Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 2
40 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Vikan fékk til liðs við sig þrjá herramenn sem féllust á að fóma sinni hversdags- legu ímynd og gerast glæsimenni í einn dag. Hugur og heilsa er greinaflokkur sem hefur göngu sína í þessari viku og er Guðmundur S. Jónasson höfundur hans. Hann hefur ferðast víða um lönd og kynnt sér hugleiðslu, meðal annars hefur hann dvalist á Indlandi, í íran og Afganistan. Fyrsta greinin fjallar um heildræna heilsufræði. Geturþaðverið að litlu bömin okkar séu lúxus?spyrblaða- maður Vikunnar eftir ferð til Glasgow. Vikan Ný og hress vikulega Breid síðan Þá er það bara að leggja saman sólhlífina, skella sér i götuskóna og hlaupa heim með blómin. Skótau sem hæfir blómasala Þessi huggulegi skófatnaður hefur verið sérlega vinsæll í Belgíu og víð- ar í Evrópu að undanfömu. Ástæðan er, eins og menn gætu giskað á, óvenju miklar rigningar og votviðri sem margir Evrópubúar hafa mátt svamla sig í gegnum á meðan við hér á klakanum höfum sólað okkur í blíðviðri. Annars tilheyra þessi vígalegu gúmmístígvél blómasalanum sem á myndinni er að berjast við að leggja saman sólhlífina sína. Þrumuveður með tilheyrandi rigningu brast á ves- alings blómasalann þar sem hann var að reyna að selja blómin sín á torgi í Brussel fyrir nokkrum dögum. Hann varð að gera svo vel að taka saman sitt hafurtask og flýja í skjól í dauðans ofboði. Lítið hefur dregið úr rigningum í Brussel síðan. Það hefur þó enn ekki haft áhrif á ferðamannastrauminn en stórir hópar ferðamanna hafa ösl- að um götur Brussel í sumar sem endranær en hins vegar hefur úr- koman eflaust haft slæm áhrif á blómasöluna. Amy á yfir höfði sér fangelsisdóm Heimurinn versnandi fer sögðu tækur stúdent sem tæki þátt í alls margir þegar það fréttist að Amy, kyns mótmælaaðgerðum og ætti dóttir Jimmys Carter, fyrrverandi jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm. Bandaríkjaforseta, væri orðin rót- Eins og menn muna var Amy af- skaplega vinsæl meðan faðir hennar sat í forsetastóli, mun vinsælli en faðir hennar, allavega síðustu ár for- setatíðar hans. Amy var lítil, sæt og dúkkuleg og hafði fágaða en jafn- framt alþýðlega framkomu sem heillaði þjóðina upp úr skónum. Á hverjum degi barst henni vænn bréfabunki frá fólki á öllum aldri sem sagði henni frá vandamálum sínum og jafnframt því hvað það elskaði hana heitt og innilega. Síðan eru liðin þónokkur ár. Amy er orðin fullvaxta, nítján ára stúlka og hefur afskaplega ákveðnar skoð- anir á málunum. Hún er í Brown háskólanum og hefur tekið þar þátt í mótmælum gegn afskiptum banda- rísku leyniþjónustunnar CIA af málefnum skólans. Hún hefur tekið þátt í setuverkföllum og öðrum að- gerðum stúdenta gegn CIA en var tekin þegar hún reyndi að flagga fána mótmælendanna á þaki há- skólabyggingarinnar. Amy hefur tekið þátt í baráttuhópi stúdenta gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnu Suður-Afríkustjórnar og verið einn talsmaður þess hóps. En alvarlegustu ákærumar á hendur Amy eru auk fánamálsins ýmis umferðarlagabrot. Þar þykjast ýmsir sjá ömmu hennar fyrir sér en frú Lilian Carter bar litla virðingu fyrir umferðarlögum og kom stund- um syni sínum, forsetanum, í bobba með því háttalagi sínu. Þegar Jimmy Carter var spurður álits á framkomu dótturinnar sagði hann að það væri nauðsynlegt fyrir ungt fólk að hafa áhuga á stjórn- málum og mótmæla þeim hlutum sem það teldi ranga. Þegar Jimmy var spurður hvort það væri ekki óheppilegt ef unga fólkið bryti lög þegar það væri að mótmæla, brosti hann tvíræðu brosi og sagði: “Að sjálfsögðu." í Vikuviðtalinu þessa vikunaerHafdís ÁmadóttiríKram- húsinu.Húnsegir meðal annars frá fjöl- skrúðugri starfsemi Kramhússins og fjör- ugumsíldarárumá Hjalteyri. ■w Tm^M Vi kan Amy Carter eins og heimurinn þekkti hana - dúkkuleg í hvitum blúndukjól - með móður sinni, Rosalynn Carter. Amy eins og hún er í dag, nítján ára uppreisnargjarn stúdent í trosnuðum gallabuxum. 2.6 tbl 49 árgangur. 25. jöni.1 jCilí 1987. Verö 150 krónur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.