Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 36
1 FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 8. AGUST 1987. r 5 i i i i i í i i i i i i i i i Þjóðviljinn: RHsQóraskipti í undirtxíningi Hörkuvaldabarátta innan Alþýðubandalagsins Samkvæmt heimildum, sem DV telur öruggar, eru nú uppi hugmynd- ir um að láta Össur Skarphéðinsson, ritstjóra Þjóðviljans, fara en ráða í hans stað þægari mann sem stjóm- málaritstjóra blaðsins. Þetta er liður í heirri miklu valdabaráttu sem á sér stað innan Alþýðubandalagsins fyrir lándsfundinn í haust. Sá armur Al- þýðubandalagsins sem kallaður er flokkseigendafélag hefur meirihluta í útgáfustjóm Þjóðviljans og er stirt á milli þess meirihluta og Össurar Skarphéðinssonar og heftir verið lengi. Ragnar Ámason hagfræðingur er formaður útgáfustjómar Þjóðvilj- ans. Hann var spurður hvort það væri rétt að skipta ætti um stjóm- málaritstjóra á Þjóðviljanum? „Það hefur engin samþykkt verið gerð um það innan stjómar útgáfufé- lagsins, en ég get ekki svarað fyrir það sem menn kunna að vera að ræða um á fúndum úti í bæ,“ sagði Ragnar. Hann sagði að fyrir dyrum stæðu miklar breytingar á rekstri og skipulagi blaðsins og ætti hann von á því að þær mætti greina á blaðinu fyrir áramót. Nokkrir alþýðubandalagsmenn sem DV hefúr rætt við halda því fram að flokkseigendafélagið muni láta til skarar skríða gegn Össuri fyrir landsfund Alþýðubandalagsins í haust. Aðrir halda að beðið verði fram yfir landsfundinn með það, flokkseigendafélagið vilji sjá hvem- ig formannskjörinu reiði af áður en það lætur til skarar skríða. Mjög mikil átök og liðsafhaður á sér nú stað hjá stríðandi fylkingum innan Alþýðubandalagsins, enda styttist óðum í landsfundinn, sem verður haldinn annaðhvort seint í október eða í byrjun nóvember. -S.dór 7 Hafnir: á bifhjóli gegnum hurð .Maður ók á óskráðu bifhjóli í gegnum hurð á fiskverkunarstöðinni Höfnum í Höfnum í gær. Maðurinn og hjólið fóru í gegnum hurðina og lentu þar á steingólfi. Maðurinn hlaut opið beinbrot á vinstri hand- legg auk annarra smærri áverka. Var hann fluttur á slysadeild Borg- arspítaians. Það var um klukkan hálfþrjú í gær sem lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um slvsið. Ekki var ljóst seint í gær hvernig líðan mannsins var. -sme Týndist á vatnaháti Slvsavamadeildin í Þorlákshöfn fann mann. heilan á húfi. sem sakn- að var. bogar hann fór út á litlum vatnabáti. Slvsavamadeildini barst beiðni um að leita mannsins og brá hún skjótt við. Fannst báturinn, með manninum innanborðs. á reki um sex sjómílur undan Þorlákshöfh. Um borð í bátnum vom engin . björgunartæki. í þessu tilfelli var hvorki blys né flugeldur, ekki einu sinni vasaljós, eins og Hannes Haf- stein hjá Slysavamafélaginu orðaði það. -sme JVC LOKI Ætla flokkseigendur virkilega að senda Össur í fiskeldið? ■M | Dómnum um full- virðisrétt áfvýjað „Við erum búnir að áfrýja dómnum og væntum þess að fjallað verði um málið út frá eignarréttarákvæðum. Hver sé með eignaraðild eftir að afurð- ir hafa verið lagðar inn til sölumeð- ferðar hjá söluaðila. Það er nauðsynlegt vegna sjónarmiða um gildi samningsins og áhrif á heildaraf- urðarmagn," sagði Sveinbjöm Dagf- innsson, ráðuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneytinu. Fyrir nokkm féll dómur í fógetarétti Vestur-Húnavatnssýslu þar sem Jóni Jónssyni bónda á Skarfshóli var heim- ilað að taka út það magn sem hann hafði lagt inn umfram fullvirðisrétt sinn. Hafa menn velt því fyrir sér hvort hugsanlega séu brostnar forsendur fyrir búvömsamningnum verði þessi dómur staðfestur. Sveinbjöm vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi forsendur búvöm- samningsins brostnar ef dómurinn yrði staðfestur. Hins vegar þyrftu bændasamtökin þá að athuga sín mál ef þau gætu ekki samið fyrir sína menn. -JFJ Héraðsskolinn í Reykjanesi: Framtíð skólastjór- ans ræðst á næstunni Það er fágætt að folöld séu alin upp sem heimalningar. Eitt slíkt er þó að Vifilsdal í Dalasýslu. Sigríður Sigurðardóttir, húsfreyjan á bænum, tók ung- viðið í fóstur þegar það missti móður sina og lætur sig ekki muna um að fóðra það á þriggja tima fresti. Folaldið er orðið mjög mannelskt og hálf- tima fyrir gjöf er það farið að rjátla við hurðarhúninn á bænum. Vill það þá fara að fá kúamjólkursopann sinn og engar refjar. DV-mynd GVA „Þetta em erfið mál sem verður að kynna sér til hlítar og vinna með uns lausn fæst. Við erum nú að skoða þau gögn sem hafa borist og klára að taka þau saman,“ sagði Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið hefur nú til athugunar kröíu skólanefhdar Hér- aðsskólans í Reykjanesi um að skóla- stjórinn, Skarphéðinn Ólafeson, verði látinn víkja. Klögumálin hafa gengið á víxl en endanlegt úrskurðarvald er í höndum ráðherra. Sólrún sagði að ráðuneytið hefði fengið í hendur greinargerð frá skóla- stjóra, skólanefnd og fyrrverandi kfennurum. Einnig hefði fólk úr hérað- inu hringt, svo og hefði verið haft samband við fræðslustjóra. „Ráðherra hefur fengið hluta af gögnunum og fylgst með málinu eins og tök hafa verið á. Afganginn fær hann í næstu viku og fljótlega eftir það má vænta ákvörðunar,“ sagði Sólrún Sólrún sagði að leysa þyrfti þetta mál sem fyrst. -JFJ 9- m 11 (W Horfur á sunnudag og mánudag: Áframhaldandi blíða Það verður fremur hæg norðaustlæg átt á landinu. Skýjað við norðausturströndina en léttskýjað víðast hvar annars staðar. Hiti verður á bilinu 15 til 20 stig sunnanlands og við Faxaflóa en 9 til 14 stig norðanlands og austan. Sannkallað grillveður fyrir Sunnlendinga. ;í i i i i i i Í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.