Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 15
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
61
DV
_____________________________________Popp
Johnny Hates Jazz
Johnny Hates Jazz er með sér-
kennilegri hljómsveitanöfnum sem
heyrst hafa í seinni tíð, þótt Curios-
ity Killed The Cat (Forvitni varð
kettinum að aldurtila) slái allt annað
út í þessum efnum.
Tríóið Johnny Hates Jazz er skipað
þremur þrautreyndum drengjum sem
eru á aldrinum frá 23 til 26 ára.
Pabbinn jassari
Clark Datchler er söngvari Johnny
Hates Jazz og sonur jasssaxófónleik-
ara sem er nokkuð þekktur blásari.
Að vísu er það rétt að Clark fékk
einum of stóran skammt af frjálsum
jassi í æð sem barn og unglingur en
hann hatar jassinn samt ekki. Nafnið
kom til vegna þess að vinur hans sem
er bóndi heitir Johnny og hatar jass-
tónlist út af lífinu. Auk þess er nafnið
skondið og hefur vakið eftirtekt.
Clark byrjaði að gefa út lög sín
aðeins 16 ára að aldri en þá söng
Julie Roberts, síðar meðlimur jass-
popp sveitarinnar Working Week,
eitt laga hans inn á smáskífu. Arang-
urinn var enginn. Skömmu síðar
gerðist hann lagasmiður hjá plötu-
fyrirtæki, var sendur til Los Angeles
og samdi 100 lög á einu ári.
The Drifters hljóðrituðu eitt þess-
ara laga en árangurinn var enginn.
Þá snéri hann aftur heim til Bret-
lands, samdi fleiri lög, gaf út með
eigin hljómsveit og siðan tvö lög
undir eigin nafni. Árangurinn var
Popp
Jónatan Garðarsson
sem áður, enginn. En þar kom að
hann kynntist bandarísk ættaða
upptökumanninum Mike Nocito sem
starfað hefur m.a. bak við hljóð-
borðið hjá Police og Pink Floyd.
Mike var sérlegur aðstoðarmaður
Phil Thornally í hljóðverinu en var
jafnframt. að fikta við tónsmíðar og
spilverk ýmiss konar. Hann kynntist
öðrum gutta með svipaða drauma,
upptökustjóranum Calvin Hayes.
Þessir tveir voru að dunda sér við
að setja saman tónlist í fáum en þó
nokkuð góðum frístundum.
Vantaði söngvara
Þar kom að þessar lagasmíðar
þeirra Mike og Calvin fóru að taka
á sig mynd og þá vantaði söngvara.
Báðir höfðu rekist á Clark Datchler
sem átti stundum erindi við þá og
þeir buðu honum að vera með. Clark
söng eitt lag eftir þá inn á smáskífu
og sem fyrr varð árangurinn enginn.
En nafnið á sveitina var komið og
Calvin Hayes sem hafði verið í slag-
togi með Ricki Wilde bróður Kim
Wilde þegar lagið Kids In America
varð til, þóttist vita betur og taldi
rétt að reyna aftur. Tilraunin var
kölluð Shattered Dreams og kom út
á smáskífu. Nú lét árangurinn ekki
á sér standa. Loksins hafði þeim te-
kist að skapa eitthvað sem virkaði
og lagið komst ofarlega á lista. Þar
með var Johnny Hates Jazz ekki
lengur léttur leikur þriggja tónlistar-
manna sem vanalega grúfa sig yfir
verkefni annarra í hljóðverinu, held-
ur alvöru hljómsveit.
Ávallt viðbúnir
En þeir vita sem er að frægðin er
fallvölt. Jafnvel þótt þeim finnist
Johnny Hates Jazz
sætt að ná þessum árangri búast
þeir allt eins við hinu versta í næstu
atrennu.
„Tónlistarmenn eiga það til að vera
viðkvæmir," segir Calvin Hayes.
„Þess vegna var það. þegar við Mike
hófum samstarfið, að við ákváðum
að þetta vrði engin venjuleg hljóm-
sveit. Við ætlum ekki að taka hlutina
of alvarlega heldur njóta þess sem
við erum að gera".
Jónatan Garðarsson
Sungið um
ljósvakann
Roger Waters, fyrrum aðalsprauta
Pink Floyd, hefur sagt skilið við fé-
laga sína og fer sínar eigin leiðir á
annarri sólóplötu sinni, Radio K.A.
O.S. Þar lætur hann útvarpsmann-
inn Billy leiða þráðinn í verki sem
svipar um margt til fyrri tónsmíða
hans. Ekki er langt síðan Roger
Waters annaðist að mestu tóngerð
við hina þekktu teiknimyndasögu
When The Wind Blows, þar sem fjall-
að er um afleiðingar kjarnorkustyrj-
aldar. Ef til vill hefur þessi vinna
orðið honum hvati að gerð plötunnar
því í lok hennar er útvarpssjúkling-
urinn Billy látinn nýta sér útvarps-
tæknina til að líkja eftir kjarnorku-
stríði, í þeirri von að koma vitinu
fyrir íbúa heimsins.
Það er útvarpsmaðurinn Jim Ladd
frá Los Angeles sem fer með hlutverk
Billys á plötunni. Það mun vera ætl-
un Waters að færa verkið upp á svið
og er það kvikmyndagerðarmaður-
inn David Monroe sem fengið hefur
það hlutverk að sviðsetja herleg-
heitin. Tónlistin verður á sínum stað
og sömuleiðis útvarpsmaðurinn Jim
Ladd. Hann kemur jafnvel til með
að taka símann í beinni tónleikaút-
sendingu og ræða við þá sem ekki
komast á tónleikana sjálfa (hugmynd
sem íslensku útvarpsstöðvarnar ættu
að hugleiða).
Waters mun standa að þessu á svip-
aðan hátt og þegar Pink Floyd setti
Wall á svið á sínum tíma, en auk
Radio K.A.O.S. verksins mega aðdá-
endur hans eiga von á léttu úrvali
vinsælustu Pink Floyd-laganna.
Sjálfur segir Waters um tilurð
verksins: „Eg sæki efniviðinn til
æskuáranna er ég hlustaði hugfang-
inn á Radio Luxembourg í rúminu á
kvöldin. Það er einhver hugljómun
tengd þessari minningu.“ En hvers
vegna er hér um samstætt verk að
ræða? „Ég fæst við hugmyndir og
tilfinningar," segir Waters. „Og mér
veitist auðveldara að koma hugsun
minni frá mér í heilsteyptu tónverki
með samhangandi þræði.“ Og þegar
forvitnast er um hvernig honum líði
í dag, eftir að hafa sagt bless við sína
gömlu félaga, er svarið hreinskilið
og beinskeytt: „Það er mikill munur.
Og munurinn er fólginn í samlíking-
unni um vængstífðu öndina annars
vegar og hins vegar örninn sem svíf-
ur vængjum þöndum um himinhvolf-
ið.“
Og þetta líka...
• Blúsmunnhörpuleikarinn
Paul Butterfield, sem lést fyrir
skömmu af völdum ofneyslu eitur-
lyfja, hafði verið að vinna að.
hljómplötu með basssaleikaranum
Jaco Pastorious er hann féll frá.
Þessi plata mun væntanlega koma
út á árinu, en meðal þeirra sem
koma við sögu er gítarleikarinn
Hiram Bullock, trommarinn Ken-
wood Dennard og saxófónleikarinn
Michael Brecker.
• Miles Davis, sá merki djass-
maður, gerði ágæta plötu á síðasta
ári í félagi við bassaleikarann
Marcus Miller og nefndi gripinn
eftir Tutu biskupi í Suður-Afríku.
Nú nýtur hann aðstoðar annars
bassaleikara við gerð sinnar nýj-
ustu plötu, en það mun vera Bill
Laswell. frægur hljóðritunagaldra-
karl með meiru.
• Marianne Faithful hefur haft
hljótt um sig um langt skeið. Nú
er hún að sögn að vinna að blús-
plötu ásamt gítarleikurunum
Robert Quine og Bill Frisell. pian-
istanum Mac Rebennack. bassist-
anum Fernando Saunders og
trommaranum J.T. Lewis. Platan
kemur til með að innihalda þekktar
blúsperlur eingöngu.
• Mick Jagger heldur ótrauður
áfram að vinna að annarri sóló-
plötu sinni í New York eftir
nokkurra vikna vinnslu í Hollandi.
Gítaristinn Jeff Beck kemur mikið
við sögu en einnig má nefna bassa-
leikarann Doug Wimbish og
trommarann Omar Hakim. Upp-
tökustjórnin deilist, á þá Dave
Stewart og Keith Diamond. en
Jagger er enn sem fvrr ábvrgur
fyrir hljóðunum úr látunsbarkan-
um.
• Annar gamall poppari. Ginger
Baker fyrrum trommari Cream. er
ekki alveg dauður úr öllum æðum
þótt hann hafi sinnt ræktunarstörf-
um suður á Ítalíu um nokkurt skeið
áður en hann sneri aftur á plötunni
sem Public Image Ltd. sendi frá sér
í fvrra. Nú er kappinn kominn aft-
ur á fulla ferð með plötuna Horses
and Trees því til sönnunar. Það
vekur athvgli að hann hemur
trommuslátt sinn meira en í gamla
daga. en meðreiðarsveinar hans
eru t.d. Bill Laswell, L. Shankar
og Fodav Musa Susa.
• Dio, með Ronnie James Dío í
broddi fvlkingar, verða á Donning-
ton hátíðinni með efni nýrrar
breiðskífu á takteininum, Dream
Evil. Þetta er fvrsta platan sem
gítarleikarinn Craig Goldie leikur
inn á í nafni Dio, en félagar hans
eru Vinnie Appice, Jimmy Bain og
Claude Schnell auk Dio sjálfs.
• Neil Young, sem aðeins er tek-
inn að eldast þrátt fvrir nafnið.
hefur smalað saman í Crazv Hor-
ses- sveit að nýju og gefur innan
tiðar út plötuna Life. Platan er
sögð í rokkaðri kantinum með ör-
litlum þjóðlaga- og sveitabræðingi
þó.
• Jane Fonda, sem grætt hefur
milljónir á að láta fólk tevgja sig
og sveigja í akróbatík í takt við
tónlist þekktra poppstjama, er
ekki alveg af baki dottin. Nú ætlar
hún að gefa út kassettu sem fólk
getur hlustað á þegar það fer í létt-
ar gönguferðir. Tónlistin er af
ýmsum gerðum. góð göngutónlist í
marsastíl. klassísk músík og rokk
ásamt poppi. Og allt er þetta krydd-
að með leiðbeiningum stjörnunnar
um göngulag.
Mick Jagger virðist ánægöur með hvernig vinnsla nýju sólóplötunnar gengur.