Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. 11 Utiönd Málaferls Það heíur verið sagt um Bandaríkjamenn að þeir hafi mesta dálæti á málaferlum af ýmsu tagi og hjá dómstólum þeirra fari mikill tími í að útkljá efni sem öðrum geta fundist næsta lítilvæg. Einkennileg mála- ferli rísa þó víðar og nú eru ein slík fyrir rétti í Sao Paulo í Brasilíu. Talandi páfagaukur, sem heitir Louro, mun hafa lært eitthvað af fúkyrðum um dagana og notar þau að sögn óspart. Ein nágrannakona eiganda gauksa hefur nú höfðað mál á hendur eigandanum og krefst skaðabóta vegna svívirðilegra ummæla páfagauksins. Ekki fylgir sögunni hver þessi ummæli voru. Réttað verður í máli Louro í dag og hugs- anlega skýrist málið þá eitthvað. Máls- höfðunin hlýtur þó að teljast viðvörun til páfagaukaeigenda um að huga betur að orðbragði fugla sinna. Kraftaverk Það eru fleiri en múslímar sem flykkjast í pílagrímaferðir til helgra staða. Einn af helstu helgistöðum kaþólikka er i Lourdes í Frakklandi, þar sem guðsmóðir er sögð hafa birst saklausri sveitastúlku árið 1850. Sveitastúlkan var síðar tekin í tölu heilagra og nefnist heilög Bemadetta. Árlega hópast milljónir pílagríma og ann- arra forvitinna ferðamanna til Lourdes, þeirra á meðal tugir þúsunda sjúklinga og fatlaðra sem vonast eftir kraftaverkalækn- ingum. Fullyrt er að lamaðir hafi gengið og blind- ir fengið sjón eftir heimsókn til Lourdes, sumir eftir að hafa baða sig í laugum við bæinn. Geta þeir fengið staðfestingu á lækn- ingunni hjá sérstakri læknamiðstöð, sem síðan gerir tillögur um það hvort lækningin skuli teljast kraftaverk. Fleiri eru þó hinir sem farið hafa til baka jafnilla staddir og við komuna. Kúaparadís Gríska prinsessan Irene vinnur nú að mikilli herferð sem stefnir að því að fá umframkýr i Evrópu fluttar til Indlands þar sem þær fengju notið stöðu heilagra með indverskum kynsystrum sínum. Prinsessan vill með þessu móti bjarga tveim milljónum evrópskra kúa sem hún segir ella verða slátrað vegna offramleiðslu á mjólk. Prinsessan hefur þegar fengið vilyrði ind- verskra stjómvalda fyrir því að tuttugu þúsund evrópskum kúm verði veitt dvalar- leyfi á Indlandi og fara fyrstu hundrað kýmar áleiðis þangað nú innan skamms. Áætlanir hennar hafa þó mætt mótstöðu, meðal annars hjá dýravemdunarsamtökum. Afmæli Starfsmenn bandarísku geimvísindastofii- unarinnar héldu mikla veislu nú í vikunni, en þá vom liðin tíu ár frá því geimfarinu Voyager 2 var skotið á loft. Voyager átti upphailega að bera mynda- vélar og önnur rannsóknartæki til plánet- anna Satúmusar og Júpiters og átti ferðin að taka fimm ár. Eftir að hafa skilað ætluðu hlutverki sínu með prýði reyndist geimfarið hins vegar fullfært um að halda áfram og með smávægilegum breytingum á fyrirskip- unum í tölvum þess stefndi það áfram út í geiminn. í janúar á síðasta ári fór farið hjá Úranusi og skilaði miklum upplýsingum þaðan, þótt árangur þessi félli í skuggann af áfallinu sem stofhunin varð fyrir þegar geimferjan Challenger fórst, aðeins fáeinum dögum fyrr. Stýrimann, vélstjóra vantar strax á 80 tonna rækjubát frá Ólafsfirði, 450 ha. aðalvél. Upplýsingar í símum 96-62256 96-62484 96-20426 UMBOÐIÐ Á SIGLUFIRÐI Blaðbera vantar strax víðs vegar um bæinn. Upplýsingar gefur umboðsmaður DV, Friðfinna Simonardóttir, í síma 96-71208 eða 96-71555. Deildarritari Óskum eftir að ráða deildarritara í fullt starf nú þegar á handlækningadeild 3B og gjörgæslu. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla virka daga frá kl. 10-16. Reykjavík, 3. september 1987. FUNDUR UM SAMGÖNGUMÁL Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, efnir til funda með sveitarstjórnarmönnum um samgöngumál á þeim stöðum sem nánar greinir í auglýsingu þessari. Á fundunum flytur ráðherra framsöguerindi um sam- göngur í viðkomandi landshluta en síðan verða almennar umræður. I för með ráðherra verða fulltrúar stofnana er heyra undir samgönguráðuneytið og munu þeir taka þátt í umræðunum, svara fyrirspurnum og veita upplýsingar eftir þörfum. Fundirnir, þ.á m. fundarstaður og tími, verða nánar kynntir síðar í samráði við forystumenn landshluta- samtaka sveitarfélaga. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI: I Reykjanesi við Isafjarðardjúp í tengslum við ársfund Fjórðungssambands Vestfirðinga, föstudaginn 4. sept., kl. 1 3.00. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Á Selfossi, fimmtudaginn 24. sept., og í Vestmanna- eyjum, föstudaginn 25. sept. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA: Á Akureyri. þriðjudaginn 29. sept. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA: Á Sauðárkróki, miðvikudaginn 30. sept. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Á Egilsstöðum, þriðjudaginn 6. okt., og á Hornafirði, miðvikudaginn 7. okt. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: I Stykkishólmi, föstudaginn 9. okt. REYKJANESKJÖRDÆMI: I Keflavík, þriðjudaginn 13. okt., og í Kópavogi, fimmtudaginn 15. okt. Reykjavík: Fundur með borgaryfirvöldum, föstudaginn 16. okt. Samgönguráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.