lenskir grafíklistamenn. ungir sem eldri. að láta ekki sjá sig þessa tvo daga sem ráðstefnan stóð yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.