Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 8
Anna Guðrún Þórhallsdóttir - Nauðsynlegt að komast í ber á hverju hausti. DV-mynd Grynjar Gauti. LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987. DV á berjamó með Önnu Guðrúnu hlunnindaráðunaut Berjaspretta mikil um allt land í ár „Nú eru þau ekki alls staðar," er almennt viðkvæði manna þegar spurt er um hvar helst sé að leita berja. Það orð fer þó af ýmsum stöð- um að þar sé meira af berjum en annars staðar og þangað sækja þeir sem hafa það fyrir reglu hvert haust að tína ber. Hvarvetna eru menn sammála um að berjaspretta sé óvenjumikil í ár og berin raunar einnig óvenju- snemma þroskuð. Þegar frá því í byrjun þessa mánaðar hefur mátt finna fullþroskuð ber þótt tæpast sé það orðið almennt enn. Víða um land er gömul hefð fyrir nytjum af berjum og enn sækir fólk í fjarlæga landshluta til að „komast í ber“ eins og það er kallað. Þó eru þeir margir, einkum meðal ungs fólks, sem ekki þekkja til berjatínslu nema helst af afspurn. Einnig til skemmtunar Nú er berjatímabilið að heíjast og ekki seinna vænna að fara að huga að berjaferðum. DV leitaði á náðir Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, hlunnindaráðunautar hjá Búnaðar- félaginu, um ráðleggingar við berja- tínslu. Berin hafa lengi verið talin til hlunninda og eru það víða enn. Hinir eru þó fleiri sem fara í berjamó sér til skemmtunar öðru fremur. Sjálf er Anna Guðrún ein þeirra sem lætur helst ekki hjá líða að kom- ast í ber. í haust sagðist hún hafa sérstakan hug á að tína nokkuð af krækiberjum til að nota í sultu. Ann- ars eru krækiberin ekki þau eftir- sóttustu og flestir vilja heldur bláber eða aðalbláber til sultugerðar. Hins vegar er langmest af krækiberjum og auðveldast að ná í þau. í Heiðmörkinni, sem er eitt helsta útivistarsvæði höfuðborgarbúa, má tína töluver af krækiberjum og þang- að fylgdu DV-menn Önnu Guðrúnu í stuttan berjaleiðangur. Úr mörgu að velja Berin í Heiðmörkinni eru tæplega fullþroskuð enn en útlit er fyrir að þar verði berjaspretta góð í ár eins og annars staðar. Það vita víst ekki margir að til eru tvö afbrigði af krækilyngi. Önnur er sú sem að réttu lagi heitir krækilyng. Hin er kölluð krummalyng og telst vera undirteg- und af krækilyngi. Berin á krumma- lynginu eru stærri og lyngið grófara. I Heiðmörkinni er ekki að sjá að þetta krummalyng vaxi. Einnig eru til hvít krækiber en þau eru ekki miklu algengari en hvítir hrafnar. Af bláberjum eru einnig tvær teg- undir. Annars vegar eru bláberin sem eru ljósblá og grænleit að innan. Hins vegar eru aðalbláber sem eru dekkri og rauð að innan. Margir telja þau bestu berin. Þau vaxa einkum norðanlands og vestan. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað ráði sveiflum í berjasprettu frá ári til árs. Vitað er að ef krækiber eiga að spretta verður lyngið að mynda blómvísa að hausti. í slæmri haust- veðráttu geta þessir blómvísar eyðilagst og þá er ólíklegt að berja- spretta verði nokkur árið eftir. Eins getur slæm vorveðrátta eyðilagt sprettuna. Hins vegar er talið að blá- berin myndi blómvísa að vori og sprettan á þeim því háðari vorveðr- áttunni einni. Þótt ber séu nokkurt búsílag á mörgum heimilum eru nytjar af berjatínslu ekki umtalsverðar. Alltaf eru þó seld ber í búðum á haustin en flestir vilja tína sín ber sjálfir. Einnig er hægt að fá innflutt, ræktuð ber en þau þykja ekki eins góð og þau sem vaxa villt. Nýting berja Ánna Guðrún athugaði fyrir nokkru með markað fyrir ber t.d. til sultugerðar og kom fram áhugi á að nýta þau þannig, en verðið var lágt og tæplega að búast við að menn gerðu berjatínslu að atvinnu sinni. Áður fyrr voru ber sett i skyr til að geyma þau og er berjaskyrið þannig til komið. Nú er algengast að gerð sé sulta eða saft úr þeim berjum sem ekki eru borðuð ný. Yfirleitt þarf ekki að borga fyrir að fá að tína ber. Það þekkist þó þar sem mikið er um ber að landeigendur selja berjaleyfi. Annars gildir sú al- menna regla að: „Almenningi er heimilt að lesa ber, sem vaxa villt á óræktuðu landi, til neyslu á vett- vangi“, eins og það er orðað í náttúruverndarlögunum. Það fylgir þá með að þeir sem ætla að hafa berin með sér heim verða að fá leyfi. Langmest af þeim berjum sem hér spretta fer undir snjó á haustin. Þeg- ar í fyrstu frostum eyðileggst mikið af þeim sem eru í lautum en þau eru lengur nýtileg á hæðum þar sem kælingin er minni. Einnig er talið að krækiberin þoli frost betur en blá- berin. -GK Kostir og gallar Því hefur lengi verið trúað að nota megi ber til lækninga og raunar einnig að þau séu ekki of holl. í bókinni íslenskar lækninga- og drykkj arj urtir er getið um nokkra af kostum berj anna. Ekki góð fyrir brjóst og höfuð Búnaðarfrömuðurinn Björn Halldórsson, sem uppi var á 18. öldinni, sá bæði kost og löst á berjunum. Um krækiberin sagði hann: „Þessi ber brúkast almennilega til að gjöra af þeim berjaskyr, sem geymist allan vetur, og kalla menn það hollan mat en ekki berin sjálf fyrir sig ef að þau eru mjög etin eingöngu, því þá eru þau hvorki góð fyrir brjóst né höfuð.“ Lækning á köldu og kvefi Af aðalbláberj alynginu er helst mælt með að nota blómin og blöðin áður en berin myndast. Lyf úr þeim hlutum lyngsins er m.a. talin góð „vörn gegn rotnun“. Það má einnig nota til að lækna niðurgang, skyrbjúg, þvagteppu, köldu og kvef. Krækiber við niðurgangi Þar segir t.d. um krækiberin að þau séu „kæl- andi og dálítið samandragandi. Sé lögur berjanna seyddur, er hann góður við niður- gangi, og eru þá teknar 2 matskeiðar annan hvern klukkutíma. Berjamauk blandað vatni er góður svaladrykkur“. Spilla augum og tönnum Að áliti Björns höfðu bláberin einnig sína ókosti. „Öllum bláberjum er kennt um það að þau spilli augum og tönnum,“ skrifar hann, „gjöri tannkul og harðlífi ef þau eru of mjög etin; mín reynsla sannar það líka.“ Ekki í öll mál Þótt Björn teldi berin til margra hluta nytsam- leg taldi hann að öllu mætti ofgera. Eitt sinn þegar hann var á ferðalagi segist hann hafa „etið aðalbláber næsta því á hverjum degi í hálfan mánuð, með mjólk eða rjóma og það mikið um sinn, eða nær hálfa máltíð, og fund- ust mér augun daprari nokkurn tíma þar eftir nær ég var heim kominn“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.