Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 57 Þessar myndir voru teknar á hundrað ára afmælinu fáeinum dögum áður en Mabel andaðist. Hún var vel uppáklædd, hatturinn og blússan í skærbleikum lit og piisið rósótt í stil. Mabel Sigurjónsson: Heiðurskona í hundrað ár „Eg hitti Mabel fyrst þegar hún kom í apótekið til mín fyrir fjölda- mörgum árum og ætlaði að kaupa fölsk augnhár. Hún vildi fá svört augnhár en það voru aðeins til brún. Hún sagði bara „No probl- em“. Hún myndi bara lita þau. Seinna þegar ég kynntist Mabel betur komst ég að raun um að þannig var hún einmitt. Aldrei nein vandræði. Það mátti alltaf bjarga öllum málum við.“ Þannig lýsti Stella María Jóns- dóttir, sem afgreiðir í Ingólfs apóteki, Mabel Sigurjónsson fyrir blaðamanni DV er sú síðarnefnda átti aldarafmæli fyrir stuttu. Á hundrað ára afmælisdaginn var Mabel áreiðanlega í hópi elstu Bandaríkjamanna, sennilega sá elsti sem búsettur var utan heima- landsins. Mabel flutti til íslands árið 1953. Sérstök snyrtikona Mabel Sigurjónsson var um margt mjög sérstæð kona og óvenjuleg. Hún lagði alla tíð mikið upp úr því að líta vel út. Á hundr- að ára afmælinu var hún bæði með varalit og langar lakkaðar neglur, að vísu ekki með fölsk augnhár en með skærbleikan barðastóran hatt. Fjöldi manns mætti til þess að heiðra Mabel á aldarafmælinu, meðal þeirra bandaríski sendiherr- ann á íslandi, fjöldi samlanda hennar á Keflavíkurflugvelli og konur úr Vinahjálp. Þá var einnig fjöldinn allur af innlendum vinum Mabel mættur. Unglingakór frá Keflavíkurflugvelli söng henni til heiðurs. Síðustu árunum eyddi Mabel á öldrunardeildinni í Hátúni 10B, þar sem hún naut sérstakrar umönnunar og var hún vinsæl meðal starfsfólksins. Snarráöur forfaöir Mabel fæddist í Cambridge, Massachusettes, 27. maí 1887. For- eldrar hennar voru Dr. Howard Ayers og kona hans Pauline Shaff- er Ayers. Mabel hlaut skírnarnafn- ið Mabel Theodora Ayers. AyerQölskyldan átti ættir að rekja langt aftur í aldir. Einn af forferðrum hennar, sá sem bar nafnið Ayers, tók þátt í baráttunni við Hastings árið 1066. Sagan segir að eitt sinn hafi Vil- hjálmur sigursæli dottið af baki og hafi hjálmur hans farið yfir andlit hans þannig að hann gat ekki fjar- lægt hann og ótti erfitt með andardrátt. Forfaðir Mabel sá hvað orðið hafði, stökk af baki og bjarg- aði Vilhjálmi undan hjálminum. Talið var að hann hefði þannig bjargað lífi Vilhjálms. í þakklætis- skyni var Ayers aðlaður. Móðirin úr Svartaskógi Faðir Mabel, Dr. Ayers, lagði stund á nám yið Harvad háskóla þar sem hann síðar kenndi líf- fræði. Hann var sendur af háskól- anum í námsferð til Evrópu og á skipinu sem hann ferðaðist með hitti hann tilvonandi eiginkonu sína, Pauline Shaffer. Hún var þá á leið til Þýskalands til þess að heimsækja fjölskyldu sína sem bú-. sett var í Svartaskógi. Pauline var píanóleikari og hélt hljómleika um borð í skipinu. Ma- bel hefur sagt frá því að móðir hennar hafði strax haft orð ó því hve henni leist vel á dr. Howard. Þau héldu sambandi sín á milli og giftust síðan. Strax á unga aldri fór að bera ó miklum tónlistarhæfileikum Ma- bel. Hún var ekki nema þriggja ára þegar móðir hennar fór að kenna henni að leika á píanó. Hljómlistin kom mikið við sögu síðar á lífsleið- inni. Mabel hafði mikinn áhuga ó skólanámi og hafði sérstakt dálæti á líffræði og stærðfræði. Mabel útskrifaðist úr menntaskóla aðeins fimmtán ára og var efst í sínum bekk. Þá hóf hún strax háskólanám en um þetta levti var faðir hennar rektor háskólans í Cinncinnati, Ohio. Mabel var vngsti nemandi skólans. Síðar sagði hún:,. Ég hef ekki alltaf verið elst af öllum. þótt ég hafi verið það lengi." Á háskólaárunum fór Mabel í söngtíma og söng opinberlega með systur sinni Paulu. Eftir að há- skólanámi lauk lagði Mabel stund á hraðritun og vélritun í einka- skóla Miss Littleford. Eftir það hélt hún til Chicago þar sem þún lagði stund á tónlistarnám. svið- setningu og tungumál. Meðal kennara hennar var Umberto Bed- uschi, ítalskur söngvari sem Puccini hafði sjálfur valið til að fara með aðalhlutverkið í einni af óperu sinni. Á meðan á náminu stóð vann Mabel við að selja plötuspilara og hljómplötur bæði hjá The Edison Shop og Adam Shaft Company. „Þetta þóttu alveg sérstaklega góðar hljómplötur, miklu betri en Victor plöturnar sem áður voru allsráðandi á markaðnutn," sagði Mabel í samtali við DV fyrir tveim- ur árum. Hún sagði að henni hefði gengið vel við hljómplötusöluna því hún hefði sungið með er hún var að selja. „Þá söng ég alltaf milliröddina og þótti bara nokkuð góð,“ sagði hún. Á þessum tíma stjórnaði Mabel einnig fámennum leikhóp og lék auk þess sjálf með í nokkur ár. Eiginmaðurinn prestlærður og skáld Fvrstu kvnni Mabel af Islandi var er hún hitti tilvonandi eiginmann sinn. Lárus Sigurjónsson. árið 1920 í Chicago. Lárus var fæddur árið 1874 í Húsavík í BorgarQarðar- hreppi. Lárus lauk prófi frá Presta- skólanum árið 1906. Hann var við nám í Danmörku í eitt ár. en fór þá til Kanada til að heimsækja for- eldra sína sem höfðu sest að í Winnepeg. Heimsóknin dróst á langinn því hann var í Kanada til ársins 1920 að hann flutti til Chicago þar sem hann hitti Mabel. Sex mánuðum síðar gengu þau í hjónaband. á aðfangadagskvöld • 1920. Stofnuðu þau hjónin tónlist- ar- og söngskóla í Chicago sem þau ráku til ársins 1939. Mabel kenndi á píanó í skólanum og stjórnaði honum á tímabili. Eft- ir að faðir hennar dó flutti móðir hennar og síðar tvær svstur inn á heimili þeirra hjóna i Chicago. Mabel og Lárus dvöldu saman eitt ár í Washington þar sem Mabel vann fvrir sjóherinn. 1943 hélt Lár- us heim til Islands þar sem hann vann að útgáfu ljóða sinna. Mabel flutti þá með móður sinni og systur til San Diego í Kalíforníu þar sem hún bjó í nokkúr ár. Hún heimsótti bónda sinn nokkrum sinnum hingað til íslands en eftir að móðir hennar lést, árið 1953, flutti Mabel alkomin til landsins. Ekkja í 20 ár Mabel missti mann sinn árið 1967. Hún bjó áfram hér á íslandi innan um vini sína sem jafnan voru fjölmargir. Mabel kenndi á hljóð- færi auk þess sem hún kenndi íslendingum ensku, sem hún gerði raunar alveg fram á síðustu ár. Allt sitt líf lagði Mabel stund á Biblíulestur og kristilegt líferni. Hún sagði í viðtali við undirritað- an fynr tveimur árum að hún ráðlegði öllum að lesa Biblíuna og brevta samkvæmt Guðs vilja. Það sagðist hún hafa gert eftir bestu getu allt sitt langa líf. Mabel stóð fyrir stofnun félags- skaparins Vinahjálp sem í eru konur starfsmanna sendiráða. Hún tók þátt í góðgerðarstarfsemi og hafði unun af því að spila bridge. Seinustu árin dvaldi hún á öld- runardeildinni í Hátúni 10B og var við ótrúlega góða heilsu miðað við hve háum aldri hún náði. Allt fram á það síðasta hafði hún ánægju af því að hlusta á alls kon- ar tónlist. ekki síst'söngleikjatón- list. Hún sat þá gjarnan með hevrnartól og hlustaði á tónlistina. dillaði sér í takt og söng lágum rómi með. sennilega milliröddina sem hún söng svo vel hér á árum áður. Haldið var upp á aldarafmælið með kaffisamsæti í samkomusaln- um á efstu hæðinni í Hátúni. Nóttina fyrir afmælið svaf Mabel illa og var talið að það væri vegna þess hve hún hlakkaði til afmælis- ins. Klukkan tíu um morguninn var hún tilbúin að taka á móti gest- um sínum. En þeir voru ekki væntanlegir fyrr en kl. 3 um dag- inn. Þá var hún orðin úrvinda og þótt hún mætti í afmælið vel til höfð stóð hún frekar stutt við. Fáeinum dögum seinna hlaut hún hægt andlát. Mabel Sigurjónsson verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni mánudaginn 29. júní kl. 13:30. Blessuð sé minning hennar. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.