Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 14
60 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Kvikmyndir Elvis Presley lék í mörgum mislukkuðum kvikmyndum. Hér er hann í Jailhouse Rock sem verður að teljast ein skásta kvikmynd hans. David Bowie hefur átt misjöfnu gengi að fagna í kvikmynd- um. Merry Christmas Mr. Lawrence er önnur tveggja mynda sem hann getur verið hreykinn af. Tina Turner hefur aðeins leikið í tveimur kvikmyndum. Hér er hún í Mad Max III, Beyond Thunderdome, • n / flvers vegna m roMjornur 1 Mmynaum Það er viðurkennt að rokkstjömur geta haft í tekjur á mánuði það sem tekur kvikmyndastjörnu eitt ár að vinna sér inn, þótt yfirleitt hafi stjörnur kvikmyndanna enga smápeninga í árslaun. Hvers vegna skyldi þá vera svo auðvelt að £á rokkstjömur til að leika í kvikmyndum? Þegar rokkstjörnur eru spurðar hvers vegna þœr leiki í kvikmyndum er venjulegasta svarið að þær hafi þörf fyrir að reyna eitthvað nýtt. Sjálfsagt er það að mörgu leyti rétt. En hvers vegna hætta þær ekki kvikmyndaleik eftir slæma frammistöðu því staðreyndin er að sárafáar popp- stjömur hafa haft erindi sera erfiðí. Frægasta dæmið er Elvis Presley. Þrátt fyrir hver mi- stökin á fætur öðrum, lélegar og gamaldags söngvamyndir sem að vísu voru ágætlega sóttar af táningastúlkum var dómgreindin ekki meiri en svo að sömu mistökin voru endurtekin hvað eftir annað. Að vísu ber að nefna tvær undantekningar, Jailhouse Rock og King Creole, svart- hvítar myndir er báðar voru gerðar á sjötta áratugnum. í þessum tveimur myndum kemst Elvis Presley næst því að geta talist sæmilegur leikari. Engin rokkstjama hefur leikið í jafnmörgum lélegum kvikmyndum. Og ekki var það vegna þess að hann þyrfti á aurum að halda. Skynsamari voru The Beatles. Þeir léku í tveimur mynd- um, Hard Day’s Night og Help. Söguþráður var fyrir hendi, en þeir léku bara sjálfa sig og gerðu það vel eins og alltaf. Tvær kvikmyndir gerðu The Beatles til við- bótar, teiknimyndina Yeliow Submarine og Let It Be, sem var nær eingöngu lýsing á daglegu lífi þeirra í stúdíói. Ekki hefur Mick Jagger sótt gull í greipar kvikmynd- anna. Hans skásta kvikmynd var jafiiframt hans fyrsta, Performance sem einnig var fyrsta kvikmynd er Nicholas Roeg ieikstýrði. Hver man í dag eftir kvikmyndinn um ástralska útlagann Ned Kelly, en Mick Jagger lék titil- hlutverkið í þeirri mynd. Og fyrir stuttu lauk hann við leik í Running Out Of Luck og fór sú kvikmynd beint á videómarkaðinn. Þótti ekki svara tilkostnaði að dreifa henni í kvikmyndahús. Sú rokkstjama, sem hefur verið hvað duglegust við að leika í kvikmyndum á undanförnum árurn, er David Bowie. Og ekki er að neita þvi að kvikmyndir eins og The Man Who Fell To Earth er Nicholas Roeg stjórnaði og Merry Christmas Mr. Lawrence gefa til kynna að David Bowie er búinn hæfileikum til að leika í kvikmyndum. Og í raun er hann einníg ágætur í The Hunger þar sem hann leikur blóðsugu. Sú mynd er í heild afleit. En slæmur er hann í Just A Gigalo, þar sem hann meira að segja sjálfur gerði samlíkingu með sér og Elvis Presiey eftir að hafa séð þá mynd. David Bowie er í dag ein skærasta og vinsæl- asta stjaman í rokkinu, samt hefur verið tap á öllura hans kvikmyndum, sem sýnir að frægustu nöfnin í poppinu bjarga ekki fjárhagslegu hruni í kvikmyndaiðnaðinura. Tina Tumer hefur enga áhættu tekið. Eftir hana liggja tvö hlutverk í kvikmyndum. I kvikmyndagerð Ken Russ- ell, Tommy, var hún á heimavelli, lítið hlutverk eitur- drottningarinnar hæföi henni vel. Og ekki þurfti hún heldur að skammast sín fyrir hlutverk sitt í Mad Max III, Beyond Thunderdorae. Skrautlegur klæðnaður ásamt til- komumiklum senum gerði það að verkum að það var nóg fyrir hana að aýna sig. Eftir að hafa séð sig í myndinni sagði Tina Tumer, „Eg er engin sérstök leikkona, en ég er nógu góð fyrir þetta hlutverk.“ Tvö hlutverk á tíu árum sýna það að hún rasar ekki um ráð fram, vandar val sitt þó nóg sé í boði. Einn sem ætti að hugsa sig aðeins betur um er Sting. Hann hefur leikið í nokkrum myndum með litlum ár- angri. Og að einhverjum skyldi detta í hug að láta hann leika Frankenstein barón, er hreint ótrúlegt. Það gerir hann einmitt í The Bride, mynd sem enginn hefur fengið neinn botn í ennþá. Eina kvikmyndin, sem Sting getur verið ánægður með að hafa leikið í, er Plenty. í litlu hlut- verki sýndi hann ágætan leik á móti Meryl Streep. Af öðrum myndum, er Sting hefur leikið í, má nefha Dune sem em einhver dýmstu mistökin í Hollywood, Brimstone And Treacle sem rataði beint á videómarkaðinn og Qu- atrophenia sem átti að margra dómi betra skilið en raun varð á. Prince er einn sem nýverið hefur haldið innreið sína í kvikmyndir. Eftir ágæta framistöðu í Purple Rain hóf hann gerð Under The Cherry Moon. Það er greinilegt að vinsældir Purple Rain hafa farið illa með sellurnar í mann- greyínu, því hann ákvað að leika aðalhlutverkið, semja tónlistina og leikstýra myndinni. Árangurinn er ein versta kvikmynd seinni ára að flestra dómi. Og má segja að eng- in rokkstjarna hafi valdið aðdáendum sínum jafhmiklum vonbrigðura og Prince þegar Under The Chery Moon kom á markaðinn. Madonna, sem hefur margoft viðurkennt að Marilyn Monroe sáluga sé hennar fyrirmynd, hefur leikið í tveimur myndum. Hún lék í Desperately Seeking Susan í byrjun ferils síns og sýndi þar mjög góðan leik í kvikmynd sem flestir hrifust af. Fall hennar var þvi mikið þegar Shang- hai Surprise kom á markaðinn. 1 þessari kvikmynd, sem flestir er að stóðu vilja gleyma sem fyrst, lék hún trúboða i leit að eiturlyfjum, til lækninga að sjálfeögðu og skiljan- lega var það nú svo að Madonna átti hágt mneð að gera sig trúverðuga í hlutverki trúboða. Þegar litið er á kvikmyndir sem poppstjömur hafa leik- ið í kemur í ljós að þeim tekst alltaf best upp þegar þær leika poppstjömur og langbest þegar þær leika sjálfar sig. Þetta er sannleikur sem margar stjömur hafa gert sér grein fyrir en aðrir ekki. Langt er síðan Bob Dylan, Ringo Starr eða Cliff Richard sáu að kvikmyndimar voru ekki þeirra vettvangur. Færi betur að fleiri sæju að sér. Hér hefur verið stiklað á stóru um frammistöðu rokk- stjama i kvikmyndum. Að sjálfeögðu hafa fleiri reynt fyrir sér og lítið orðið ágengt. Má nefna Gene Simmons í Kiss, Ozzy Osbourne og nýverið Tom Waits. Og ekki má gleyma Grace Jones sem virðist að mestu hætt öllum söng, kvik- myndaaðdáendum til mikillar mæðu. The Beatles voru skynsamari en flestar aðrar rokkstjörnur. Þeir léku aðeins sjálfa sig. Hér eru þeir í einu atriði í Help. Sting i The Bride, mynd sem hann vill örugglega gleyma sem fyrst. Madonna þótti ekki sannfærandi trúboði i Shanghai Sur- prise.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.