Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. Fréttir___________________ Sektir hækka allt að 100 prósent Sektír við umferðarlagabrotum hafa hækkað ura allt að 100%. Hækkunm tók gildi L aeptember. Nú kostar allt að 5.000 krónur aða aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Sekt fyrir að aka yfir á rauðu Ijósi er nú 3.000 krónur. Á fundi lögregluatjóra með blaðamönnum kom fram að ekki þótti öllum sekt- ir við alvarlegum umfarðarlaga- brotum nógu háar, þrátt fyrir hækkunina. Von lögreglunnar er að með þessari hækkun dragi eitthvað úr tíðum umferðarslysum. í mörgum slysatilfellura er orsökin hraðakst- ur. Sektir vegna annarra brota en hraðaksturs hækkuðu einnig. -sme Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sb, Sp.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15- ’ 9 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb. Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar 4-I5 Ab.lb, Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsöan Innlán meosérKjörum Innlán gengistryggð 3-4 14-24.32 Ab.Úb Úb Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvixlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb Viöskiptavixlar(forv.)(1) 30-30,5 ! eða kge Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb Viöskiptaskuldabróf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb isl.krónur 27-29 Bb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Úb.Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR Överötr. ágúst 87 28.8 Verötr. ágúst 87 VÍSITÖLUR 8,1% Lánskjaravísitala ágúst 1743 stig BV99Íngavísitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2084 Einingabréf 1 2,248 Einingabréf 2 1,328 Einingabréf 3 1,396 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0241 Kjarabréf 2,246 Lifeyrisbréf 1,130 Markbréf 1,120 Sjóösbréf 1 1,095 Sjóösbréf 2 1,095 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,213 Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr Flugleiðir 194kr. Hampiðjan 118kr Hlutabr.sjóðurinn 118 kr Iðnaðarbankinn 142 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 125kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavfxla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóöirnir. (2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júll, en þá var hún í 320. Hún verðui framvegis reiknuö út mánaðarlega, meö einum aukastaf. Nánari upplýsingar um penlngamarkaðinn blrtast i DV á fimmtudögum. Grænmetið á leiðinni fyrir dómstólana Sölufélag garðyrkjumanna tekur það óstinnt upp að Verðlagsstofhun veitir félaginu frest til 20. september til þess að hætta 47 ára afskiptum af verðlagningu á grænmeti. Báðir aðilar hóta því að skjóta málinu fyrir dóm- stóla. Verðlagsstofhun tók ákvörðun sína eftir að Neytendasamtökin kærðu meint samráð grænmetisframleiðenda um verðlagningu á grænmetismarkaði sínum. Neytendasamtökin og Verðlags- stofnun vitna í lög fiá 1978 um verðlag, samkeppnishömlur og ólögmæta við- skiptahætti. „Verðlagning skal samkvæmt lögunum vera á ábyrgð hvers einstaks framleiðanda og án samráðs," segir verðlagsráð í úrskurði um málið fi"á 1. september. Sölufélagið segir að í 47 ár hafi það „beitt sömu aðferð við verðlagningu afurða félags- manna sinna án þess að opinberir Grænmetið virðist vera á hraðleið fyrir dómstóla. aðilar hafi nokkru sinni séð ástæðu Sölufélagið segir að aðferðin sé sú til afskipta þar af.“ að „framboð og eftirspum séu látin ráða.“ Nefiid eru dæmi um verðlagn- ingu í sumar á blómkáli og gulrófhm þar sem sveiflur voru gífurlegar. Sölu- félagið telur verðlagsráð rangtúlka verðlagslögin og segist íhuga að áfrýja málinu til dómstólanna. Með úrskurði verðlagsráðs fylgdi hins vegar hótun um að gripið yrði til viðeigandi ráð- stafana kæmu félagsmenn Sölufélags- ins ekki verðlagningu sinni í „löglegt horf' fyrir 20. september. Sölufélagið telur aðgerðir verðlags- ráðs furðulegar nú, þegar fyrir liggi að setja eigi á stofn uppboðsmarkað á grænmeti næsta vor. Þá sé órætt af samþykkt verðlagsráðs hvemig eigi að framkvæma hana og hvort hún taki til réttra aðila. Ágreiningurinn er því ekki á eina bókina lærður og líklegt að grænmetið sé á leið til dóm- stólanna innan tíðar. -HERB Verkamannasambandið: Afstaðan kemur ekki á óvart segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins „Ég sagði það í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins í vor að sundrung væri vaxandi innan verka- lýðshreyfingarinnar. Þess vegna kemur mér það ekkert á óvart að Verkamannasambandið skuli ekki ætla að vera í samfloti með öðrum félögum innan Alþýðusambandsins í komandi kjarasamningum. Og raunar á ég ekki von á því, eins og staðan er nú, að Alþýðusambandið leiði komandi kjarasamninga," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, í samtali við DV. Þórarinn var spurður að því hvort hann teldi samningagerðina verða erfiðari ef sérsamböndin eða þá ein- stök verkalýðsfélög ætluðu að semja hvert fyrir sig í stað þess að hafa samflot eins og verið hefur lengi? „Ég tel að svo verði. Og sem dæmi vil ég nefna að á Norðurlöndum hafa láglaunahópar lagt áherslu á sterkt alþýðusamband til að hafa áhrif á hvemig launapólitíkin í lönd- unum sé mótuð og rekin og taka ákvarðanir sem miða að því að koma á ákveðnum launahlutföllum. Þótt einn hópur í þjóðfélaginu nái fram ákveðinni hækkun geta ekki allir hlaupið til og fengið það sama ef framleiðniaukningin í þjóðfélaginu svarar ekki til þeirra hækkana. Ef svo er þá standa allir í stað. Hér á landi hafa komið fram mikl- ir þverbrestir innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkalýðsfélögin eru um 400 sem hvert fyrir sig hefur sjálf- stæðan samnings- og verkafallsrétt. I samningum opinberra starfsmanna í vor sýndi það sig hvemig hver ein- stakur hópur reyndi að keyra fram úr öðrum, enda var sú launastefha rekin á grundvelli samanburðar. Til- raun verkalýðshreyfingarinnar til að ákveða sjálf launahlutföll hefur mistekist. Því má búast við að erfið- ara verði fyrir alla aðila að ná endum saman í komandi kjarasamningum en verið hefur,“ sagði Þórarinn. Loks var Þórarinn spurður hvort Vinnuveitendasambandið væri til- búið í samninga til að leiðrétta taxta fiskvinnslufólks áður en til samn- inga fyrir næsta ár kemur? „Við lítum á alla samninga, sem fram undan em, sem eina heild og teljum að okkur ríði á að ná fram stefhumótun fyrir næsta ár,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -S.dór Ökuleikni BFÖ - DV íslandsmeistarakeppnin á morgun Bíll og utanlandsferðir ásanvt bikarverðlaunum í Þessi mynd var tekin í pressukeppninni í vor og að sjálfsögðu af fulltrúa DV, Gunnari V. Andréssyni sem þá lenti í 2. sæti. Nú líður senn að úrslitum ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV sem haldnar voru á 32 stöðum í sumar. Mjög góð þátttaka var í keppninni í sumar eða um 500 keppendur. Hafa því um 3500 ökumenn þreytt ökuleikni frá upphafi en ökuleiknin er 10 ára um þessar mundir. íslandsmeistarakeppnin Sigurvegarar keppnanna í sumar, bæði í karla- og kvennariðlum, munu nú um helgina leiða saman hesta sína í úrslitakeppni sem jafnframt er ís- landsmeistarakeppni. Alls hefur 71 keppandi rétt til þátttöku í úrslitun- um. Keppnin mun fara fram við nýbyggingu Mazda umboðsins, Bíla- borgar hf., við Dragháls á Ártúnshöfða í Reykjavík. Hefst hún með umferðar- prófi fyrir hádegi laugardaginn 5. september en fyrri umferð í þrauta- plani mun hefjast kl. 11.30. Seinni umferðin, sem jafhframt verður vænt- anlega meira spennandi, mun hefjast kl. 14.30. Bílaborg hf. mun gefa vegleg verðlaun, bikara fyrir efstu 3 sætin í hvorum riðli, en einnig munu sigur- vegarar hreppa sólarlandaferðir með ferðaskrifstofúnni Terru. Dagskránni mun síðan ljúka með kafifisamsæti í boði tryggingafélagsins Ábyrgðar hf. og verðlaunaafhendingu í sal Ung- templara við Þarabakka í Reykjavík um kvöldið. Bíll í verölaun Rúsínan í pylsuendanum verða sér- verðlaun sem Mazdaumboðið mun veita. Forráðamenn umboðsins hafa ákveðið að gefa þeim keppanda, sem tekst að aka villulaust þrautaplanið aðra hvora umferðina innan ákveð- inna tímatakmarka, splunkunýjan Mazda 626. Margirgóöir Keppnin á laugardag mun eflaust verða mjög spennandi því margir góð- ir ökumenn mæta og reyna sitt besta til að hreppa verðlaunin, sólarlanda- boði ferðina og bílinn. DV mun greina frá keppninni í mánudagsblaðinu. Efstu keppendur Margir keppendur sýndu frábæran árangur í keppnunum i sumar. Þó voru aðeins tveir keppendur sem náðu þeim frábæra árangri að aka villu- laust í gegnum brautina og verður spennanndi að fylgjast með hvort þeim tekst það aftur í úrslitunum. Hjólreiðakeppnin Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á úrslitakeppni í hjólreiðakeppninni sem haldin var samhliða ökuleikninni í sumar. Þó verða það aðeins keppend- ur í yngri aldursflokki sem keppa. Valdir voru 10 efstu keppendur yfir landið og munu þeir etja saman fákum sínum á morgun. Verðlaunin verða vegleg því tveir efstu keppendur hljóta utanlandsferð og verða þeir jafnframt fulltrúar íslands í norrænni hjólreiða- keppni sem fara mun fram í Svíþjóð 18. og 19. september næstkomandi. Hjólreiðakeppnin mun hefjast kl. 14.00 en áður, þ.e. kl. 13.30, munu keppend- ur svara nokkrum umferðarspuming- um. Sjón er sögu ríkari og hvetjum við lesendur DV til að mæta á staðinn og fylgjast með spennandi keppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.