Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. SM4 SMASKIFA VIKUNNAR PET SHOP BOYS & DUSTY SPRINGFIELD - WHAT HAVE I DONE TO DESERVE THIS (EMI) Þetta lag á svo sannar- lega skilið að tróna efst í þessum dálki; þetta er ein- faldlega nútímapopp eins og það gerist best. Hér ræð- ur ríkjum léttur stíll og grípandi laglínur og þær fleiri en ein í laginu. Svo eiga strákarnir heiður skil- inn fyrir að minna menn á hina gamalkunnu söng- konu Dusty Springfield. Hún setur góðan svip á tónsmíðina. AÐRAR GÓÐAR THE HOOTERS - JOHNNY B. (CBS) Þjóðlagarokk frá Banda- ríkjunum; nokkuð óvenju- leg blanda en þessir piltar gera þetta virkilega vel og lagið er gullfallegt. Gamal- dags orgel og gítarsóló eru góð krydd í blönduna. DECON BLUE - WHEN WILL YOU MAKE MY TELEPHONE RING (CBS) Skosk hljómsveit í vönd- uðu lagi í mýkri kantinum; söngvarinn með aðkenn- ingu að hæsi en fer vel með það. Lagið er blítt og létt og ætti að falla flestum vel í geð. BJARNI ARASON -1 RETTO (SÝRLAND) Látúnsbarkinn heldur sigurförinni áfram með stuðningi Stuðmanna og hér er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fetað í fótspor ekki minni manns en Elvis Pres- leys. Bjarni fellur þó ekki í þá gryfju að stæla rokk- kónginn beint enda býður stórskemmtilegur íslensk- ur texti Þórðar Árnasonar upp á allt aðra túlkun en túlkun Presleys á laginu. Þetta er óneitanlega vel gert. RICK ASTELY - NEVER GONNA GIVE YOU UP (RCA) Gamaldags soul í diskó- takti með líflegri og gríp- andi laglínu og þá er ekki að spyrja að leikslokum; toppinum var náð. BLACK - WONDERFUL LIFE (A & M) Ballöðutíminn er greini- ega kominn aftur og hér er ein ágæt frá óþekktum náunga sem syngur lífinu dýrðaróð af miklum móð. ' Dægilegasta lag. -SþS- Deacon Blue-Raintown I mestu makindum Deacon Blue er sex manna hljóm- sveit fró Skotlandi. Þetta eru nýliðar í bresku poppi. Raintown er þeirra fyrsta breiðskífa. Platan dregur nafh sitt af borginni Glascow. Rigningar- bæli ef marka má Deacon Blue. Það eru skiptar skoðanir um Deacon Blue. Þeim var á dögunum legið á hálsi fyrir yfirborðsmennsku. Gagn- rýnandi á virðulegu íslensku dagblaði fann þeim til að mynda allt til foráttu. Svo eru aðrir sem hafa tekið hljóm- sveitinni tveimur höndum. Hvort tveggja er í góðu lagi. Deacon Blue svipar allavega mjög til bresku hljómsveitarinnar Prefarb Sprout. Sveitin leggur mikið upp úr vönduðum lagasmíðum og textum. Útsetningar eru jafnframt með því fág- Nýjar plötur aðasta sem gerist. Yrkisefiiin sækir Deacon Blue til daglega lífsins í heimaborg sinni þar sem lífið gengur sinn vanagang. Atvinnuleysi, ein- manaleiki, firring og ást kviknar og slokknar eftir atvikum. Krufrdng hljómsveitarinnar á stórborgarlífinu er þvi miður langt frá því að vera stór- brotin og ristir ekki dýpra en daglegt tal manna um eigin áhyggjuefhi. Lög- in sjálf eru þó mörg hver áheyrileg. Þar er Loaded fremst í flokki. Vönduð lagasmíð og virkilega áheyrileg í flutningi Deacon Blue. Af öðrum úrv- alslögum má nefha When Will You (Make My Telephone Ring), The Very Thing og Love’s Great Fears. Raintown er ekki slæm byrjun hjá nýlióum. Platan líður helst fyrir það að vera of útreiknanleg, næstum þvi yfirþyrmandi þægileg. Það er ekki slæmt í sjálfu sér. Hins vegar verða nýliðar að sýna meiri áræðni en þetta, ef þeim á að takast að skapa sér nafh í tónlistarheiminum. Til þess er jú leik- urinn gerður. -ÞJV Heart - Bad Animals Heart hefur gert það mjög gott á síðustu árum, fyrst með plötunni sem bar nafn hljómsveitarinnar og svo nú með Bad Animals þar sem hið gullfall- ega lag Alone hefhr trónað á toppum vinsældalista víða um heim. Heart er þó langt frá því að vera ný hljómsveit. Saga hennar spannar ein ellefu ár eða frá því tvær systur í Se- attle, Ann og Nancy Wilson, ákváðu að stofria hljómsveit. Þær hafa verið saman í gegnum súrt og sætt. Byijun hljómsveitarinnar lofaði góðu. Fyrsta plata þeirra, Dreamboat Annie, seldist í nokkrum milljónum eintaka og fylgdu þrjár plötur eftir sem allar seld- ust vel þó ekki væri það í líkingu við fyrstu plötuna. Rifrildi við útgefendur og persónuleg vandræði urðu samt til að vegur He- art minnkaði og á tímabili ætluðu systumar áð leysa hljómsveitina upp. Til allra hamingju fyrir þær allavega hittu þær upptökustjórann Ron Nevi- son sem lagði til þær breytingar að leggja meiri áherslu á melódísk lög þar sem rödd Ann Wilson nyti sín betur. Þetta bar þann árangur að í dag er varla að finna vinsælli hljómsveit vestanhafs. Því ber heldur ekki að neita eftir að hafa hlustað á Bad Animals að hin þróttmikla og góða rödd Ann Wilson er aðall Heart. Þessu hafa allir tekið eftir sem heyrt hafa Alone. Hún hefur mikið raddsvið sem hún beitir til hins ýtrasta og þrátt fyrir að sum lögin séu aðeins í meðallagi á hún auðvelt með að gæða þau þeim ferskleika sem til þarf. Yngri systirin, Nancy, kemur ekki mikið við sögu, syngur að vísu eitt lag og þótt alls ekki sé hún léleg söngkona verður samanburður við eldri systur- ina henni mjög í óhag. Gítarleikarinn Howard Leese er sá sem lengst hefur starfað með systrunum og setur hann sitt mark á lögin með góðum gítarleik. Rokksystur Tónlist Heart er í heild vesturstrand- arrokk sem alltaf verður leiðigjamt til lengdar. Það'verður þó að segjast um Heart að sú sveit er mun frískari en flestar aðrar samskonar. Hlnir & þessir - Látúnsbarkamir Margar flugur í einu höggi Stuðmenn hafa verið allra manna snjallastir í skemmtanaiðnaðinum hérlendis við að auglýsa sig. Látúns- barkakeppnin margfræga, sem Stuðmenn stóðu fyrir í sumar, var auðvitað ekkert annað en frábært auglýsingatrikk fyrir Stuðmenn. En um leið var þetta afskaplega virðing- arvert framtak af þeirra hálfu við að koma efriilegu fólki á framfæri, þannig að segja má að þeir hafi slegið tvær flugur í einu höggi með tiltækinu. Og nú er afrakstur Látúnsbarka- keppninnar kominn á plast og var platan þegar í síðustu viku orðin sölu- hæsta breiðskífa landsins. Á plötunni syngja lótúnsbarkamir átta lögin átta sem þeir sungu í loka- keppninni en að áuki er hér að finna tvö lög sem sigurvegari keppninnar, Bjami Arason, syngur og eitt lag sem Addi rokk syngur og hann tók reynd- ar keppniskvöldið góða í Tívolí. Velflest lögin bera þess merki að flýt- ir hafi verið viðhafður við vinnslu enda ekki langt síðan keppnin fór fram. Þannig viðhalda lögin reyndar nokkm af „life“ stílnum en fyrir mína parta hefði verið skemmtilegra að heyra þetta söngfólk spreyta sig fyrir alvöm og þá kannski á öðrum lögum en það söng í keppninni. Undantekning frá fljótavinnslunni em lögin sem Bjami Árason syngur og þá sérstaklega Bara ég og þú og í Réttó. Fyrmefhda lagið er stórgott popplag; enn einn stórsmellurinn úr smiðju Valgeirs Guðjónssonar á þessu ári. Hitt er þrælmögnuð og fyndin út- setning á gamla Presley laginu In The Ghetto sem Þórður Ámason, gítar- leikari Stuðmanna, hefur samið bráðsmellinn texta við. Báðum þessum lögum gerir hinn ungi söngvari virkilega góð skil og er engum blöðum um það að fletta að Bjami er sjaldgæfur hæfileikamaður ekki eldri en hann er. Hinir söngvaramir komast mjög vel frá sínu eins og í keppninni og eflaust er þama að finna fólk sem getur náð langt fái það tækifæri til að þróa sína hæfileika. Stuðmenn em búnir að koma því á bragðið og á vissan hátt á framfæri og fyrir það eiga þeir þakk- ir skildar. Og þeir geta raunar þakkað sjálfum sér hugvitið. -SþS- SMÆLKI Sæl nú... Það er víðar en hérlendis að kornungir söngvarar slái f gegn. Þann- ig erþað til dæmis með hana Debbie Gibson sem nú er með sitt fyrsta lag inn á topp tiu i Bandarikjunum, lagið Only In My Dream, sem hún semur sjálf og syng- ur. Og þetta verður að teljast nokkuð vel af sér vikið hjá 16 ára stúlku... Hljómsveit- in Ramones varð fyrir skemmstu að hætta skyndi- lega við tónleikahald i New York vegna þess að trommu- leikari hljómsveitarinnar tók kjuða sina og gekk út. Nýr trommari hefur verið ráðinn og erþað fyrrum trommari hljómsvcitanna Blondie og Eurythmics, Clem Burke... Gamla bárujárnsbandiö Ae- rosmith var lifgað við ekki alfs fyrir iöngu og á næst- unnikemurný plataá markaðinn. Meðal efnis á plötunni er ný útsetning á lagi Lennons og McCart- neys, l'm Down... Madonna hefur að undanförnu verið á mikilli yfirreið um Evrópuönd og hvarvetna verið takið með kosturn og kynjum. Ungfrúin er orðin forfallið heifsufrík og hluti af heilsuprógramm- inu eru hlaup og skokk og reyndi maddamman að stunda þessi hlaup i ferðinni eftir bestu getu. En eins og nærri má geta hljóp hún ekki einsömul; henni fylgdu hvert fótmál vöðvabúnt mik- il og heljarmenni og vakti hersingin vitanlega mikla athygli hvar sem hún fór. 1 London slógust bæði Ijós- myndarar og hlaðasnápar með i skokkið en höfðu litið annað en hlaupin upp úr fjöllin sáu til þess að stjarn- an yrði ekki fyrir ónæði. Þannig var Ijósmyndari nokkur, sem hætti sér of nálægt, einfaldlega hlaup- inn niður og svipaða meðferð fengu þeir snápar sem gerðu tilrauntil að yrðaástjöm- una... Bruce Springsteen hefur varið stefnt fyrir dóm- stóla i Bandartkjunum af tveimur fyrrverandi starfs- mönnum sinum fyrir van- goldin laun og samningsrof. Starfsmennirnir tveir segja farir sinar ekki sléttar i við- skiptum við Bossinn og koma lýsingar þeirra á fram- ferðihans vægastsagtá óvart þvi hingað til hefur ekki annað orð farið af Brúsa en að hann sé Ijúfmenni hið mesta. En svo bregðast krosstré... sjáumst... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.