Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
43
Hjónin Guðni og Jónina á áttræðisafmæli hans fyrir viku. DV-mynd JAK
vinnumenn með mér því mennirnir í
sveitinni gengu fyrir með störf í sinni
sveit. Ég var alltaf heppinn með
menn,“ segir Guðni er hann rifjar
þetta upp.
- Þurftirðu þá að leita að mönnum
áður en þú byrjaðir verkið?
„Já, já, það voru bara bændur og
vinnumenn af næstu bæjum. Þá var
unnið með haka og skóflu og berum
höndum. Síðan fengum við lánaðar
kerrur á næstu bæjum til að aka
mölinni úr holtunum í kring. Annars
fór það eftir því fjármagni sem að
okkur var rétt hversu langt við gát-
um komist í hvert skipti. Okkur var
aldrei sagt að fara ákveðna lengd,
peningarnir réðu ferðinni. Þetta
voru tíu til tólf menn í hverjum
flokki."
- Voru einhverjir á bílum á þessum
tíma?
„Nei, það voru engir bílar til i
sveitunum. Það þótti blaðamatur
þegar fyrsti bíllinn kom austur 1934,
að mig minnir. Það hefði ekkert þýtt
að eiga bíla þar sem engir vegir voru
og ekkert hægt að komast.“
Þeir kölluðu hann
karlinn
- Þið hjónin hafið þá líklegast
kynnst á þessum árum?
„Já, ég hitti hana á balli og síðan
hitti ég hana aftur um borð í skipi á
leið til Reykjavíkur,“ segir Guðni og
hlær við og Jónína bætir við: „Þetta
var svona eins og þegar ungt fólk
kynnist. Hann dansaði skratti vel og
það voru oft böll í þá daga og við
höfðum hist. Ég var ung og grönn
þá og man eftir því að eftir að við
vorum gift spurði einn vinnumann-
anna mig að því hvort karlinn væri
pabbi minn. Verkstjórar voru aldrei
kallaðir annað en karlar í þá daga,
sama hvað gamlir þeir voru.“ Jónina
skellihlær við þessa upprifjun.
- Var dansað um borð i skipinu?
„Nei, almáttugur. Það hefðu þótt
ósiðlegar stúlkur sem væru að dansa
í skipum í þá daga,“ segir Jónína.
„Við giftum okkur síðan í október
1933,“ segir hún ennfremur.
Guðni hafði unnið við vegagerðina
á Austfjörðum nokkur sumur en um
haustið, er þau giftu sig, fluttu þau
suður til Reykjavíkur þótt hann
héldi áfram i vegagerðinni á sumrin.
„Við leigðum fyrst á Framnesvegin-
um,“ segir hann. „Síðan byggðum
við fjórir verkstjórar hús að Njáls-
götu 92. Það hús er beint á móti
bíóinu. Þangað fluttum við inn 1937.
Þá var verið að byggja upp Norður-
mýrina. Þetta var um sarna leyti og
Ljósafossvirkjunin var sett í gang
hérna og það þótti svo mikill lúxus
að hafa rafmagnseldavél.“
Þekkti ekki
ráðherrann
„Ég vann líka mikið í Reykjavík
í steyptu vegunum. Við lögðum
steyptan veg úr Reykjavík inn undir
Elliðaárnar, síðan steypti ég Hafnar-
fjarðarveginn frá Öskjuhlíð og upp í
Kópavog. Einu sinni, er við vorum
búnir að leggja mótin niður við
Kópavogsbrúna, komu til okkar
vegamálastjóri, Geir Zoega, og for-
sætisráðherra, Hermann Jónasson.
Þeir voru að láta okkur vita að ekki
væru til meiri peningar til að halda
áfram vinnunni og við yrðum að taka
saman mótin. Þar með urðu menn-
irnir atvinnulausir því þetta var allt
saman uppbótavinna. Einn mann-
anna í hópnum var ansi frakkur og
opinn og hann gekk að forsætisráð-
herranum og spurði: „Hvaðan ert þú,
lagsi?“ Hermann svaraði að hann
væri úr Reykjavík. „Og hvað starfar
þú þar?“ spurði vinnumaðurinn. „Ja,
ég er nú ráðherra," svaraði þá hinn.
Þetta olli mikilli kátínu meðal
mannanna en þeir voru líka mjög
hissa á að maðurinn skyldi ekki hafa
þekkt ráðherrann. Það var lengi
hlegið að þessu. Þetta hefur senni-
lega verið um 1939 því herinn kom
1940 og ég man vel eftir því. Ég komst
ekki í vinnuna um morguninn því
enginn fékk að fara út fyrir hádegi.
Það breyttist mikið með hernum. Við
höfðum haft menn á biðlistum en
allt í einu var orðið erfitt að fá menn
í vinnu.
- Þú hefur þá ekki farið að vinna
fyrir herinn:
„Nei, ég var ekkert að vinna fyrir
hann. Þó var hringt í mig er ég var
í vinnu norður á Sléttu og ég var
beðinn að koma í bæinn. Þeir vildu
að ég steypti veg fyrir þá út í Hafnar-
fjörð. Við Islendingar réðum engu
um hvernig þetta var gert. Þeir settu
möl á veginn og helltu svo tjöru-
gumsi yfir. Þetta var öðruvísi en við
höfðum gert enda dugði þetta ekki
neitt. Við höfðum yfirleitt alltaf mal-
bikað göturnar með því að hræra
saman grjóti og tjöru, annars var
steypan langbest. Það var steypt inn
undir Elliðaárnar og einnig frá
Öskjuhlíðinni niður í Kópavog. Göt-
urnar í bænum voru hins vegar
malbikaðar. Ég vann ekki í þeim.
Mitt starf var meira fyrir utan bæinn
og úti á landi, enda var ég að vinna
fyrir Vegagerð ríkisins.
- Unnuð þið með valtara í þá daga?
„Já, við notuðum valtara við mal-
bikunina. Reyndar var valtarinn í
þá daga kallaður Bríet í höfuðið á
kraftakonunni Bríeti Bjarnhéðins-
dóttur sem þá sat í bæjarstjórn og
þótti mikill dugnaðarforkur."
Ætlaði að verða ríkur
- Hvað varstu mörg ár í vegavinn-
unni?
„Ég var tólf ár hjá ríkinu og síðan
var ég önnur tólf ár í útgerð hjá sjálf-
um mér. Þá var ég fyrst í félagi með
Jóni Franklín og gerðum við út tvo
báta. Ég var nú eingöngu með bók-
haldið. Seinna var ég með Örnólfi
Valdimarssyni í félagi en hann hafði
verið með báta vestur á íjörðum."
- Af hverju hættir þú hjá vegagerð-
inni?
„Maður vildi verða ríkur sem
fyrst,“ svaraði Guðni og Jónína bætti
við að hann hefði alltaf verið að
reyna að verða ríkur en hefði aldrei
verið jafnfátækur og þegar hann
hætti í útgerðinni. „Já,“ segir Guðni,
„þegar útgerðartímabilinu lauk
þurfti ég að selja húsið mitt fyrir
skuldunum og þá átti ég akkúrat
ekki neitt.“
- Var ekki lífið erfitt eftir að þið
höfðuð misst húsið ykkar?
„Einhvern veginn bjargaðist þetta
alltaf og við áttum alltaf nóg ofan í
okkur. Þeir voru eiginlega fljótir að
koma til okkar aftur, peningarnir.
Síðan fór ég í húsabrask í nokkur
ár og svo fór ég aftur í verkstjórn-
ina. Ég var líka verkstjóri í fjögur
ár hjá Olíufélaginu en þá var Sigurð-
ur Jónasson forstjóri þar.“
- Hvernig húsabrask var það?
„Ég keypti hús sem átti að fara að
rífa, flutti þau inn í Kleppsholt og
endurbyggði þau. Ég keypti til dæm-
is gömlu Báruna, sem stóð við
Tjörnina og var aðaldanshúsið, og
byggði úr henni fjögur hús. Við flutt-
um mikið inn í Skipasund, þá var
verið að úthluta lóðum þar. Einnig
keypti ég Málleysingjaskólann og fór
með hann inn í Kleppsholt. Svo var
það veitingahús sem var bak við
Herkastalann. Ég man ekki hvað það
hét en efsta hæðin brann og ég skipti
því í sundur og fór með annan helm-
inginn inn i Kleppsholt og hinn í
Kópavog. Þetta urðu ágætishús. Ég
reif þau alveg í sundur og endur-
byggði."
- Eru það hús sem standa enn?
„Já, já, þau standa ennþá og eru
góð hús.“
- Varðstu ríkur af húsabraskinu?
„Nei, þeir voru fljótir að fara, pen-
ingarnir. Ef ég hefði farið vel með
peninga þá hefði ég getað orðið rík-
ur. Ég keypti ný hús jafnóðum og svo
var ég ennþá að borga útgerðar-
skuldirnar. Við vorum líka mikið
fyrir ferðalög og höfum komið til 23
landa. Við fórum fyrst með Gullfossi
þegar hann kom nýr árið 1950. Okk-
ur hefur alltaf þótt mjög gaman að
ferðalögum."
Skemmtilegt að smíða
„Ég held að mér hafi þótt húsa-
braskið skemmtilegasta af þeim
störfum sem ég hef unnið. Ég var
náttúrlega búinn að vera mikið í
smíði i vegavinnunni því maður var
alltaf að byggja yfir ræsi og ár,“ seg-
ir Guðni. Hann var um nokkurra ára
skeið aftur í vegavinnunni. I sjö ár
bjuggu þau hjón í Keflavík. Þar var
Guðni formaður bridgesambandsins
en hann hefur alla tíð verið mikill
bridgespilari. Hann var lengi í
Bridgefélagi Reykjavíkur og nú á
efri árum kemur það sér vel því
Guðni fer enn mikið og spilar og nú
fer Jónína með honum. Þá var Guðni
einn. af stofnendum Verkstjórasam-
bands Islands. „Það var haldið
námskeið fyrir verkstjóra sem komu
víðsvegar af landinu. Ég kenndi á
þessu námskeiði og það endaði með
því að stofnað var samband. Ég var
í ellefu ár gjaldkeri og í fjórtán ár í
stjórninni. Ég fékk heiðursskjal frá
þeim,“ segir Guðni, náði í skjalið og
sýndi blaðamanni. „Þeir voru svo
vitlausir, verkstjórarnir, hér áður
fyrr,“ segir Jónína. „Þetta voru al-
gjörlega réttlausir menn og ef eitt-
hvað kom upp á voru þeir illa staddir.
Það var ekki fyrr en um 1960 sem
eitthvað fór að gerast í þessum mál-
um en það var vegna slyss er varð
þá og tveir verkstjórar létu lífið í."
Smíðaði vinsæla
svefnbekki
Lengi vel smíðaði Guðni svefn-
bekki sem hann síðan seldi gegnum
smáauglýsingar. Þá kom margt fólk
til þeirra og vildi kaupa bekki. „Fólk
er meira að segja ennþá að koma og
spyrja um svefnbekki,” segir Jónína.
Eitt sinn stundaði Guðni hnefa-
leika og glímu. Aðaláhugamálið
hefur hins vegar alltaf verið bridge.
„Konunni fannst ég stundum of mik-
ið að heiman en í dag nenni ég engu
öðru en að spila." segir Guðni. „Ég
er ákaflega fegin núna að hann skuli
hafa haft þetta áhugamál því annars
myndi hann ekki hrevfa sig í dag."
segir Jónína þá. „Við förum bæði og
spilum. Það er svo ágætt að það skuli
vera boðið upp á félagsstarf fyrir
aldraða."
Þau hjónin eiga eina dóttur.
Barnabörnin eru þrjú og barna-
barnabörnunum fer fjölgandi. Það
er því oft glatt á hjalla í húsinu og
sérstaklega um síðustu helgi er
Guðni hélt upp á áttræðisafmælið.
Nota myndbandið
mikið
„Það er eitt sem ég hef haft nokk-
urs konar æði fyrir en það eru
klukkur. Ég safna klukkum því ég
hef svo gaman af þeim. Svo slá þær
allar," sagði Guðni Bjarnason. „Ég
horfi líka mikið á sjónvarp. Ég er
með myndband og tek allt upp sem
er seint á kvöldin, horfi síðan á það
daginn eftir."
Það er alltaf skemmtilegt að ri^a
upp gamla daga. Við höfðum setið á
þriðja tíma og rætt málin og tími var
kominn til að kveðja. Þessi fullorðnu
hjón á Öldugötunni eiga hrós skilið
fyrir að vera jafndugleg og raun ber
vitni. Og vissulega er það gott að
eiga eitthvert áhugamál í ellinni þvi
hvað er leiðinlegra en hanga heima
og láta sér leiðast? -ELA
Fiskvinnslustörf
Okkur bráðvantar starfsfólk til fiskvinnslustarfa nú
þegar. Fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. í síma
97-81200.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga,
fiskiðjuver, Höfn, Hornafirði
Til sölu útihús á Laugarvatni
Kauptilboð óskast í útihús Héraðskólans á Laugarvatni, þ.e. fjós og hlaða með áföstum
viðbyggingum án sérstakra lóðarréttinda. Eignin verður til sýnis í samráði við Þóri Þor-
geirsson oddvita, Laugarvatni.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá oddvita og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa
borist skrifstofu vorri fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 7.7. nk.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu-
stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í
Ólafsvík.
2. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina
á Þórshöfn.
5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina
í Fossvogi, Reykjavík.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina
í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
7. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á ísafirði.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina
á Eyrarbakka. Staðan verður veitt frá 1. september.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
25. júní 1987.
óskast i eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þridjudaginn 30. júni 1987 kl. 13-16
í porti bak vió skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavik.
Stk. Tegund Árg.
1 Volvo F-86 vörubifr. m/krana 1975
1 Volvo fólks- og vörubifr., 10 farþ., 1966
1 Hino KM410 vörubifreið 1980
1 Ford Club Van E 250,11 farþ., 1979
1 Mitsubishi Rosa Bus fólksflbifr. 1980
1 Ford Econoline E150 sendibifr. 1979
1 Toyota Hiace sendibifr. 1983
1 Mitsubishi L 300 sendibifr. 1980
1 Chevrol. Van sendibifr. 1977
2 Citroen C 25 sendifbifr. m/lyftu disil 1984
1 Datsun Cherry Van 1981
1 Scout pickup m/húsi 4x4 disil 1980
1 Scout 4x4 bensin 1980
1 Chevrolet pickup 4x4 1980
1 GMC pickup m/húsi 4x4 1978
1 Datsun pickup 2200 disil 1981
1 LadaSport4x4 1979
1 Subaru station1800 1982
1 Subaru station1800 1983
1 Subaru station 1600 1979
1 Mazda 929 station 1983
2 Mazda 929 station 1982
1 Mazda 929 fólksbifr. 1981
1 Volvo 244 fólksbifr. 1980
1 Volvo 244 fólksbifr. 1979
1 Suzuki Alto fólksbifr. 1984
1 Lada station 1500 1983
Tilboðin veröa opnuð sama dag kl. 16.30 að vióstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til
aö hafna tilboóum sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006