Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 45 Þór Nielsen með bleikjur úr Hiiðarvatni í háfi en þar finnst honum mjög skemmtilegt að veiða og fer aldrei fisklaus úr vatninu. í Bláhvammi - silungurinn eldaður við hveragufu „Við bjóðum þeim sem vilja veiðileyfi í Langavatni sem er í um 6 km fjarlægð frá Bláhvammi og er dagurinn á 500 kr. og hálfur dagur- inn á 300 kr.sagði Steinunn Bragadóttir í Bláhvammi í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. „Þaö hefur verið þokkaleg veiði í Langavatni og svo geta veiðimenn eldað silunginn sinn við hveragufu. Veiðimenn geta gist hjá okkur og fengið nesti og mat með sér í veiðitúrinn,“ sagði Steinunn í lokin. G. Bender Veiðivon Veiðivon Gunnar Bender Þór Níelsen fyrir nokkrum dögum við Hliðarvatn i Selvogi með sonum sínum, Birgi og Grétari, með feiknaveiði. Fengum 87 bleikjur í Hlíðarvatni - segir Þór Níelsen, vatnaveiðimaðurinn snjalli sem kenndi honum fyrstu hand- tökin í fluguveiðinni. „Ég hef ekki farið oft í sumar en verið mjög heppinn, Hlíðarvatn í Selvogi er ég búinn að heimsækja þrisvar sinnum og í síðustu ferð- inni, nú fyrir nokkrum dögum, veiddum við 87 fiska og þó hættum við um fimmleytið. Á laugardaginn fyrir viku fór ég í Elliðavatnið með Birgi Ævarssyni og við fengum 58 silunga, ég fékk 40 og Birgir 18. Helmingur af þessum fiski var góð- ur,“ sagði Þór Níelsen, vatnaveiði- maðurinn snjalli, er við spurðum frétta af veiðinni hjá honum það sem af er sumri. „Hlíðarvatnið er skemmtilegt og fékk ég 16 bleikjur í einum túrnum, svo minna í hin- um.“ Þú hefur nú aldrei farið fisklaus úr Hlíðarvatni? „Nei, nei, maður fær alltaf eitt- hvað af fiski. Silungsveiðin er mitt sport og það er frjálsræðið sem fylgir henni sem ég sækist eftir. Fór töluvert í lax hér áður fyrr en mað- ur hefur minnkað það til muna hin síðari ár.“ Er ekki miklu erfiðara að veiða silunginn en laxinn? „Það er erfitt að veiða í Elliða- vatni sem dæmi, menn fá kannski fáa fiska en svo eru menn heppnir „Ég var búinn að kynnast Þór Níelsen um þetta leyti og hann ýtti undir mig að fara að prófa flugu- veiðina. Ég fór með honum mína íyrstu túra í Þingvallavatn og þetta fyrsta sumar átti ég allt undir hon- um, kunnáttu og lærdóm. Það hefur verið mér ómetanlegt að hafa byrjað að veiða á flugu með honum. Maðurinn er snjall, sérstaklega góður vatnaveiðimaður, góður kastari og hefur mikla tilfinningu fyrir góðum græjum og hvað passar og annað slíkt. Auk þess er hann írábær fluguhnýtari og hefur hnýtt margar af bestu silungaflugum sem notaðar eru á landinu í dag.“ Þetta eru orð Pálma Gunnars- sonar söngvara um Þór Níelsen, og fá 15-20 fiska sem þykir mjög gott þar. Þessi veiði, 40 fiskar, held ég að sé það mesta í sumar, enda hefur Birgir, sem fór með mér, lent í 3-4 fiskum en aldrei svona veiði. Við vorum með peter ross og jock túbu.“ Nú hefur þú hnýtt margar fiugur og gjöfular flugur, hver er best? „Ætli það sé ekki watson’s francy, hún gaf mér vel í Hlíðar- vatni þegar við fengum góðu veiðina um daginn, þessar 87 bleikjur. Á eftir að fara nokkrar ferðir í Hlíðarvatn, þar er gaman að renna ef veðrið er gott, pottþétt veiði þá.“ G.Bender Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla, meðal kennslu- greina íþróttir og líffræði. Frítt húsnæði í góðri íbúð. Uppl. gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. fHúsavík Kennara vantar að framhaldsskólanum á Húsavík og efstu bekkjum grunnskólans. Kennslugreinar: Danska og viðskiptagreinar. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-41166 og 96-41344. SNYRTIFRÆÐINGARI! Tilvalið tækifæri fyrir duglega manneskju sem vill vinna sjálfstætt, með sinn eigin atvinnurekstur. Til leigu góð snyrtistofa á góðum stað. Góður að- búnaður. Leigist með eða án tækja. Vinsamlegast hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022 fyrir 29/6. H-123 BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Ódýr trefjaplastbretti, brettakantar o.fl. á flestar gerðir bíla, ásetning fæst á staðn- um, svo sem á Bronco, Galant, Lancer, Daihatsu, Subaru, Willys, Volvo, Polonez, Concord, Escort, Range Rover, Isuzu Trooper, Mazda, Toyota, Scania, Dodge og m.fl. Einnig brettakantar og skyggni á Blazer, Dodge Van, Patrol, Broncc, Lada Sport, Rocky, Pajero, Hi-Lux, Ch. Van og margt fleira. BÍLPLAST XHtDITSORT *^S*Tökum að okkur trefjaplastvinnu. Æ Vagnhöfða 19, simi 688233. Vsljiö islenskt. Póstsendum. Opið laugard. frá 9-12 Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. M. Pajero4WD turbo disil 1986 M. Pajero4WDturbodisil 1985 GolfCL 1986 Mazda 626 GLX 1987 Daihatsu Cuore4WD 1987 Citroen BX14E 1987 Honda Accord EX 1982 Subaru St. 1600 DL 1982 Ford EscortXR3 1982 ColtGLX 1981 Ford Fiesta XR2 1982 FiatRitmo 1982 Daihatsu Charade 1980 Audi 100 G L disil 1979 Fiat 127 1980 Opel Rekord 1700 1976 AustinMini 1976 Citroen GSA Club 1980 Volvo Amazon 1968 Volvo 343 1982 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 29. júní í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 10-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Trygg- ingar h/f, Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. Laugavegi 178, sími 621110.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.