Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987. Fréttir JEPPI - SKUTBILL - FJOLSKYLDUBILL FJÓRHJÓLADRIF: ÞÚ SKIPTIR í 4WD MEÐ ÞVÍ AÐ ÝTA Á EINN TAKKA. VÉL: 2000 CC - 97 HESTÖFL (DIN) 5 GÍRA, BEINSKIPTUR, 5 DYRA, AFLSTÝRI, VELTISTÝRI, 14" FELGUR. AUK ÞESS ALLT SEM FYLGIR VEL ÚTBÚNUM BÍLUM OG MEIRA TIL! GÓÐ GREIÐSLUKJÖR TIL SÝNIS LAUGARDAG KL. 14^17 - SUNNUDAG KL. 14-17. ^ 1957-1987^1; % 30 M INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Kristinn Magnússon, 7 ára Siglfirð- ingur, við uppgrafna Moldargötuna. DV-mynd JGH DV á Siglufirði: Kristinn við Mold- argötuna Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Hafnargatan á Siglufirði er ekki svipur hjá sjón þessa dagana. Þar er verið að skipta um jarðveg og í kjölfar- ið á að koma malbik. Kristinn Magnússon, 7 ára Siglfirðingur, sem leikur sér gjaman við götuna, segir að Haíhargatan hafi löngum verið nefnd Moldargatan vegna þess að hún hafi verið svo leiðinleg og öll úr mold. Hann bíður spenntur eftir að fram- kvæmdunum ljúki svo að hann geti haldið áfram að hjóla á götunni. Fjölhæfúr presfur Regína Thoiarensen, DV, Gjögri; Séra Einar Jónsson messaði í Ámes- kirkju síðasta laugardag. Mæltist presti vel í stólræðu sinni og lagði út af frásögn úr Mattheusar guðspjalli þar sem Pétur postuli gekk á vatninu til Krists. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í kirkju þar sem presturinn er með- hjálpari, organisti og forsöngvari við messugjörð en séra Einar leysti sín prestsstörf og aukastörf vel af hendi. Öllum kirkjugestum var svo boðið í kaffi í Ámessókn og var veitt þar af mikilli rausn. Nýjung í Borgamesi: Fiskslátrun að hefjast Um helgina hefet rekstur fiskslátur- og reykhúss< í Borgaraesi. Er það í eigu aðila í Borgamesi, fiskeldisstöðva og bænda sem stunda laxveiði. Þama á að slátra og reykja lax, silung og aðrar þær fisktegundir sem hagkvæmt verður að vinna. DV ræddi við þá Þóri Pál Guðjóns- son framkvæmdastjóra, Jón Gest Sveinbjömsson, sem hefur unnið við slátrun og reykingu á fiski í Noregi, og Sæmund Guðmundsson, sem í 7 ár hefúr starfað í Noregi við slátmn, pökkun og reykingu á fiski. Sögðust þeir fá lax og silung frá 3 laxeldisstöðvum auk þess sem þeir fá fisk frá laxabændum. Farið verður til bændanna og þeim leiðbeint um meðferð á fiskinum og slátmn og einnig mun stöðin útvega þeim ferskan ís til að geyma hann í. Þegar fullum afköstum verður náð í reykingunni munu þeir geta fram- leitt 1 tonn af fúllunninni vöm á sólarhring, en reykofnamir em 2. Þegar stöðin verður komin í fullan gang er reiknað með að 15—17 manns geti haft þama fulla atvinnu. FRAMTffiSSBIlIM NISSAN PRAIRIE 4WD ÁRGERÐ 1988 Á ÆVINTÝRALEGU KYNNINGARVERÐI FRÁKR. 615.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.