Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. „Ég var alltaf að reyna að verða ríkur“ Margoft er það haft á orði að aldr- aðir séu einmana, fari lítið úr húsi og hafi það reglulega slæmt. Sem betur fer er það frekar undantekn- ingin heldur en reglan. Sjaldan hefur jafnmargt boðist fyrir aldraða og nú síðustu árin. Má þar nefna félags- starf það sem Reykjavíkurborg býður upp á. Einnig er svipuð starfsemi í sveitarfélögunum. Svo er bara að kunna að notfæra sér það sem boðið er upp á. Þau hjónin Guðni Bjarnason og Jónína Davíðsdóttir eru ein af þess- um hressu, fullorðnu hjónum sem fara í göngutúr á hverjum degi og spila bridge svo oft sem þau komast í það. Hann er áttræður og hún verð- ur 75 ára í janúar. Þau héldu upp á gullbrúðkaup sitt fyrir fjórum árum og fyrir viku hélt Guðni upp á átt- ræðisafmælið. DV heimsótti þau hjónin fyrir stuttu og ræddum við um gömlu, góðu dagana og hvað þau eru að fást við seinni árin. Viðliðumenganskort „Ég er nú fæddur í Njarðvíkum en fluttist á þriðja ári i Miklaholts- hrepp á Snæfellsnesinu og hef alltaf talið mig þaðan,“ segir Guðni og kemur sér fyrir í hægindastólnum í stofunni hjá þeim hjónum á Öldu- götu. „Við vorum sjö systkinin og það þótti ekkert mikið þá. Við höfð- um það ágætt í uppvextinum, liðum engan skort. Við fengum alltaf kjöt tvisvar í viku, á sunnudögum og einu sinni í miðri viku. Það var sjaldan fiskur - ekki þá nema einhver sem þótti ekki nógu góður til útflutnings. Skyr var oft á borðum hjá okkur.“ Jónína segir að það hafi verið öfugt heima hjá sér þar sem hún var alin upp í sjávarplássi, Vopnafirði. „Þar var alltaf nægur fiskur," segir hún. Guðni segist snemma hafa verið sendur til sjós. „Ég var ekki nema sextán eða sautján ára þegar faðir minn sendi mig til Grindavíkur á bát. Þá voru ekki komnar vélar í báta og voru tíu menn sem reru. Við sigldum í nokkra tíma og komum svo til baka með mikið af fiski. Ári seinna fór ég til Vestmannaeyja og þá voru komnir mótorar í báta þar. Það var mikill munur. Lagði vegi um landið Ég fór síðan heim aftur og fór að vinna sem verkamaður í vegavinn- unni. Það voru náttúrlega engir bílar þá,“ segir Guðni. „Um 1930 var ég gerður að flokksstjóra í vegavinn- unni. Sama ár fór ég í fyrsta skipti í flugvél. Þá var alþingishátíðin hér fyrir sunnan og við vorum fjörutíu sem vildum fara. Flugvélin, sem var sjóvél, gat hins vegar aðeins tekið fjóra farþega. Menn voru uppveðrað- ir að fara að fljúga en þegar stundin var komin voru það aðeins þrír sem þorðu og þar á meðal var ég. Það voru til tvær slíkar vélar á landinu og hétu þær Súlan og Veiðibjallan. Árið eftir var ég gerður að verk- stjóra í vegavinnunni og sendur austur á land til Vopnafjarðar, Þist- ilfjarðar og Bakkafjarðar. Þarna voru engir vegir fyrir og mér var ætlað að leggja vegi og byggja brýr en menn varð ég að fá úr sveitunum. Á þessum tíma var mikið atvinnu- leysi og ég mátti ekki koma með Guðni Bjarnason vann i fjöldamörg ár við að gera vegi um landið en það var áður en landsmenn eignuðust bíla. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.