Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
DV
Skrifað undir samninginn í gær.
Lífeyrissjódimir fá breytilega vexti, 6,1-7,0%:
20 milljarðar í
húsnæðismálin
Samið hefur verið við samtök lífeyr-
issjóðanna um kaup þeirra á skulda-
bréfum af Húsnæðisstofhun ríkisins
næstu þrjú ár íyrir um 20 milljarða
króna. Sjóðimir fá breytilega vexti,
eftir því á hvaða tíma kaupin eru gerð,
fyrst 7,0 % og síðast allt niður í 6,1 %.
Samningurinn tekur til 55 % af ráð-
stöfunarfé sjóðanna á þessu árabili. Á
árinu 1988 er reiknað með að það geri
6,1 milljarð króna á 7% vöxtum. Á
árunum 1989 og 1990 verða tvenns
konar bréf keypt, annars vegar 15 ára
bréf og hins vegar 15 eða 20 ára bréf
með uppsegjanlegum vaxtakjörum.
1989 er samið um 6,5% vexti eða
6,9 % með uppsagnarákvæði. 1990 um
6,1 % eða 6,5 % með uppsagnarákvæð-
inu. Sem fyrr segir eru það alls um 20
milljarðar króna sem reiknað er með
að lífeyrissjóðimir láni húsnæðiskerf-
inu með framangreindum hætti.
Eftir að þessi samningur er í höfii
mun Húsnæðisstofhun geta byrjað á
ný að afgreiða lánsumsóknir eftir
nokkrar vikur en ekkert hefur verið
afgreitt síðan í mars. Þau lánsloforð
sem nú verða veitt koma hins vegar
ekki til útborgunar í bráð því búið er
að fylla kvótann þar til í mars 1989.
-HERB
Brúin
„Ég er alls ekki sáttur við þetta, ég
hefði talið að þeir hefðu átt að bíða
næsta vors með allar frekari fram-
kvæmdir," sagði Þóroddur Þórodds-
son hjá Náttúmvemdarráði þegar
hann svaraði til um fund sem sveitar-
stjóm Rangárvallahrepps hélt með
fulltrúum frá Náttúmvemdarráði,
Landgræðslu og Vegagerð.
Ákveðið hefur verið, og framkvæmd-
ir raunar hafiiar, að byggja brú yfir
Markarfljót við Krók á Rangámalla-
afrétti. Náttúmvemdarráð og Land-
græðsla höfðu áður sent sveitarstjóm-
Rangárvallaafréttur:
verður byggð
- þrátt fyrir mótmæli
inni bréf þar sem sagði að þessir aðilar
legðust alfarið á móti því að þama
yrði byggð akfær brú, sérstaklega
vegna þess að enginn er vegurinn og
ekki hefur verið kannað stæði fyrir
veg á þessum slóðum.
Á fundinn, sem haldinn var í gær-
morgun, barst undirskrift tæplega 70
manna þar sem brúarsmíðinni var
mótmælt. Það breytti engu um á-
kvörðun sveitarstjómarinnar, brúin
skal byggð. Málamiðlun fékkst á fund-
inum að á brúna verða settir tálmar
þannig að ógerlegt verði að aka yfir
hana.
En af hveiju em menn ekki sam-
mála um að byggja brúna? Magnús
Ingvarsson, fyrrum fjallkóngur, segir
að sín skoðun sé sú að smíði brúarinn-
ar eigi sér engan tilgang. Hann segir
að þessi brú sé ekki hugsuð fyrir
heimamenn heldur ferðamenn og að
gróður sé afar viðkvæmur þama.
Ákvörðun sveitarstjómarinnar er
hins vegar rökstudd með því að á þeim
stað sem brúin er byggð sé hættulegt
vað og að brúin komi sér vel við rekst-
urfjár. -sme
Hart er deilt um byggingu brúar yfir Markarfljót. Hún yrði lögð á þessu svæði,
ef af yrði.
Vinniivevtendasambandið og Alþýðusambandið:
Stórátök á vinnumarkaðnum
Margt bendir til þess að tilboð það
sem Vinnuveitendasamband íslands
lagði fram á fundi með forystumönn-
um Alþýðusambandsins á miðviku-
daginn var hafi fyrst og fremst verið
lagt fram til að kanna viðbrögð for-
ystumanna verkalýðshreyfingarinn-
ar fremur en að vinnuveitendur hafi
átt von á því að tilboðinu yrði tekið
fagnandi. Það munu allir sammála
um að kjarasamningagerð verði erf-
iðari nú en verið hefur hin síðari ár.
Þar kemur margt til.
Hver sveik hvern?
Ljóst er af viðbrögðum forystu-
manna verkalýðshreyfingarinnar á
fréttamannafundi á miðvikudaginn
að þeir telja sig hafa verið svikna
af atvinnurekendum og ríkisvaldi
hvað varðar þjóðarsáttarsamning-
ana. Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambandsins, sagði við
fréttamenn að þrír aðilar hefðu stað-
ið að gerð síðustu kjarasamninga.
Alþýðusambandið hefði staðið við
sinn hlut. Ríkisstjómin hefði brugð-
ist. Hún hefði ekki haft þann hemil
á verðbólgunni sem lofað var.
Vinnuveitendasambandið hefði
brugðist. Einstaklingar og fyrirtæki
innan þess hefðu haldið uppi launa-
skriði í landinu og velt þeim
kauphækkunum út í verðlagið og
þar með lagt sitt af mörkum til að
auka verðbólguna.
Ásmundur sagði að þegar svo
kæmi að því að bæta launafólki
verðbólguskriðið, sem atvinnurek-
endur og ríkisstjóm hefðu staðið
fyrir, kveinkuðu atvinnurekendur
sér við að standa við gerða samninga
og bæta fólki það upp.
- náist ekki samningar fyrir áramót
mun ríða á vaðið í komandi kjara-
samningum. Hætt er við að önnur
sérsambönd innan Alþýðusam-
bandsins kjósi að sifja hjá og bíða
niðurstöðu áður en þau leggja fram
sínar kröfur. Það er einnig hætt við
að ef aðilar em sammála um að
bæta kjör fiskvinnslufólksins komi
allir hinir á eftir op heimti það sama.
Eitt sameinar
Það er þó eitt sem sameinar
Vinnuveitendasambandið og Al-
þýðusambandið en það er að náist
ekki samningar fyrir áramót munu
þær kauphækkanir, sem samið verð-
ur um eftir áramót, fara sjálfkrafa
yfir til félaga í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja og Bandalagi
háskólamanna. Þessi sambönd
gerðu slíka samnmga á síðustu vor-
mánuðum. Þetta vilja Alþýðusam-
bandið og Vinnuveitendasambandið
ekki að gerist því að þá fyrst myndi
verðbólgan æða af stað.
Alþýðusambandsmenn eru margir
til viðtals um ákveðna krónutölu-
hækkun sem verðbætur 1. október.
Það sem þeir aftur á móti óttast er
að opinberir starfsmenn og háskóla-
menn, sem líka hafa sfnar launa-
nefndir til að meta hvaða verðbætur
skuli greiða 1. október, láti fullar
verðbætur koma yfir. Þar með myndi
launabilið breikka enn og allt færi
á hvolf hjá félögum innan Alþýðu-
sambandsins.
Átök óumflýjanleg
Það er samdóma álit þeirra verka-
lýðsforingja sem DV hefur rætt við
að náist ekki samningar fyrir áramót
komi til mikilla átaka á vinnumark-
Ekki á að verðbæta
launaskriðið
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði að kaupmáttur
launafólks hefði aukist svo mjög
umfram það sem gert var ráð fyrir
við gerð síðustu samninga að óþarfi
væri að verðbæta launaskriðið.
Hann sagði það raunar rangt, enda
hefði aldrei verið að því stefnt. Hann
tók fram að ákveðnir starfehópar í
þjóðfélaginu hefðu ekki notið launa-
skriðs og því bæri að greiða því fólki
verðbætur á laun. Þess vegna legðu
atvinnurekendur til að notuð yrði
krónutölureglan við verðbætumar
1. október en ekki að 7,24% hækkun
kæmi á öll laun í landinu. Þetta eru
vissulega rök.
Svo koma allir á eftir
Hitt er annað sem Vinnuveitenda-
Fréttaljós:
Sigurdór Sigurdórsson
sambandið verður að gera sér grein
fyrir. Það hefur ætíð verið svo að
ef einn hópur innan verkalýðshreyf-
ingarinnar fær launabætur heimta
allir aðrir það sama. Þetta hefur
ekkert breyst. Og enda þótt Vinnu-
veitendasambandið og Alþýðusam-
bandið væru sammála um að bæta
kjör þeirra lægst launuðu, svo sem
fiskvinnslufólksins og starfefólks í
iðnaði, þá myndu önnur sérsambönd
og einstök stéttarfélög heimta það
sama.
Eftir það sem gerðist á miðviku-
daginn hjá aðilum vinnumarkaðar-
ins virðist ljóst að það verður
Verkamannasamband Islands sem
Þeir eiga eftir að standa i ströngu, Þórarinn V. Þórarinsson og Ásmund-
ur Stefánsson.
aði eftir áramótin. Haukamir innan
verkalýðshreyfingarinnar myndu þá
ráða ferðinni, bendandi á að hinir
hófeamari hefðu ekki náð neinu fram
á haustmánuðum. Þeir hafa bent á
og munu halda því áfram að vax-
andi verðbólga allt þetta ár sé ekki
verkalýðshreyfingunni að kenna.
Þeir munu benda á að þrátt fyrir
hófeamar kröfur Alþýðusambands-
ins í tveimur síðustu samningum,
þjóðarsátt með loforðum um að
vinda niður verðbólguna, hefur það
ekki tekist eins og lofað var og því
sé ekki til neins að hlusta á viðvö-
runarorð atvinnurekenda um hættu
á vaxandi verðbólgu ef ekki verði
gerðir hófsamir kjarasamningar.
Þessar raddir em famar að heyrast,
meðal annars á formannafundi og
ráðstefiiu Verkamannasambandsins
á dögunum.
Þær kröfur em líka komnar fram
að hvert verkalýðsfélag fyrir sig eða
landshlutasamtökin taki yfir samn-
ingagerðina að þessu sinni. Gegn
þessu berst framkvæmdastjóm
Verkamannasambandsins um þessar
mundir og á fullt í fangi með að
halda hópnum saman. Raunar er
ekki séð hvort það tekst. Takist það
ekki má búast við harðari átökum á
vinnumarkaðnum en menn hafa átt
að venjast á síðustu árum.
Þessu gerir Vinnuveitendasam-
bandið sér fulla grein fyrir. Þess
vegna er fuO ástæða til að álykta sem
svo að tilboðið til Alþýðusambands-
ins á dögunum hafi verið til þess
eins að kanna viðbrögð verkalýðs-
hreyfingar. Vinnuveitendasamband-
ið mun draga sínar ályktanir af þeim
og spila út frá því. -S.dór