Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987. Pétur við eitt verka sinna. „Auðvitað finnst manni alltaf leiðinlegt að sjá á eftir verkum sínum en þannig má ekki hugsa.“ Pétur Bjarnason hlaut nýlega viðurkenningu og verðlaun frá einum frægasta listaskóla í Evrópu ,, Hugmy ndirnar koma á kránni66 Pétur Bjarnason listamaður hefur verið við nám í einum besta lista- skóla í Evrópu sem jafnframt er með þeim elstu, stofnsettur á sautjándu öld. Það er Hoger Institute í Ant- werpen. Fyrir stuttu hlaut Pétur viðurkenningarskjal og peninga- verðlaun fró skólanum, eins og fram hefur komið í frétt DV. Aðeins tólf nemendur fá slíka viðurkenningu og var Pétur eini útlendingurinn. Það vakti athygli fréttaritara DV í Belg- íu, Kristjáns Bernburg, er hann sá nafn Péturs í belgískum blöðum yfir þá nemendur sem höfðu hlotið viður- kenningu. Kristján heimsótti Pétur fyrir stuttu og ræddi við hann fyrir helgarblað DV. Viðtal og myndir: Kristján Bemburg Pétur býr í Durne, einni af út- borgum Antwerpen, ásamt Qölskyldu sinni, Sigríði Jóhannesdóttur, og sonunum tveimur, Jóni Bjarna og Skúla Steinari. Þau búa í rólegu hverfi. Má sjá ljóshærðan, skeggjað- an íslendinginn taka sporvagninn á hverjum morgni og halda í átt til skólans sem er í gamla hluta Ant- werpen. . Fyrir stuttu var haldin yfirlitssýn- ing á verkum nemenda skólans. Fréttaritari DV leitaði Pétur uppi í skólanum og vatt sér að einum kenn- ara hans. Er hann heyrði að spurt var um Pétur benti hann í átt að vinnustofu hans og lét þau orð falla Fiskurinn með krossmarkið sem einn dómnefndarmanna telur ákaflega frumlegt verk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.