Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987. 9 dv____________________________________Ferðamál Skiptimynt fyrir Unicef New York og gengur vel. Fá þá far- þegar sérstök umslög sem þeir setja í skiptimyntina og afhendir áhöfn áður en vélin er yfirgefin. Ef að söfii- unin gefst vel þá er ætlunin að hefja hana í vélum fleiri flugfélaga, en Unicef vonast til að takist að safha 140 þúsund dölum á ári með söfnun- inni í vélum VAA. Féð rennur allt til hjálpar nauð- stöddum bömum um allan heim. -PLP Aliir sem terðast hafa milh landa hafa veitt því athygli að skiptimynt hleðst upp í hverju landi og er hún óseljanleg í því næsta. Þetta gerir það að verkum að ef farið er milli nokkurra landa þá em menn oft komnir með vænan sjóð sem þeir vita svq ekkert hvað þeir eiga við að gera. Nú hefur Unicef hafið söfnun í til- raunaskyni á þessu fé. Fénu er safnað um borð í vélum Virgin At- lantic airways milli Lundúna og Fríhofnin Evrópsk neytendasamtök hafe gert könnun á því í hvaða frfhöfn í Evrópu er hagstæðast að versla. í ljós kom að bestu kaupin er hægt að gera í fríhöfhinni f Aþenu. Einnig kom í ljós að óhagstæðast var að versla í Frankfurt, Bmssel og Heat- hrow í London. Það skiptist dálítið á milli staða hvað er hagkvæmt að kaupa á hverj- um stað. í Amsterdam er hægt að gera hagkvæmust innkaup í raksp- ■ íra í Evrópu, i Dublin má fá bestu íþróttaskóna. Hins vegar kostar flaska af gini í fnhöfhinni í Frank- furt jafhmikið og sams konar drykkur kostar á fullu verði í Madrid eða Mílanó. Ekkí er getið um Flugstöð Leife Eiríkssonar í þessari könnun, en bæði áfengi og tóbak hefur jafiian verið á hagstæðu verði i íslenskri fríhöfh. -A.BJ. Ratvís leggur áherslu á ferðir til Bandaríkjanna og sérfargjöld innan þeirra. Ferðaskrifstofan er til húsa að Hamra- borg 1-3. Fyrsta ferðaskr'rfstofan í Kópavogi Ratvís nefriist ný ferðaskrifetofa sem tekin er til starfa. Hún er í Kópavogi og er fyrsta ferðaskrifstofan þar í bæ. Ratvís verður með alhliða ferðaþjón- ustu fyrir einstaklinga og hópa og einnig þá sem ferðast í viðskiptaerind- um. Sérstök áhersla verður lögð á ferðir til Bandaríkjanna og sérfargjöld innan þeirra. Boðið er upp á flug með Delta flugfélaginu til fjögurra borga fyrir 12.320 kr. Einnig er boðið upp á ódýr- ar pakkaferðir til Flórída. Ratvís selur sólarlandaferðir með erlendum ferðaskrifstofum frá Lon- don, Amsterdam, Kaupmannahöfh og Lúxemborg en verður ekki með leigu- flug til sólarlanda. Hins vegar em á döfinni skipulagðar hópferðir til fiar- lægra landa eins og Indlands, Indónes- íu, ísrael og víðar og verður íslenskur fararstjóri með í förinni. íslenskur fararstjóri, Rannveig Ein- arsdóttir, er á vegum skrifstofunnar í London og aðstoðar farþega. I framtíð- inni verður boðið upp á slíka þjónustu víðar, eins og t.d. í Róm. Ratvís er tengt bókunarkerfi Flug- leiða og getur útvegað alla hugsanlega þjónustu fyrir íslendinga erlendis. Ratvís er hlutafélag og er stjómar- formaður Stefnir Helgason. Þrír starfsmenn em á skrifstofunni, Fann- ey Gísladóttir, Hekla Ólafedóttir, sem áður störfuðu hjá Ferðamiðstöðinni, ogBrynjaStefriisdóttir. -A.BJ. Innanlandsferðir Flug: Innanlandsflug er frá Tún- isborg með Tunisair til Monastir, Jerba og Tozeur. Lest: Túnisisku ríkisjárnbraut- irnar hafa um 2.000 kílómetra leiðakerfi. Mikilvægustu leiðimar eru hringir sem liggja um Túnis - Hammamet - Nabeul - Sousse - Sfax - Gabes - Kalaa og Djerda - Mateur - Bizerta - Beja - Tabarka - Ghardimau. Þessar lestir bjóða upp á fyrsta og annað farrými. Ferðaskrifstofan Transtour hefur skipulagt hringferð í lest, Lezard rouge, en lestin samanstendur af gömlum glæsivögnum. Áætlunarbifreiðir: Frá Túnisborg liggja einar 125 sérleiðir áætlunar- bifreiða í allar áttir. Rúturnar eru venjulega gamlar, óþægilegar og án allrar loftkælingar en bjóða manni upp á þann kost að ferðast með innfæddum í stað þess að ferð- ast með öðrum túristum. Miðana fær maður hjá viðkomandi öku- manni eða í miðasölu umferðar- miðstöðvar sem staðsett er í Karþagóstræti í Túnisborg. Lengsta leiðin liggur frá Túnisborg til Jerba, einir 612 kílómetrar. Ferðin tekur tíu tíma og kostar 4.200 dínara. Á hinn bóginn bjóða flest hótelin upp á skipulagðar hópferðir. Þær eru mismunandi eftir því hvar hót- elið er staðsett, en venjulega er boðið upp á einn áfangastað fyrir hvem dag vikunnar. Enn einn valkosturinn er það sem hér á landi kallast limósínuferðir. Þetta eru leigubílar sem taka fjóra til sex farþega og er áfangastaður- inn skráður á framrúðuna. Þetta er einn ódýrasti ferðamátinn og þannig er auðvelt að komast í sam- band við innfædda, en þeir ferðast mikið á þennan hátt. Gisting Ferðammannaþjónusta er í mik- illi uppbyggingu í Túnis og eru hótelin í strandhéruðunum eins og best gerist í Evrópu. Ferðamálaráð ríkisins hefur strangt eftirlit með hótelum og gefur þeim stjörnur, frá einni til fimm. Hins vegar eru ferðaskrifstofur með nær allt hótel- pláss upppantað yfir aðalferða- mannatímann, þannig að ef menn vilja komast hjá því að lenda á götunni er óvitlaust að panta fyrir- fram. Einnig hafa gamlar hallir og kastalar verið innréttaðir sem hót- el á vegum ferðamálaráðs. -PLP Tilboö óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. MMCCalant 1987 Ford Escord CL1600 1987 Honda Accord 1987 Citroen Axel 1986 Ford Escort 1300 st. 1985 MMCTredia 1600GLS 1983 Daihatsu Charade 1984 Daihatsu Charade 1982 Volvo 244 DL 1982 HondaAccord 1982 Mazda 620 2000 1982 Ford Escort XR3 1982 Citroen GSA 1980 ToyotaTercel 1980 Audi 100 GLdísil 1979 Datsun 280C dísil 1976 Ford Fairmont 1978 Ford Bronco 1966 M.M.C. Lancer 1980 Mazda 323 1980 Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 10. ágúst í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 10-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildarTrygg- ingar h/f., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. 'ipnma <q m wfim/ Laugavegi 178, sími 621110. PHILIPS PHILIPS - 007 - GETRAUN Við bjóðum áhorfendur James Bond í getraun - leikurinn er í því fólginn að í Bíóhöllinni liggja frammi miðar þar sem þú segir til um fjölda PHILIPS tækja í myndinni. - Glæsileg verðlaun: Geislaspilari frá PHILIPS að verðmæti kr. 28.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.