Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 3
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
41
Úti í sveit
Við misstum af sautjánda júní
hátíðahöldunum að þessu sinni því
að þegar þjóðhátíðardagurinn rann
upp bjartur og fagur aldrei þessu
vant vorum við austur í sveitum
þar sem gosdrykkjaflaska kostar
sjötíu krónur innihaldið og sumar-
bústaðirnir ganga fyrir rafmagni
og rennandi vatni og vegna þess
hvað sólin skein glatt á okkur fór-
um við í göngutúr umhverfis
bústaðinn og sungum Island ögrum
skorið hver með sínu nefi og að því
loknu borðuðum við hamborgara
af því að pylsurnar höfðu verið
borðaðar daginn áður af misgán-
ingi.
Hátíðahöldin fóru sem sagt fram
með hefðbundnu sniði, líka austur
í sveitum þótt þar vantaði bæði
lúðrasveit og blöðrur sem fara til
guðs fyrir dauðann ef menn láta
hjá líða að binda þær nógu fast við
fingurinn á sér. Þessar blöðrur eru
nefnilega fylltar með einhverju sem
er léttara en andrúmsloftið og eru
þess vegna alltaf að reyna að kom-
ast hærra en tjóðrið leyfir og eru
að þessu leytinu líkar sumum
stjórnmálamönnunum okkar sem
láta kjósa sig þegar þeim sýnist og
ætla sér síðan að stjórna okkur
þegar þeim sýnist og hafði forsætis-
ráðherra af þessu nokkrar áhyggj-
ur í ávarpi sínu til þjóðarinnar
sautjánda júní og fannst stjórn-
málamennirnir vera að bregðast
þjóðinni og það í þessu blíðskapar-
veðri.
Og þótt það sé kannski ljótt að
segja það efast ég um að nokkur
lifandi maður hafi verið að hugsa
um stjórnarmyndun á þeirri stundu
sem ráðherrann hélt sína ágætu
tölu og raunar lengur og breytir
það ekkert þessari skoðun minni
þótt ég hafi frétt að foringjar hafi
Háaloft
Benédikt Axelsson
verið að reyna að mynda stjórn
þennan dag þegar menn eiga að
vera að borða pylsur og veifa ís-
lenska fánanum og segjast ekki
vita hvers vegna sautjándi júní er
haldinn hátíðlegur.
Fjölmiðlabylting í sveitum
landsins
Þarna fyrir austan vantaði sem
sagt ýmislegt til að gera stemmn-
inguna þjóðlegri og notalegri, eitt
af því var fjölmiðlabyltingin 'sem
er farin að teygja langa arma sína
suður á land og hrósar sér af því
að nú sé klukkan fimm mínútur
gengin í þrjú, þegar hana vantar í
rauninni sautján mínútur í fimm,
og því hægt að fara að gera þá
brjálaða sem hafa vit á því að stilla
á sendinn í Vestmannaeyjum.
Þar að auki voru öll dagblöð
annaðhvort rétt ókomin eða löngu
uppseld þegar ég ætlaði að kaupa
þau til að kynna mér dagskrár
sjónvarpanna og útvarpanna svo
ég gæti valið og hafnað og vil ég
hér með koma því á framfæri hvort
ekki sé hægt að fá einhverja konu,
með eða án titrings, til að halda
námskeið í því hvernig sjónvörpin
og útvörpin geta veitt okkur sem
besta fullnægingu á sem skemmst-
um tíma.
Einhverra hluta vegna völdum
við að horfa á dagskrá sjónvarpsins
að kvöldi þjóðhátíðardagsins og
vegna þess að ég og táningurinn
höfðum fengið okkur þriggja og
hálfs tima göngutúr fyrr um dag-
inn, táningurinn gekk í þrjár
klukkustundir og ég í hálftíma,
lagðist ég dauðþreyttur upp í sófa
og beið spenntur eftir að þulurinn
kynnti hátíðardagskrána.
Satt að segja varð ég fyrir dálitl-
um vonbrigðum þegar aðaluppi-
staðan í dagskránni reyndist vera
endurtekið efni og týnd kvikmynd,
allt svarthvítt, og svissuðum við
því yfir á Vestmannaeyjar en
slökktum á þeim líka þegar þulur-
inn hafði sagt okkur hvað hann
héti, hvað hann ætlaði að vera
lengi með okkur, hvað klukkan
væri og að í tilefni dagsins ætlaði
hann aðeins að leika íslensk lög
og setti síðan All of me á fóninn.
Þetta bardús okkar endaði siðan
með því að við spiluðum Trivial
Pursuit og sem betur fer fékk eng-
inn spurninguna um það hver Jón
Sigurðsson hefði verið enda ekki
ástæða til að fólk muni það al-
mennt.
Ég lenti til dæmis í dálitlum
vanda um daginn, þótt ég sé ekkert
sérstaklega illa að mér í fræðunum.
þegar sá sjö ára spurði mig fyrir
framan Stjórnarráðið hvað kallinn
héti, þessi með franskbrauðið í
hendinni.
Kveðja
Ben.Ax.
N(J ÞARF EHGÍtJ*
A© HHF* ÍMÍ'dGGJUR
AF RiVi'sSjÓ-O* LctfGdR
7ÓMUR.
______________________________________49
Finnurðu
átta breytingar?
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri
myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst,
alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar
breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta, trú-
um við því að allt komi það að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og
sendið okkur neðri myndina. Skilafrestm- er tíu dagar. Að
þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum
þrenn verðlaun, öll frá versluninni Steríó, Laugavegi 63. Þau
eru: Supertech ferðatæki (verðmæti 3.450,-), LED útvarpsvekj-
ari (verðmæti 2.150,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti
1.310,-).
I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en
ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
Átta breytingar 49, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík.
Verðlaunahafar reyndust vera Brynja Guðmundsdóttir,
Blönduhlíð 11, 105 Reykjavík (ferðatæki), Anna Sigurjóns-
dóttir, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði (útvarpsvekjari), og
Stefanía Ámadóttir, Hátúni 7, 735 Eskifirði (útvarpstæki).
Vinningamir verða sendir heim.
ZJF
: &
í : — ?!
'K
■ N 'i
' s . H
■ t „ y ;
V! .... |-y
:— ./aT