Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 2
40
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987.
bílnum sínum og spurði um heilsu frú
Hoffman. Eftir um það bil tveggja
stunda dvöl á stofunni var haldið
heim í konungsríkið, Graceland, á
ný. Konungurinn fór yfir undirbún-
ing hljómleikaferðarinnar með
mönnum sínum. Allt virtist í
stakasta lagi. Hvarvetna uppselt.
Hann stakk upp á sex nýjum lögum
sem rétt væri að bæta á efnisskrána
og prófa á áheyrendum í ferðinni.
Enn var ekki tímabært að fara í
háttinn. Konungurinn laug eina
töflu af dilaudid út úr hjúkrunar-
konu sinni sem hirðlæknirinn, dr.
Nichopolus, hafði lagt til. Síðan kall-
aði hann í Ginger Alden. Hann var
búinn að ákveða kirkjuna. Brúðar-
kjóllinn var í hönnun. Öryggisverð-
irnir utan við kirkjuna máttu helst
ekki sjást. Og einhverju varð brúður-
in tilvonandi að ráða. Hvaða lit vildi
hún hafa á limúsínunum sem ækju
þeim til og frá kirkju?
Brúðkaupið ætlaði hann að til-
kynna á sviði í Memphis 27. ágúst.
Þau ræddu saman góða stund, hjóna-
leysin. Konungurinn var alls ekki í
skapi til að fara að sofa að þeim við-
ræðnum loknum. Hann vakti Billy
Smith, vin sinn og aðstoðarmann, og
sagði honum að koma og spila við
sig veggtennis og taka konu sína, Jo,
með.
Klukkan var orðin fjögur þegar
þau hittust í nýlegum íþróttasal
Graceland herragarðsins. Konung-
urinn lék á als oddi þrátt fyrir kílóin
127, allt þar til áhrif pillufjandans
tóku að réna. Eftir tveggja stunda
veru í íþróttasalnum var haldið heim
á ný. Sólin var að koma upp. Ginger
var svo þreytt að hún henti sér í
rúmið án þess að hátta. Konungur-
inn fór í silkináttföt, hallaði sér upp
í, kveikti á sjónvarpinu og tók sér
bók í hönd. Hálfri stundu síðar kall-
aði hann eftir lyfjaskammtinum
sínum. Tími var kominn til að ganga
til náða.
En konungurinn festi ekki svefn.
Um átta um morguninn fékk hann
viðbótarskammt. Átta pillur til við-
bótar. Skammt sem hefði nægt til að
drepa næstum hvern sem var. Taug-
arnar voru ekki sem skyldi. Hljóm-
leikaferðin var framundan og
bannsett bókin hafði áreiðanlega
eitrað út frá sér. Hann herjaði út
tvær valmid og eina placidyl til við-
bótar. Ginger rumskaði þegar síðasti
skammturinn kom. Hún var hálfsof-
andi og rám - klukkan aðeins átta -
og spurði hvað væri að. Kongurinn
fann sér aðra bók og sagðist ætla að
skreppa á baðherbergið.
Sex klukkustundum síðar fann
Ginger Alden konunginn á baðher-
bergisgólfinu. Húðin var purpuralit-
uð. Hann var byrjaður að stirðna.
Sjúkraliðar og hirðlæknirinn voru
kvaddir til. Allt kom fyrir ekki. El-
vis Aaron Presley, konungur rokks-
ins, var löngu látinn er komið var
með hann til Baptist Memorial
sjúkrahússins í Memphis.
Orðstírinn lifir og því minnast
milljónir þess á morgun að tíu ár eru
liðin síðan mesti skemmtikraftur
tuttugustu aldarinnar lést.
Breid
síðan
Þannig kvaddi kon-
ungur rokksins
Tólf daga hljómleikaferð stóð fyrir ánda ágúst. Fyrsti viðkomustaður
dyrum, sú fyrsta í langan tíma. Það var Portland í Maine.
átti að leggja íann daginn eftir, sext- Konungurinn kveið hálfpartinn
fyrir ferðinni. Bókin Elvis What
Happened? var nýkomin út. Þar var
mikið fjallað um offitu og lyfjaát.
Hluti sem áttu ekki að fara hátt.
Margir aðdáendur voru áreiðanlega
búnir að lesa bókina. Hann fengi
ekki eintóm aðdáunartillit í þetta
skiptið. Sumir myndu virða konung-
inn rannsakandi fyrir sér.
Hann ákvað að fara í bió. McArth-
ur var í miklu uppáhaldi. Hetjan sem
hafði þjónað landi sínu með sóma en
fengið skít og skömm fyrir. Rétt eins
og hann. (Bara að bölvuð bókin hefði
aldrei komið út.) Hann hafði sam-
band við kvikmyndahúsið og bað það
um aukasýningu eftir síðustu sýn-
ingu. Enginn nennti að vinna
frameftir svo að, þá varð að finna
eitthvað annað til. Hví ekki að
skreppa til tannlæknis? Lester Hoff-
man tannlæknir var til í að opna
stofuna þótt áliðið væri kvölds.
Klukkan var hálfellefu.
Konungur rokksins var í góðu
skapi á tannlæknastofunni. Hann
kynnti kærustu sína, Ginger Alden,
fyrir Hoffman, sagði frá nýja Ferrari
t TsST/Verö 150 krónur.
Veistu fyrr
en í fimmtu
tilraun
Svör við spurninga-
getraun
Hermann Jónasson.
Suðurpóllinn.
Pereatið í Lærða skólanum.
Robbi.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Svava Jakobsdóttir.