Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. Neytendur Kartöflubændur leigja borgarbúum geymslur „Það hefur ekki verið verkefni Reykjavíkurborgar að geyma kartöfl- ur fyrir fólk þótt borgin hafi verið að reyna að leysa vanda kartöflufram- leiðenda. Það hefur hins vegar ekki gengið og við björgum ekki uppskeru ársins 1987,“ sagði Þórður Þ. Þor- bjamarson borgarverkfræðingur í samtali við DV. Reykjavíkurborg hefur leigt út garðlönd til borgarbúa sem hafa feng- ið leigt geymslutými í jarðhúsunum við Elliðaár. Það var Jóhann Jónsson, fyrrver- andi forstjóri Grænmetisverslunar Jarðhúsin gömlu i Artúnshöfðanum virðast vera einu kartöflugeymslumar sem borgarbúar eiga völ á i vetur og mega þeir þakka fyrir að eigendur húsanna, sem eru alvörukartöfluframleiðendur, skuli vilja leigja þeim aðstöðu í húsunum. DV-mynd S Kynningarverð á sýningunni. Gæðadisklingar á frábæru verði. 100% villulausir og standast allar kröfur. 5,25" DSDD, 48 TPI, kr. 74 stk. (25 stk. pk.j. 3 'A" DSDD, 135 TPI. Kr. 255 stk. (10 stk. pk.). Einnig bjóðum við hreinsidisklinga. disklingageymslur og fjölda aukahluta fyrir tölvur. DCO sf., heildsala, simi 65-1820. BÁS 1t4 í anddyri Laugardalshallar. irinan veggjaftjttf&^ Laugavegi 178, simi 68-67-80 landbúnaðarins, sem stóð fyrir því á sínum tíma að þessi jarðhús voru leigð út sem kartöflugeymslur. Þegar eignir þess fyrirtækis voru seldar fyrir hálfú öðru ári fylgdu jarð- húsin auðvitað með í kaupunum. Núverandi eigandi, Ágæti, hugðist hætta þessari útleigu og nota húsin til annars. Frístundaframleiðendumir, sem svo eru gjaman kallaðir, sáu því fram á stórvandræði með að geyma þá metuppskeru sem í vændum er. Hluti þeirra vandræða er þó leystur því Ágæti ætlar að leigja út tvö húsin í vetur og ganga þeir fyrir sem áður hafa leigt þar geymsluhúsnæði. DV kannaði málið. Fólkið er kröfuhart „Það er ekki beinlínis hlutverk Ágætis að skaffa húsnæði undir kart- öfluframleiðslu Reykvíkinga. Fyrir- tækið, sem er í eigu kartöflubænda, keypti jarðhúsin við Elliðaár fyrir einu og hálfu ári þegar það keypti eignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Hins vegar höfum við ákveðið að leigja tvö húsin í vetur undir kartöflu- geymslur fyrir Reykvíkinga þótt þessi jarðhús séu síður en svo fúllkomin geymsla í jafiigóðu árferði og verið hefur undanfama tvo vetur,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson hjá Ágæti í sam- tali við DV. Kartöfluframleiðendur höfuðborg- arinnar hafa verið í öngum sínum undanfarið vegna þess að þeir sáu fram á að hafa enga geymslu undir gífúrlega uppskem sem í vændum er. 1500 kr. leiga yfir veturinn „Við höfðum heyrt að borgin ætlaði að útvega þessu fólki kartöflugeymsl- ur því við ætluðum að taka húsin undir aðra starfsemi," sagði Þorsteinn. „Það er gífurleg fyrirhöfri af þessu fyr- ir okkur, fólk gerir alveg ótrúlegar kröfúr, ætlast til þess að geta komist í húsin á hinum ótrúlegustu tímum. Leigan hefúr verið 1500 kr. yfir vetur- inn. Annars er þetta húsnæði langt fiá því að vera fyrsta flokks kartöflu- geymsla. Þetta er aðeins óupphitað húsnæði og í hlýju veðri verður alltof heitt þama. Kartöflumar em því fam- ar að spíra þegar kemur fram á vorið,“ sagði Þorsteinn. „Það væri meiriháttar framkvæmd að útbúa þama kæligeymslu og ég er hræddur um að fólk væri ekki tilbúið að greiða fyrir það, auk þess sem það er varla í verkahring kartöflubænda að útvega Reykvíkingum geymsluiými fyrir kartöfluuppskeruna,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að það væm um 600 framleiðendur sem fengju inni hjá þeim í þessum tveimur húsum. Svo virðist sem þetta séu einu geymslumar sem völ er á fyrir almenning. Borgar- verkfræðingur sagði það ekki í verkahring Reykjavíkurborgar að geyma kartöflur. Uppskeran í allt að 35 tonn Einkaræktendum, sem hafa garð- lönd á leigu hjá borginni, fjölgaði mikið í ár. Þeir em nú hátt í ellefu hundrað talsins. í fyrra var uppskera þessa hóps um 26 tonn. Vegna mjög góðra skilyrða er gert ráð fyrir al- gjörri metuppskeru í ár, má búast við að uppskera þessara aðila verði hátt í 35 tonn. „Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggj- ur af uppskerunni og vilji ekki henda góðum matvælum," sagði Ingvar Ax- elsson, deildarstjóri hjá garðyrkju- deild Reykjavíkurborgar. -A.BJ. Sykuimagn í ber til firystingar Hægt er að frysta ber með mjög Hæfilegt magn af sykri fyrir þær góðum árangri. Þau verða best ef tegundir, sem hér er hægt að verða sykri er blandað saman við berin sér úti um, er eftirfarandi. áður en þau em fiysi Þá verður til Rifsber, 2 dl eykur í 11 af berjum. það sem á Norðurlandamálunum er Sólber, 2 dl sykur í 11 af beijum. kallað fryaetöj (í stað sultutau). Bláber, 'A dl sykur í 11 af beijum. Meðan bændur hella niður mjólk hækkar verðið í bænum. Mjólkurlitr- inn hækkar nú úr kr. 42,80 i kr. 44,50. Frá og með fyrsta þessa mánaðar gengur í gildi nýtt verð á landbúnaðar- afúrðum. I nýjum verðlista Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins kemur m.a. fram að mjólkurlítri kostar nú kr. 44,50, undanrenna kr. 29,70, peli af ijóma kr. 69,40, skyr kr. 78,10 og smjör kr. 288. Þá kostar 45% ostur kr. 415,40 en í heilum stykkjum kr. 374,70. Niðurgreiðslur verða kr. 5,83 á mjólkurlítra, kr. 3,10 á undanrennu- lítra, kr. 7,14 á skyrkíló, kr. 167,47 á smjörkíló, og kr. 11,10 á hvert kíló af 45% osti. Verð breytist einnig á nautakjöti. Þannig kostar kg af ungnautakjöti í stjömuflokki kr. 327,30 í heilum eða hálfúm skrokkum. Fyrsti flokkur kost- ar kr. 291,10 og kjöt af öðrum flokki ungnauta og fyrsta flokki alikálfa og nauta kostar kr. 259,60 í heilum og hálfúm skrokkum. Verðið er miðað við hámarksálagningu í smásölu. -PLP Nýtt verð á landbúnaðarafurðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.