Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 13
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
59
Sérstæð sakamál
inn í kompuna ein og vantaði hana
eitthvað þar bað hún Madeline alltaf
að koma með sér inn í hana.
Fundurinn í garðinum
Um þremur vikum eftir þennan
atburð, eða 19. ágúst, var Kay að
störfum í garðinum á bak við húsið.
Þar var mikið um illgresi enda hafði
ekki verið hugsað um garðinn árum
saman. Hún var önnum kafin og
tíminn leið hratt. Allt í einu rakst
skófla hennar í eitthvað hart. Ef til
vill var það steinn. Kay hélt áfram
að grafa og eftir skamma stund kom
hún niður á lærlegg úr manni. Rétt
á eftir sá hún hauskúpu.
Hún stóð á öndinni í stutta stund
en svo fór hún að æpa. Madeline
Somérs kom hlaupandi. Kay Newton
stóð stjörf með skófluna í hendinni.
Við fætur hennar lá hauskúpan.
í þetta sinn kom það í hlut Madel-
ine Somers að hringja á lögregluna.
Brátt kom læknir á vettvang. Rann-
sókn leiddi svo í ljós að beinin hefðu
legið í jörðu í 9-10 ár. Kay Newton
gat engar skýringar gefið og lögregl-
an lét hana í friði. Frekari rannsókn
var nú ákveðin.
Nokkrum dögum síðar kom John
Foster rannsóknarlögreglumaður til
Cornfiled Cottages. Hann sýndi nú
talsverðan áhuga á draumi ■ Kay
Newton í fyrra mánuði og bað hana
að segja sér nákvæmlega hvað hún
hefði séð í honum.
Er hún hafði gert það lét John
Foster í ljós skoðun sína á málinu.
Systir haldin grunsemdum
Eitthvað hafði gerst í Cornfield
Cottages í september 1973. Þá var
Foster kominn til starfa hjá lögregl-
unni. Kona að nafni Hilda Marlow
hafði þá haft samband við lögregluna
og beðið hana um að fmna systur
sína, Ednu Weaver. Hún átti að búa
með manni sínum, Thomasi, í Cornfi-
eld Cottages. Hilda Marlow hafði
skrifað systur sinni mörg bréf en
aldrei fengið neitt svar. Hún hafði
því farið að hafa áhyggjur og þær
höfðu orðið enn meiri er hún hafði
farið til Cornfield Cottages og hitt
Thomas þar. Hann hafði þá sagt
henni að Edna hefði farið frá sér
mörgum mánuðum áður og vissi ekki
hvar hún væri.
Hilda Marlow hafði ekki trúað frá-
sögn hans. Hún óttaðist að eitthvað
hefði komið fyrir systur sína og bað
lögregluna um að rannsaka málið.
Thomas Weaver var yfirheyrður en
lýsti því þá aftur yfir að kona hans
hefði yfirgefið hann. Húsið var rann-
sakað en þar var þá ekkert að finna
af persónulegum munum hennar.
Það leit því út fyrir að Thomas væri
að segja satt.
Beinafundurinn í garðinum á bak
við Cornfield Cottages varpaði hins
vegar nýju ljósi á þetta gamla mál.
Beinin reyndust vera af konu á aldr-
inum 35-40 ára og höfðu legið í jörðu
i lengri tíma en upphaflega hafði
verið talið eða um 12 ár. Það kom
heim og saman við þann tíma er
Edna Weaver hvarf.
Þetta var ástæða þess að Foster
fékk áhuga á draumi Kay Newton.
Ekki hafði það heldur dregið úr
áhuga hans að hnífsblað hafði fund-
ist i garðinum skammt frá beinunum.
Gat það verið að Kay Newton hefði
„orðið vitni“ að morði sem framið
hafði verið tólf árum áður?
Svo mátti helst telja. Þar sem nú
var ruslakompan hafði áður verið
svefnherbergi Weaverhjónanna.
Friður í húsinu?
Kay Newton er sjálf sannfærð um
að hún hafi orðið vitni að morðinu
sem framið var svo mörgum árum
áður. Hún hafi séð vofur Ednu og
Thomasar Weaver hversu einkenni-
legt sem það kunni að teljast.
Það leikur enginn vafi á því að
beinin sem fundust í garðinum á bak
við húsið voru af Ednu Weaver.
Nákvæmar rannsóknir hafa leitt það
í ljós. Það hefur hins vegar ekki te-
kist, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan,
að hafa uppi á Thomasi Weaver.
Hann seldi húsið árið 1974, ári eftir
hvarf konu sinnar. Þá fluttist hann
til Ástralíu en þar í landi hefur ekki
tekist að finna hann þrátt fyrir að
lögreglan þar hafi reynt það. Eru
uppi um það getgátur að hann hafi
flust þaðan til Bandaríkjanna. Lík-
legast þykir þó að hann sé látinn því
aðrar skýringar á sýn Kay Newton
þykja vart koma til greina.
Hildu Marlow var tilkynnt um
beinafundinn. Hún lét þá í ljós
óánægju sína með að lögreglan
skyldi ekki hafa haft sig meira í
frammi er hún leitaði til hennar eftir
að hafa árangurslaust skrifað systur
sinni. Lögreglan bendir hins vegar á
að hún verði að halda viðteknar regl-
ur í meðferð slíkra mála því annars
geti svo farið að hún þyki beita of
hörðum aðferðum sem geti valdið
saklausu fólki óþarfa erfiðleikum í
einkalífi sínu og jafnvel valdið því
að það falli á það grunur um illvirki
sem það hafði aldrei framið.
Hilda lét flytja bein systur sinnar
í §ölskyldugrafreit. Eftir að þau
höfðu verið jarðsett. þar létti Kay
Newton mjög og vonast hún nú til
þess að friður komist aftur á í húsinu
og hún þurfi ekki framar að óttast
að fara ein inn í ruslakompuna.
Thomas og Edna Weaver voru gefin saman 1961. 12 árum siðar endaði hjónabandið á hörmulegan hátt.
Hafnarhreppur
KENNARAR
Viö Heppuskóla, Höfn, vantar enskukennara í 7.
til 9. bekk. Einnig vantar kennara í almenna kennslu.
Góð vinnuaðstaða. Gott húsnæði. Flutningsstyrkur
o.fl.
Upplýsingar veitir skólastjóri í sima 97-81321.
Skólastjóri.
Hár-
snyrting
fyrir alla
fjölskyld-
una.
HÁRSNYRTISTOFA
LAUGAVEGI27 • S. 26850
ESS Leiga á hótelaðstöðu
gSí heimavist Fjölbrautarskólans
^ á Sauðárkróki
Óskað er tilboða í rekstur sumarhótels í Heimavist
Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sumrin 1988-1990.
Um er að ræða leigu á gisti- og veitingaaðstöðu.
Gistiherbergjafjöldi í dag er 24 herbergi og á tímabil-
inu má vænta fjölgunar gistiherbergja í allt að 38.
Þeir sem áhuga hafa snúi sér til undirritaðs sem gefur
allar nánari upplýsingar.
Tilboðsfrestur er til 1 5. júlí nk. og skal tilboðum skilað
á bæjarskrifstofuna á Sauðárkróki, merktum „TILBOÐ
í LEIGU Á HEIMAVIST F. á S."
Sauðárkróki 22. júní 1987
Bæjarstjóri
Tjaldasýning
um helgina
Tjöldum öllu
því sem
til er.
Aldrei meira
úrval.
6%Ug era
EYJASLOÐ 7 - SÍMI 621780