Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Side 8
8 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. Einbýii - laust strax Vinalegt hús á eins hektara eignarlóð á góðum stað í Grindavík. Húsið er mikið endurnýjað. - Góð greiðslukjör. Útborgun á ári aðeins 900 þús. Mætti taka bíl eða skuldabréf upp í kaupverð. Laust strax. Ath. stutt í Bláa lónið. Upplýsingar í síma 91 -25722 á skrifstofutíma og sunnudaga milli kl. 1 og 5. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í sima er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: 'Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmer\ og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. 62 • 25 • 25 F R ÉTTA.S KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta frétta- skotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Byggðarholti 1C, Mosfellsbæ, þingl. eign Sigurð- ar Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. september nk. kl. 13.00. ________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Sunnuflöt 24, Garðakaupstað, þingl. eigandi Þórður Haraldsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 mánudag- inn 21. september nk. kl. 14.45 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. _________________ Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Austurströnd 8,7-4, Seltjamarnesi þingl. eigandi Eyjólfur Halldórsson, ferfram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 miðvikudag- inn 23. september nk. kl. 14.15 og verður siðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands og Veðdeild Landsbanka íslands. ________________________Bæjarfógetinn á Seltjarnamesi Ferðasíða ::V:: : :: :: : Puerto Rico liggur milli Santo Dom- ingo og Jómfrúareyja, um 1600 kílómetra suður af Miami. Norður- strönd eyjarinnar er böðuð Atlants- hafi en syðri endinn er karabískur. Eyjan er ekki stór, hún er 161 km að lengd og 56 km á breidd, en þrátt fyrir smæð sína er loftslag marg- breytilegt, allt frá fjöllum klæddum frumskógi til eyðimarkanna á suður- hluta eyjarinnar. 19. nóvember 1493 kom Kólumbus við á eyjunni. Hann var þá í annarri ferð sinni til Vestur-Indía. Spánverj- ar höfðu þó ekki mikinn áhuga á eyjunni, sem var hvorki stór né auð- ug, fyrr en um miðja sautjándu öld en þá varð eyjan hernaðarlega mikil- væg sem skipalægi. Frumbyggjar eyjarinnar, kallaðir taínos, nefndu hana Borinquen, nafn sem hún er nefnd enn þann dag í gælutón. Þegar Kólumbus kom til Puerto Rico voru þó fáir frumbyggjar eftir en þeir höfðu orðið illilega fyrir barðinu á herskáum nágrönnum, Karíbum, sem gerðu oft strandhögg í leit að þrælum. ■ Höfuðborg eyjarinnar, San Juan, var reist á smátanga sem liggur út úr eyjunni. Þarna var gott að verjast en mikið hafði verið ráðist á spænsk skip á þessum slóðum og þurftu þau því örugga höfn. Vegna þessá var ákveðið að víggirða höfnina í San Juan. Þar eru nú leifar af miklu virki. Síðar varð eyjan lykillinn að yfir- ráðum á Karíbahafi. Spánverjar höfðu reist virki hér og þar um eyj- una og sá sem réð yfir henni gat fylgst með öllum skipaferðum um Karíbahaf. Vegna hernaðarlegs mikilvægis varð Puerto Rico smám saman að hjarta heimsveldis Spánverja í nýja heiminum. Spánverjar eyddu miklum fjármunum í höfuðborgina sem var orðin miðstöð hernaðarumsvifa í nýlendunum. Aðrir litu þessi umsvif óhýru auga og reyndu margir að hrifsa eyjuna úr greipum Spánverja en án árangurs. Meðal þeirra sem þetta reyndu voru Sir Francis Drake, hertoginn af Cumberland, Hollend- ingar og Frakkar. Það er kannski vegna þessarar miklu uppbyggingar að Puerto Rico var eina nýlenda Spánverja sem ekki braust til sjálfstæðis með uppreisn- um og frelsisstríðum. Eyjan féll Bandaríkjunum í skaut í Parísar- samningunum 1898, en áður höfðu Spánverjar tapað bæði Kúbu og Filippseyjum í stríði við Bandaríkin. Puerto Rico er nú eitt Bandaríkj- anna en hefur eigin stjórnarskrá og Gata í San Juan. Gamli borgarhlut- inn er vel varðveittur enda er allt gert til að halda honum sem upp- runalegustum. eigið þing. Puerto Ricanar eru því ekki með kosningarétt til Banda- ríkjaþings né í forsetakosningum þótt þeir séu bandarískirþegnar. Það er því ekki að undra þó þessi staða sé aðalmálið í stjómmálum á eyjunni og sýnist sitt hverjum. Á Puerto Rico er tveggja flokka kerfi og vill annar flokkurinn, PNP - Nýframsóknar- flokkurinn, gera landið að fylki innan Bandaríkjanna, en hinn flokk- urinn, PP - Alþýðuflokkurinn, vill óbreytt ástand. Einnig eru til nokkr- ir sem vilja fullt sjálfstæði en þeir eru þó í minnihluta. Vegna þessara nánu tengsla við Bandaríkin eru lífshættir um margt svipaðir og þar. Menntakerfið er al- gerlega undir stjórn Bandaríkjanna, svo og hagkerííð. Þó er ríkisháskól- inn óháður en samt haldið uppi af Bandaríkjunum. Enska skilst því víða en spænska er enn aðalmál eyjarskeggja. Eyjan er mjög vinsæl meðal bandarískra ferðalanga og hefur hún sumpart komið í stað Kúbu fyrir þá sem eru að leita sér að hóglífi í fríinu. Það eru því ógrynni af spilavítum og skemmtibúllum meðfram strand- lengjunni en baðstrendur þykja þarna góðar, svo og aðstaða til stangveiði og köfunar. Skammt frá er svo dýpsti áll Atlantshafsins sem er kenndur við eyjuna. Inni í landi er svo ósnortinn hita- beltisskógurinn með sínu litskrúð- uga gróður- og fuglalífi. Á slíkri eyju er margt að sjá en þó er tvennt sem ferðalangur ætti ekki að missa af. Hanaslagur er vinsæl íþrótt meðal íbúa í þessum heims- hluta eins og þeir vita sem lesið hafa bók Gabriel García Márquez, Liðs- foringjanum berst aldrei bréf. Á Puerto Rico fer slagur fram á hverj- um laugardegi frá kl. 13-19. Hann er haldinn í hanaklúbbnum, Club Gallístico Isla Verde. Hitt atriðið er svo safn Pablo Ca- sals, en þessi katalónski sellóleikari bjó á Puerto Rico um árabil. Safnið er í gamla miðbænum í San Juan og stendur við San Sebastiangötu núm- er 101. Það er opið alla daga frá 9-5, nema á sunnudögum er það ekki opnað fyrr en kl. 13. -PLP • MAYAGUEZ Cabo Rojo Guayana Boqueron AguadilIaOói Aguadllla Areclbo A TLANTSHAF SAN JUAN Dorado Snákaeyja *o Jónshöfðar Fajardo m Puercalá \ Humacao / ESPERANZA Vlequeseyja Yeguastá ~ ... Caja de Muertoseyja Guayanlllafíól HomfíóI Rauölhöfól 60 km KARIBAHAF \ Kúba DV - kort JRJ Oói Kyrzahaí PUERTO RICO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.