Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. 31 Iþróttir Amór Guðjohnsen í DV-viðtali: „Kem í slaginn gegn Norðmönnum“ - ef altt gengur að óskum gegn Moolenbeck, sagði Amór í gæikvöldi Þá nýkominn frá Miinchen „Ég er ánægður en þreyttur." Þetta sagði Amór Guðjohnsen, markakóng- ur Belgíu, þegar DV sló á þráðinn til hans í Briissel í gærkvöldi. Amór var þá nýkominn frá(Munchen í V-Þýska- landi þar sem hann var í erfiðri læknismeðferð frá því á mánudaginn var. „Ég fékk góða meðferð í Miinchen en hún var ströng og erfið,“ sagði Amór sem fór á æfingu með And- erlecht í morgun. „Ef mér tekst vel upp á æfingunni og finn ekki til verkja mun ég leika með Anderlecht gegn Molenbeek á laugardagskvöldið. Ef allt gengur að óskum í þeim leik kem ég heim í slaginn gegn Norðmönn- um,“ sagði Arnór. „Læknamir í Múnchen íúndu út hvað hefúr hijáð mig. Tveir neðstu hryggjarliðimir em skakkir þannig að pirringur kemur í vöðva. Læknam- ir sögðu við mig að það væri hreint furðulegt að ég hefði getað leikið knattspymu svona á mig kominn, ég hlyti að vera ótrúlega sterkur," sagði Amór og hló. Amór sagði að meðferðin í Múnchen hefði verið erfið. „Ég fór á fætur snemma á morgnana og síðan kom ég ekki aftur til hótelsins sem ég bjó á fyrr en seint á kvöldin. Ég var á hlaup- um, í sprautumeðferð, nuddi og teygju- æfingum.“ „Mér var sagt að ég myndi ekki losna við verkina strax. Þetta lagast með tímanum. Ég verð að halda áfram að æfa vissar æfingar, sem ég æfði í Múnchen, sjálfur. Éf ég næ mér ekki á næstunni verð ég að fara aftur til Múnchen,“ sagði Amór. -sos • Ásgeir Sigurvinsson, hress og kátur. Ásgeir Sigurvinsson í DV-viðtali: „Ég kem heim til íslands“ -1 Noregsleikinn ef ég stendst préfíð í leiknum gegn Schalke „Ég er furðu frískur og allur að koma til. Ég leik með Stuttgart á morgun gegn Schalke og ef allt gengur vel kem ég heim til að leika gegn Norðmönn- um,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrir- liði Stuttgart, þegar DV sló á þráðinn til hans í gærkvöldi. Vonandi stenst Ásgeir þolraunina í slagnum gegn Toni Schumacher markverði og félög- um hans hjá Schalke. Spumingin er hvort Ásgeir og félagar leika „skó- smiðinn" svo grátt að hann hringsóli í leiknum. Ásgeir sagði að hann hefði æft léttar æfingar nú í vikunni. „Ég hef ekki verið í erfiðum æfingum. Því er of snemmt að spá um hvort ég stenst prófið," sagði Ásgeir. Það er hugur í leikmönnum Stutt- gart eftir áfallið í Bremen í vikunni. „Vonandi tekst okkur að pumpa allt á fullt og vinna sigur. Bundesligan heíúr spilast þannig að ekkert félag getur bókað sigur fyrirfram i leikjum sínum. Slagurinn hér er miklu jafiiari heldur en hann hefur verið undanfarin ár,“ sagði Ásgeir, meiðsli væm alltaf svekkjandi „á tíma þegar allt leikur í lyndi. Við megum hreinlega ekki við þvi að missa leikmenn á sjúkralist- ann.“ Nú er stóra spumingin: Stenst Ás- geir prófið? Kemur hann heim í leik- inn gegn Norðmönnum. -sos Landsliðs- hópur Sigi Held fyrir Noregs- slaginn Sigi Held, landshðsþjálfari ís- lands, valdi í gær tuttugu manna landsliöshóp fyrir Evrópuleikinn gegn Norðmönnum á miðvikudag- inn kemur. Sjö leikmenn úr OL-liði íslands er í öflugum landshðshópi Helds sem er þannig: • Markverðir. Bjami Sigurðs- son, Brann, og Friðrik Friðriksson, Fram. • Aðrir leikraenn. Guðni Bergs- son, Val, Ingvar Guðmundsson, Val, Viðar Þorkelsson, Fram, Pét- ur Amþórsson, Fram, Ólafur Þórðarson, Akranesi, Lárus Guð mundsson, Kaiserslautem, Ágúst Már Jónsson, KR, ómar Torfason, Olten, Amór Guðjohnsen, And- erlecht, Guðmundur Torfason, Winterslag, Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, Sigurður Jónsson, Sheff. Wed., Ragnar Margeirsson, Fram, Pétur Pétursaon, KR, Pétur Ormslev, Fram, Ath Eðvaldsson, Uerdingen, Sævar Jónsson, Val, og Gunnar Gíslason, Moss. • Það kemur i ljós á morgun hvort Ágúst Már Jónsson, sem er meiddur í nára, er klár í slaginn. Ágúst Már leikur þá með KR gegn Val. Það er óvíst hvort • ómar Torfeson getur komið heim frá Svisa Kona hans á von á sér. -sos y Thompson sést hér hlaupa 400 m hlaupið i grenjandi rigningu i gærkvöldi. Símamynd Reuter j.ii;? 4 i r i mu nmínitinítinUiiniiiiiUúMiUMtiM Voss skaut kappanum Thompson reffýrir rass - á fyrri keppnisdegi tugþrautarinnar í HM í Róm Bretinn ósigrandi, Daley Thompson, sem hefur ekki tapað tugþrautar- keppni í níu ár, er í þriðja sæti eftir fyrri dag tugþrautarkeppninnar í Róm. Hann er 193 stigum á eftir A-Þjóðverj- anum Torsten Voss, sem hefur hlotið 4.556 stig. Thompson byrjaði vel - vann sigur í 100 m hlaupi á 10,67 sek. Síðan fór að sjást í næstu greinum, kúluvarpi, langstökki, hástökki og 400 m hlaupi að Thompson er ekki búinn að ná sér eftir meiðsli í nára. Það var glampandi sól í Róm i gærmorgun þegar keppnin hófst en grenjandi rign- ing þegar tugþrautarkappamir geyst- ust áfram í 400 m hlaupi í gærkvöldi. Eftir fyrri daginn er Voss efstur með 4.556 stig, sem er góður árangur. Frakkinn Christian Plaziat er annar með 4.405 stig, Tompson er með 4.363 stig og V-Þjóðverjinn Siegfried Wentz kemur næstur, 42 stigum á eftir Thompson. Landi hans og aðalkeppi- nautur Thompson undanfarin ár, Júrgen Hingsen, náði ekki að stökkva byrjunarhæð í hástökkskeppninni og hætti keppni. Hann braut tvö rifbein í sumar og hefur greinilega ekki náð sér á strik eftir það. Spenna í 200 m hlaupinu Spennan var mikil í 200 m hlaupi. Calvin Smith kom í mark, sjónarmun á undan Frakkanum Gilles Quene- herve. Þeir fengu tímann 20,16 sek. Þriðji var Bretinn John Ridgeon á 20,18 sek. Hann var fyrstur til að byrja með en Smith náði góðum enda- spretti. Mikill hraði var í hlaupinu og tími efstu manna góður. • Silke Gladisch frá A-Þýskalandi varð öruggur sigurvegari í 200 m hlaupi kvenna og vann hún því tvö- falt. Hún varð einnig sigurvegari í 100 m hlaupi. Silke hljóp á 21,74 sek. sem er fimmti besti tíminn á vegalengdinni í ár. • Harry Reynolds frá Bandaríkjun- um, sem hefur náð bestum tíma í 400 m hlaupi karla í ár, 44,10 sek., varð að sætta sig við þriðja sæti. A-Þjóð- verjinn Thomas Schönlebe, sem var heppinn að komast í úrslitahlaupið, varð sigurvegari á 44,33 sek. Nígeríu- maðurinn Egbunike varð annar. • Greg Foster frá Bandaríkjunum varð sigurvegari í 110 m grindahlaupi, á 13,21 sek. Bretamir John Ridgeon og Colin Jackson komu á eftir honum - munurinn var 0,08 og 0,17 brot úr sekúndu. Foster byijaði illa en náði miklum hraða á tiu síðustu metrunum. • A-þýska stúlkan Busch setti móts- met í 400 m hlaupi kvenna, 53,62 sek. Debbie Fintoff frá Ástralíu var önnur, á 54,19 og a-þýska -stúlkan Carolina Ulrich-Feuerbach þriðja, 54,31 sek. -sos Fátt um fína drætti hjá íslendingum í Róm Islenskir frjálsíþróttamenn ríða ekki feitum hesti frá keppninni í Róm. Vésteinn Hafsteinsson kast- aði kringlunni aðeins 58,32 m. Hann komst ekki í úrslitakeppnina, varð átjándi af 22 keppendum. • Helga Halldórsdóttir hljóp 100 m grindahlaup á 13,97 sek. og var síðust í sínum riðli. -SOS Uli Stein til Hannwer? Sigvirður Bjömsscn, DV, V4>ýd<alandi: Markvörðurmn Uli Stein, sem nú er í orlofi hjá HSV vegna framgöngu sinnar í kjaftshöggsmálinu svoneftida, er líklega á förum til Hannover. Nú í vikunni var Ole áhorfendi á ieik Bremen og Stutt- gart og við hlið hans sat Warling, þjálfari Hannover. Sá hefúr mikinn hug á að fá Stein til sín enda er trú hans sú að kappinn beri höfúð og herðar yfir aðra markverði í V-Þýskalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.