Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 8
'{•JJfíi'i ■.V' ••■/.■! ■.&! "• ,;*c ■: ’í -H i 1 Hálfdán Ólafsson, ábúandi að Upp- sölum í Seyðisfirði við ísafjarðar- djúp, er að verða landsþekktur maður. Ekkert verður fullyrt um hvort Hálfdán muni ánægður með frægðina en það verður að draga í efa eftir dagspart í félagsskap hans. Eitt er víst: Hálfdán fagnar ekki þeim ástæðum sem valda því að hann er nú á milli tannanna á fólki. Gefum Hálfdáni orðið: „Það er lygi að hundarnir mínir fari í fé, ég er að rækta upp hunda sem leggjast ekki á fé, ekki á fugla, ekki á fólk og elta ekki bíla. Ég hef neyðst til að kæra þessa menn tvisv- ar áður en í bæði skiptin hefur kærunum verið stungið undir stól.“ Hálfdán er að lýsa útistöðum við nágrannana vegna hundanna sinna. Fyrir stuttu átti Hálfdán tuttugu og átta hunda sem hann var að rækta til að þeiryrðu minkahundar en fjór- ir þeirra voru skotnir fyrir augum hans. Eftir að hafa kynnst Hálfdáni og hundunum verður að teljast ólík- legt að um grimma hunda sé að ræða en meira um það síðar. En hver er Hálfdán Ólafsson? „Kommúnisti allt mitt líf“ „Ég hef verið kommúnisti allt mitt líf. Nei, ég er ekki hrifinn af Al- þýðubandalaginu og Svavari. Hann er búinn að hlaða í kringum sig upp- gjafa menntaskríl. Mér líst engan veginn á það. Það var enginn verka- maður í baráttusæti hjá þeim í kosningunum, bara menntaskríli." Hálfdán er Bolvíkingur og verður sextíu og eins árs á þessu ári. Hann bjó lengi í Reykjavík, á Brekkustígn- um. Hálfdán var kokkur í þrjátíu vertíðir og alls til sjós fjörutíu vertíð- ir. Auk þess var hann á togurum. Hálfdán er búinn að búa á Uppsölum í rétt um tíu ár. „Ég er ekkert hrifinn af þessum helvítis vegi, fái ég að vera í friði líður mér best. Þegar ég kom hingað fyrst, það var um haust, hafði ég með mér sjö salt- fiska, það var allt og sumt, og um vorið átti ég einn eftir. Hvað gerði ég? Ég fór í fjöruna og tíndi söl og krækling. Hér er þarategundin mar- inkjarni. Ég sauð hann og eftir að hafa smakkað hann vildi ég helst ekki annað. Ég hef alltaf haft nóg að borða. Nú hef ég lífeyri frá Lífeyr- issjóði sjómanna, níu hundruð og sjötíu krónur á dag, ég á góðan af- gang.“ „Héldu að hundarnir ætu mig“ „Það hafa margir haldið að ég gæfi hundunum ekkert að éta og eitt sinn að vetri kom Fagranesið sigl- andi hér inn, vegurinn var ófær. I land komu dýralæknir, fógeti, lög- fræðingur og hreppstjórinn. Þeir voru með fullt af mat, svínahamborg- arhrygg og svoleiðis drasl, þeir vildu passa það að ég og hundarnir hefðum nóg að borða.“ Hálfdáni er skemmt við þessa upprifjun, hann hlær mik- ið. „Ég varð að sýna þeim að ég ætti fjórar fullar tunnur af finum bút- ungi.“ Hálfdán vildi sýna okkur gestunum að hann ætti nógan mat. í reyk- húsinu héngu rúllupylsur, selkjöt og grásleppa. Hann sýndi okkur líka mikið af söltuðu kjöti handa hund- unum. Það fær Hálfdán í kjötvinnslu á ísafirði. „Þið sjáið að ég hef komið mér vel, þeir senda mér alltaf afskurð af kjöti, svo þeim líkar við mig.“ Hundarnir hans Hálfdánar þurfa ekki að éta kjötið salt því á Uppsöl- um er sérstakur skúr með rennandi vatni þar sem hann afvatnar kjötið. „Nú skal ég sýna ykkur góðan mat...“ og upp úr plastfötu dregur kappinn söltuð hrogn. í öðrum skúr var Hálfdán með fulla tunnu af kryddsíld og í hjallinum hékk kjöt á rám. Hálfdán benti inn i hjallinn og sagði: „Á efri ránni er reykt selkjöt Þeir héldu að hundarnir ætu mig. Hálfdán meö Rósu skutlu, þarna líður henni vel. Vil fá að vera í friði. handa mér og á þeirri neðri er saltað selkjöt handa hundunum." Það var greinilega nógur matur til á Uppsöl- um. „Borða kjarngóðan mat“ Hálfdán er um margt öðruvísi í hátterni en gengur og gerist: tröll- vaxinn, óhreinn, hárið er úfið og mikið og sama má segja um skeggið. Tannlaus er hann og klæðnaðurinn er ekki keyptur í tískuvöruverslun. Peysan hafði einhvern tíma verið hneppt en nú er búið að sauma hana saman. Axlaböndin voru einstök, tveir liðir að framan en aðeins einn að aftan. Á milli peysunnar og buxn- anna sást oftast í bert. Hálfdán virtist ekki hafa áhyggjur af útliti sínu, og þó: „Fyrirgefið, strákar, það Texti: Sigurjón M. Egilsson Myndir: Gunnar V. Andrésson er sennilega hundalykt af mér.“ Orð að sönnu. Eitt sinn sagði Hálfdán: „Þið heyrið að ég borða kjarngóðan mat.“ Eftir einn góðan neðri barka- söng fór Hálfdán með vísustúf: Rósa mín rekur við rétt eins og hestur, heyrist í klettaklið, kemur stór brestur. Þegar Hálfdán var spurður hvort hann væri pjattaður sagði hann: „Ég er löngu hættur að vaska upp, ég drekk núorðið úr plastbollum sem ég get hent og sett nýja í handfang- ið, það er allt annað líf, annars er ég hættur öllu uppvaski." Hálfdán reykir mikið, hann saug pípu, vindla og sígarettur á meðan við stöldruðum við. „Eitt sinn var ég búinn að vera tóbakslaus í tvo daga en þá fann ég pakka og var fljótur að svæla hann í mig, “ segir hann og brosir við endurminning- unni. „Þarfað laga til“ „Ég þarf að fara að laga til hér fyrir utan húsið. Þetta er ekki svo mikið, dráttarvélin fer í viðgerð, tunnur upp fyrir hús og kerran líka, þetta er ekki svo mikið.“ Einhver hefði kannski sagt að það þyrfti meira að koma til svo Uppsalir og nágrennið yrði þrifalegt. „Ég er að byggja mér gróðurhús, þar get ég ræktað kartöflur, kál, rófur og hvað sem ég vil. Ég ætla að nota afgasið af ljósavélinni til hita upp gróður- húsið. Ég leiði það í lítinn ketil og þaðan í stóran sem ég fékk úr ónýtri síldarverksmiðju á ísafirði, með því hita ég gróðurhúsið." Hrjúfur líkami, Ijúfur maður Hálfdán er grófgerður maður en hann virðist ekki bera aldurinn illa. Hann datt í vetur og hefur verið haltur síðan. „Ég fer aldrei til lækn- is, þeir geta skoðað mig þegar ég kem upp.“ Innri maður Hálfdánar er hins vegar ljúfur. Hann gefur blíðustu foreldrum ekkert eftir þegar hann er að sinna hundum sínum. Þeir virðast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.