Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987. 31 DV Fólk í fréttum Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, komst í fréttir DV á miðvikudaginn var vegna dóms sem féll í Borgardómi í meiðyrðamáli Guðmundar Þórarinssonar alþingis- manns gegn útgáfufélagi og ritstjór- um Þjóðviljans. Össur er fæddur í Reykjavík 19 júní 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1973. Næsta ár á eftir stund- aði hann kennslu við Gagnfræða- skólann á ísafirði en hóf síðan nám í líffræði við H.í. og lauk B.S. prófi í greininni 1978. Össur var formaður Stúdentaráðs H.Í. 1976. 1979 hélt 'Össur til Bretlands til náms í fiskalíf- eðlisfræði og lauk doktorsverkefni sínu 1983 en það var unnið hjá Ha- frannsóknarstöð breska fiskimála- ráðuneytisins. Hann var styrkþegi sömu stofhunnar 1984 og starfaði þá m.a. við háskólann í Sherfield og háskólann í Austur Anglíu. Þegar Össur kom heim 1984 hóf hann störf sem blaðamaður á Þjóðviljanum og varð ritstjóri blaðsins sama ár. Kona Össurar er Ámý Erla , dokt- or í jarðeðlisfræði frá háskólanum í Austur Anglíu, Sveinbjömsdóttir, kennara í Rvík Einarssonar. Bróðir Ámýjar er Hjörleifur, starfsmaður Þjóðviljans, maður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, borgarfulltrúa Kvennalistans. Systkini Össurar em Magnús Hall, sagnfræðinemi og frv. vagn- stjóri hjá S.V.R., Sigurður rafvirki, Halldóra menntaskólanemi og Jó- fh'ður. Foreldrar þeirra em Skarphéðinn Össurarson, fiðurbóndi og kennari á Hvanneyri, frv. stjómarformaður ís- fugls, frv. framkvæmdastjóri íseggs og framkvæmdastjóri ísunga, frv. kvikmyndaleikari og frambjóðandi Borgaraflokksins og kona hans Val- gerður Magnúsdóttir, frv. Kven- skátahöfðingi. Skarphéðinn, faðir Össurar er son- ur Össurar búfræðings á Hóli í Bolungarvík, Kristjánssonar, versl- unarstjóra á Flateyri í Önundarfirði, Ásgeirssonar. Bróðir Össurar var Guðmundur, skipamiðlari í Rvík. Móðir Skarphéðins var Jófríður Ágústa Gestsdóttir, b. á Skálará i Keldudal í Dýrafirði, Jónssonar, fóð- urbróður Friðjóns Skarphéðinsson- ar, frv. dómsmálaráðherra og afabróður Guðmundar Pálmasonar jarðeðlisfræðings. Valgerður, móðir Össurar, er dóttir Kristins Magnúsar, bifreiðarstjóra í Rvík Halldórssonar, trésmiðs í Rvík Þorsteinssonar, b. á Austurvelli á Kjalamesi, Kaprasíussonar Móðir Magnúsar, afa Össurar, var Gíslína Pétursdóttir, b. á Bala á Kjalamesi, Kristjánssonar, af Fremra Hálsætt, meðal frændfólks Özurar af þeirri ætt, em Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Valur Valsson bankastjóri, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður, Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Fijáls framtaks, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur og Þorbjöm Broddason dósent. Afmæli Hoskuldur Jónsson Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins, Sundlaugavegi 29, Rvík, verður fimmtugur 9. ágúst. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1957 og var síðan í framhaldsnámi í þjóðfélagsfræðum í Haag 1963-1965. Höskuldur var starfsmaður ríkisendurskoðunar 1958-1961 og aðstoðarmaður á Hag- stofu íslands, efnahagsráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu 1961-1962. Hann var viðskiptafræðingur hjá Efhahagsstofnuninni og síðan settur fulltrúi í fjármálaráðuneytinu og skipaður deildarstjóri í launadeildar fjármálaráðuneytisins 1966. Hösk- uldur varð skrifstofustjóri í fjíir- málaráðuneytinu 1973 og ráðuneyt- isstjóri þess 1974 uns hann tók við störfum forstjóra ÁTVR. Hann hefur verið forseti Ferðafélags íslands frá 1985. Kona Höskuldar er Guðlaug, sjúkraþjálfari, Sveinbjamardóttir vélstjóra, Erlingssonar og konu hans, Guðnýjar Guðjónsdóttur, og eiga þau þrjá syni. Höskuldur er yngstur átta systk- ina, sem misstu foreldra sína þegar hann var sex ára, en þau em Hall- fríður Kristín, átti Hálfdán Ömólfs- son á Hóli í Bolungarvík, Bjamey Guðrún, átti Þórarin Ásmundsson á Vífilsstöðum í Hróarstungu, Pálína, átti Guðmund Sigurðsson, Kristín Guðrún, átti Odd G. Ömólfsson á Dalshúsum í Valþjófsdal, Halldóra Margrét, átti Elías Þ. Ketilsson, sjó- mann í Bolungarvík, Hermann, lést ungur og Kristinn Jón, garðyrkju- maður í Rvík. ■ .■ Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins. Foreldrar þeirra vom Jón Guðjón Kristján Jónsson, b. á Mýri í Álfta- firði í Norður-ísafjarðarsýslu, ættaður af Snæöallaströnd en hann lést 30. september 1943 og kona hans Halldóra María Kristjánsdóttir af Amardalsætt en hún lést 19. maí 1944. 90 ára Valdimar Halldórsson sjómaður, Hofsvallagötu 19, Reykjavík, verð- ur 90 ára á morgun. 70 ára Ingólfur Jónsson, Hjarðarholti 8, Akranesi, verður 70 ára á morgun. Maigrét Dórótea Pálsdóttir Margrét Dórótea Pálsdóttir frá Hólshúsi í Sandgerði, nú til heimil- is að Suðurgötu 25, Sandgerði, verður 70 ára 9. ágúst. Hún ætlar að taka á móti gestum í Samkomuhúsinu í Sandgerði frá kl. 15-19 á afmælisdaginn. Hann verður ekki heima á afmælis- daginn. 60 ára_________________________ Þormóður Stefánsson, Bogahlíð 16, Reykjavík, verður 60 ára á morgun. 50 ára_________________________ Gunnar Ásgeirsson kennari, Eykt- arási 12, Reykjavík, verður 50 ára á morgun. Steinunn Guðmundsdóttir, Kotár- gerði 25, Akureyri, verður 50 ára á morgun. Kolbrún Pálsdóttir, Ásvegi 4, Dal- vík, verður 50 ára á morgun. Lína Þóra Gestsdóttir, Vatnsnes- vegi 9, Keflavík, verður 50 ára á morgun. Helga Bjarnadóttir, Austurgötu 29, Hafnarfirði, verður 50 ára á morg- un. 40 ára Alma Róbertsdóttir, Stuðlaseli 11, Reykjavík, verður 40 ára. Bjarni Sigurjónsson, Steinahlíð 7C, Akureyri, verður 40 ára á morgun. Þorsteinn Marinósson viðskipta- fræðingur, Huldulandi 11, Reykja- vik, verður 40 ára á morgun. Sigríður Jónsdóttir, Stapasíðu 22, Akureyri, verður 40 ára á morgun. Guðfinnur Karlsson, Lýsubergi 6, Ölfushreppi, verður 40 ára á morg- un. Björn Garðarsson, Hamarsmynni, Búlandshreppi; verður 40 ára á morgun. Sigþór Borgar Karlsson húsa- smíðameistari, Melseli 18, Reykja- vík, verður 40 ára á morgun. Jóna Jakobsdóttir, Hólastíg 2, Búðahreppi, verður 40 ára á morg- un. Erna Markúsdóttir, Bugðulæk 10, Reykjavík, verður 40 ára á morgun. Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Furu- grund 40, Kópavogi, verður 40 ára á morgun Ingvar Auðunn Guðnason tækni- fræðingur, Klapparási 8, Reykja- vík, verður 40 ára á morgun. 90 ára 50 ára Jóhanna Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík, er 90 ára í dag. Sigurður Sigþórsson, Þórunúpi, Hvolshreppi, er 50 ára í dag. örn Brynþór lngólfsson íþrótta- kennari, Mosgerði 22, Reykjavík, er 50 ára í dag. Auður Torfadóttir kennari, Víði- hlíð 33, Reykjavík, er 50 ára í dag. 80 ára Auðbjörg Jónsdóttir, Silfurteigi 4, Reykjavík, er 80 ára í dag. 70 ára 40 ára Ólafur Guðlaugsson, Hólmgarði 49, Reykjavík, er 70 ára í dag. Sigurgeir Ólafsson lic. agro., Dvergabakka 36, Reykjavík, er 40 ára í dag. Óskar Eliasson, Borgarheiði 8H, Hveragerði, er 40 ára í dag. Magnús Trausti Ingólfsson, Laxa- kvísl 25, Reykj avík, er 40 ára í dag. Anna Stefánsdóttir hjúkruna- rkona, Mávahlíð 28, Reykjavík, er 40 ára í dag. 60 ára Sigríður Kristjánsdóttir ritari, Miklubraut 9, Reykjavík, er 60 ára í dag. Guðmundur Eggertsson, Hjalla- vegi 3K, Njarðvík, er 60 ára í dag. Ingólfur Olafsson Ingólfur Ólafsson, fyrrverandi kaup- félagsstjóri, Hrauntungu 41, Kópa- vogi, verðm- sextugur 8. ágúst. Ingólfur er fæddur að Hurðarbaki á Hvalfjarðarströnd, og lauk prófi úr framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951 og stúdentsprófi úr öldunga- deild Menntaskólans í Hamrahlíð, 1977. Hann var aðalbókari hjá Kaupfélagi Suðumesja, Keflavík, 1953-1955. Ingólfur var skrifetofu- stjóri hjá Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis 1955-1963 og síðan kaupfélagsstjóri KRON 1963-31. desember 1986. Kona hans er Guðrún ErlaBjama- dóttir, bifreiðarstjóra í Rvík, Kristj- ánssonar og konu hans, Guðrúnar Kristinsdóttir. Böm þeirra em Guðrún, gift Haf- steini Má Eiríkssyni bifvélavirkja, Bjami Hrafn háskólanemi, sambýl- iskona hans er Gunnlaug Yngva- dóttir, og Þór háskólanemi. Systkini Ingólfs em Magnús Daní- el, verkstjóri í Hvalveiðistöðinni í Hvalfirði, giftur Kristínu Jónsdótt- ur, Sigríður, sambýliskona Theódórs Ólafesonar, verslunarmanns í Rvík, Óskar, starfsmaður í Áburðarverk- ingólfur Olafsson, fyrrverandi kaup- félagsstjóri. smiðjunni í Gufunesi, giftur Margr- éti Jafetsdóttur, Steinunn, gift Jóni Péturssyni, vélsmið á Akranesi, Ámi, b. á Hurðarbaki á Hvalfjarðar- strönd, sambýliskona Rannveig Bjamadóttir. Foreldrar Ingólfs em Ólafur, b. á Hurðarbaki, Daníelsson, b. í Melkoti í Leirársveit, Ólafssonar. Móðir Ing- ólfe er Þórunn Magnúsdóttir, b. á Efra-Skarði í Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Magnússonar. Andlát Guðmundur Pálsson Guðmundur Magnús Pálsson leikari andaðist 5. ágúst í Alcoy á Spáni. Hann var fæddur 22. ágúst 1927 og varð gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskólanum á ísafirði 1944 og vann við verslunarstörf á ísafirði og síðar í Reykjavík. Guðmundur var í leiklistamámi í Leiklistarskóla Æv- ars Kvaran, 1950-1952 og útskrifað- ist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins 1954 og fór síðan i framhaldsnám í Vínarborg, 1955-1956. Guðmundur lék fyrst í Þjóðleikhúsinu en hefúr eftir það verið leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var gjaldkeri stjómar Leikfélags Reykjavíkur frá 1957 og framkvæmdastjóri Leikfé- lagsins 1963-1975. Guðmundur var fulltrúi Leikfélagsins í byggingar- nefnd Borgarleikhússins frá upphafi og sat einnig í stjóm og leikhúsráði Leikfélagsins og var gjaldkeri líf- eyrisjóðs Félag íslenskra leikara frá upphafi. Kona Guðmundar er Sigríður Hagalín leikkona og eignuðust þau eina dóttur, Hrafrihildi, sem stundar nú framhaldsnám í tónlist á Spáni. Stjúpdóttir hans er Kristín Ólafs- dóttir, kona Bjöms Vignis Sigurp- álssonar blaðamanns. Foreldrar Guðmundar vom Páll Sólmundarson, sjómaður í Bolung- arvík, og kona hans, Ingibjörg Guðfinnsdóttir. Faðir hans, Páll, var sonur Sólmundar Guðmundssonar úr Helgafellssveit og konu hans, Guðrúnar Pálmadóttur, vinnu- manns á Klukkulandi, Jónssonar, af Amardalsætt, hálfbróðir Guð- rúnar var Magnús, langafi Torfeyar Steinsdóttur leikritaþýðanda. Ingibjörg, móðir Guðmundar Páls- sonar leikara, var systir Einars útgerðarmanns í Bolungarvík, Guð- finnssonar, b. á Hvítanesi í Ögur- sveit, Einarssonar, b. og hreppstjóra á Hvítanesi, Hálfdánarsonar, próf- asts á Eyri í Skutulsfirði, Einarsson- ar. Bræður Einars á Hvítanesi vom Helgi lektor, faðir Jóns, biskups, afa Guðmundur Magnús Pálsson leik- ari. Helga P. Briem sendiherra og lang- afa Ragnhildar Helgadóttur alþing- ismanns og Sigurðar Líndal prófessors. Þórður M. Hjartarson lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. ágúst. Guðriður Rósantsdóttir, Úthlíð 11, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 6. ágúst. Guðmundur P. Guðmundsson frá Melum andaðist að Hrafnistu fimmtudaginn 6. ágúst. Steinþóra Guðmundsdóttir, Selja- landsvegi 26, ísafirði, lést á sjúkra- húsi ísafjarðar 6. ágúst. Konkordía Ingimarsdóttir, Hliðar- vegi 7b, Siglufirði, lést 6. ágúst. Guðrún Bjarnadóttir, Bergstaða- stræti 60, lést að Landakotsspítala 6. ágúst. Sigurður Eyjólfsson, Langeyrarvegi 3, Hafnarfirði, lést í St. Jósepsspítala 6. ágúst. Guðmundur Sigiu-ðsson, Baldursgötu 13, fyrrum bóndi í Hlíð í Grafiiingi, lést á Vífilsstaðaspítala 6. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.