Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Page 12
58 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Sérstæð sakamál Morðinginn og sú yrta gengu aftur Kay Newton var rnjög ánægð þegar hún keypti húsið sem var áfast við hús bestu vinkonu hennar. Þetta var einkar hentugur bústaður fyrir konu sem komin var á eftirlaun. Hann hafði heldur ekki verið dýr og þar að auki yrði ekki erfitt að hugsa um heimilishaldið. Kay Newton fannst að það ríkti sérstakt andrúmsloft í húsinu en þó leið nokkur tími þang- að til henni varð ljós hve sérstakt það var. Cornfield Cottages er í rauninni tvö sambyggð smáhús í fallegu um- hverfi í Somerset á Englandi. Húsin eru frá átjándu öld og voru í upp- hafi bústaðir landverkafólks. Vinkona Kay Newton, Madeline Somers, flutti í sitt hús 1980. Þremur árum síðar lést maður hennar og eft- ir það bjó hún ein í því. Árið 1985 fór hún á eftirlaun og þá bað hún Kay um að flytja i sitt hús og gerði hún það. Fyrrverandi eigandi hússins, Vera Hampton, hafði aðeins búið í húsinu í tvö ár af því henni hafði ekki liðið vel í því. Hún hafði þó gert það ný- tískulegra á ýmsan hátt og því þurfti aðeins að leggja teppi á gólf og mála það áður en Kay flutti í það. 25. maí 1985 settist Kay Newton svo að í því. Hún hafði margt með sér en flest af því flutti hún i kössum eða ferðatöskum. Lét hún í ljós efasemd- ir um að hún kæmi öllu þessu fyrir á nýja heimilinu. Fyrstu mánuðina var hún að koma sér fyrir. Féll henni sjaldan verk úr hendi frá morgni til kvölds er hún lagðist venjulega þreytt til svefns. Við Madeline sagði hún að sér þætti gott að búa í húsinu og væri fyllilega ánægð með nýja heimilið. Þó var eins og henni væri ekki full alvara með þessum orðum sínum. Ruslakompan Kay Newton gat í rauninni ekki gert sér grein fyrir því hvað það var sem henni féll ekki. Staðreyndin var sú að yfirlýsingar hennar um að henni liði vel á nýja heimilinu áttu ekki við rök að styðjast. í hvert sinn sem hún kom í litla herbergið sem hún notaði fyrir ruslakompu fór henni að líða illa. Þess vegna fór hún ekki þangað inn nema það væri alveg nauðsynlegt. Hún nefndi þetta þó aldrei við Madeline Somers. Svo gerðist það tveimur mánuðum eftir að Kay flutti til vinkonu sinnar, nánar tiltekið 24. júlí, að Kay komst svo úr jafnvægi að hana langaði til þess að flytjast á brott án tafar. Þetta var miðvikudagur og langt liðið á dag. Kay Newton vantaði allt í einu eitthvað sem fylgdi saumavél- inni hennar. Hún leitaði að því um allt og endaði með því að fara inn í kompuna. Hún leitaði þar í hverjum kassan- um á fætur öðrum og beygði sig hvað eftir annað. Allt í einu fór hana að svima. Veggirnir fóru að hringsnúast og svo varð allt dimmt. Þegar hún rankaði við sér lá hún endilöng á gólfinu. Það hlaut að hafa liðið vfir hana. Hún hafði það þó á tilfmningunni að hún væri ekki ein í kompunni. Þegar hún leit upp blasti við óhugnanleg sýn. Þarna inni voru tvær mannverur, maður og köna sem Kay Newton þekkti ekki. Konan var um fertugt, smávaxin og lagleg. Maðurinn var Annar endi Cornfield Cottages. Hér býr Kay Newton. Kay Newton, til hægri, og vinkona hennar, Madeline Somers. talsvert eldri, hár, grannur og með djúpa drætti í andlitinu. Hann virtist í miklu uppnámi og hélt á einhverju í hægri hendinni. Hjó hann ákaft með því. Konan var greinilega mjög hrædd og reyndi að fjarlægjast manninn en allt í einu var hún kom- in með bakið upp að vegg. Skyndi- lega gerði Kay Newton sér grein fyrir því að maðurinn hélt á hníf. Vondur draumur? Konan fór nú að æpa af hræðslu og augnabliki síðar rak maðurinn hnífinn í brjóst hennar. Hún stundi þungt og féll á gólfið. Kay Newton gat ekki hreyft sig á meðan þetta óhugnanlega atvik gerðist. Hún ótt- aðist líka að maðurinn myndi stinga hana. Hún lá því og horfði á á meðan maðurinn vafði teppi um konuna og hvarf út úr kompunni. Kay Newton gaf ekki frá sér minnsta hljóð í nokkrar mínútur en hlustaði ákaft eftir umgangi. Svo varð henni ljóst að hún yrði að kom- ast í símann. Hún reis á fætur og læddist í áttina að honum. Hræðsla hennar var mikil því hún átti von á því að maðurinn kæmi aftur. Það gerði hann þó ekki og Kay hringdi til lögreglunnar og sagði henni frá því að kona hefði verið myrt fyrir augunum á henni. Þá fór hún til Madeline Somers og sagði henni frá því sem gerst hafði. Vinkona hennar hlustaði vantrúuð á frásögn hennar og þóttist viss um að Kay hefði dreymt vondan draum. Hvaðan áttu konan og maðurinn, sem myrti hana, að hafa komið? Lögreglan var sama sinnis þegar hún hafði farið um allt húsið. Kay Newton hlaut að hafa dreymt þetta allt. Hvergi var nein merki að sjá um að þarna hefði kona verið stung- in til bana. Ekki einu sinni einn einasta blóðdropa. Það sóttu því margar hugsanir að Kay þegar leið að háttatíma og þá fór hún til Madel- ine Somers og fékk að sofa hjá henni um nóttina. Næsta morgun skein sólin inn um gluggann á svefnherberginu og þá leið Kay Newton miklu betur. Hún var nú líka sjálf farin að trúa því að hún hefði fengið martröð. Nú leið hálfur mánuður án þess að nokkuð gerðist. Þá flutti Kay aftur í sitt hús. Þó þorði hún ekki að fara •«ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.