Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987. 9 Ferdasíða Að deila ferðaminn- ingum með öðnim Mikla ánægju er ég búinn að hafa af ferðinni okkar norður í sumar, sagði maður nokkur við vin sinn en þeir höíðu ákveðið að fara saman i ferðalag norður í land sem aldrei varð úr. Já, en við fórum aldrei, sagði vin- urinn. Hvemig geturðu haft ánægju af ferðalagi' sem aldrei var farið? Ég var búinn að hlakka svo mikið til að þótt aldrei yrði af ferðinni hafði ég af henni mikla ánægju, sagði maðurinn. Þetta er skemmtileg saga. Hún gerðist að vísu ekki nýlega en gæti samt vel átt við enn í dag. Það er þó frekar ótrúlegt en svo mikið er þó víst að menn geta lengi lifað á minningum um góða og skemmtilega ferð. Þegar við spurðum vegfarendur í kulda og trekki í vikunni um sum- arfríið var greinilegt að nokkrir áttu góðar minningar um skemmtilegar ferðir sem þeir hyggjast ylja sér við í vetrarskammdegi. En alltaf hittum Halldór Sveinsson húsasmiður: Ég er nú ekki búinn að fara í neitt frí, get ekki sagt að mig langi neitt sérstaklega til þess að fara, í það minnsta ekki eins og á stendur. Ása Ásgeirsdóttir húsmóðir: Við fórum í frí til Evrópu og ókum þar um. Það var mjög skemmtilegt. Við hjónin fórum tvö saman og ók- um um ein fimm þjóðlönd. Jú, við lentum í ansi mikilli rigningu en ekki neinum flóðum sem betur fer. Magnús Gunnarsson bankastarfsmaður: Ég fór til Bandaríkjanna, bæði til að leika mér og einnig keypti ég mér bíl þar. Jú, það var í það minnsta hagstætt að kaupa sér bíl þar. Við vorum á skemmtiferð í fjórar vikur sex saman. Við leigðum okkur mjög fullkominn húsbíl sem við bók- staflega héldum til í. Við gátum gist í þessum bíl á þar til gerðum svæðum þar sem maður getur verið alveg öruggur með sig. Þetta var mjög fullkominn bíll með öllu sem við þurftum á að halda, bæði sturtu og salemi. Leigan fyrir bílinn var 200 þús. kr. í 6 vikur fyrir okkur sex. við fáeina „súrpoka" sem vilja ekki svara góðlátlegum spumingum og snúa sér undan þegar ljósmyndarinn mundar myndavélina. Ýmist hafa þeir ekki farið í neitt frí - hafa senni- lega ekki ráðgert það svo þeir gátu ekki einu sinni hlakkað til, gleymd- ist kannski að setja þann hæfileika í þá í upphafi - nú eða þeir vilja bara ekki deila fríinu sínu með okk- ur hinum. En margir vilja deila minningun- um sínum með okkur. Meðal annarra hittum við ungan mann sem hafði farið vestur um haf með félög- um sínum. Þeir leigðu sér húsbíl og ferðuðust um á honum um allar trissur. Bílhnn var búinn öllum hugsanlegum þægindum þannig að ferðalangamir gátu sparað sér að kaupa gistingu. Leiga fyrir bílinn var 200 þúsund kr. í 6 vikur fyrir sex farþega. Það er bæði ferða- og gisti- kostnaður og má því kallast vel sloppið. Við höfum einnig áður heyrt um ungt fólk sem leigði sér húsvagn og ók m.a. til heimsborgarinnar New York. Krakkamir spömðu sér hótel- gistingu í rándýrri borginni því svæði fyrir húsvagna em á bestu stöðunum inni á Manhattan, sem kallast gæti „bærinn" hjá þeim. Hér fara á eftir svör þeirra sem við okk- ur vildu ræða. -A.BJ. Anna Steindórsdóttir ellilífeyrisþegi: Ég fór til Ítalíu í þrjár vikur og sleikti sólskinið. Við vorum fjögur saman og skemmtum okkur alveg stórkostlega vel. Við ferðuðumst mikið um á bíl. Það var ógleyman- legt að aka um í Alpafjöllunum, t.d. um Brennerskarðið. Stefán Þormar, nemandi í Stýrimannaskólanum: Ég fór nú heim til mín í sumarfrí- inu, austur á Hérað. Ég var á sjónum í sumarfríinu en stunda nám í Stýri- mannaskólanum. Jú, það var gaman að verá heima, var þar í tíu daga, fór m.a. í Atlavík um verslunar- mannahelgina. -A.BJ. feindabúnaður rateindaviriqun ___-------------- ----------aö búat.1 J sinneigin'. „ Sfl • Hliómtsekiamagnara WM :2SSSSfrr * Btgnrevn"á-amsemnc.n> mf ^Mmtmunand'hWrsem mm hflRat er aö velja ur. Áhugatólkun^ Alltsem Petta er kjörið tómstundagama ni- skammdeginu- j ^HLUTAVERSl-UH- SÆTÚN' 8-SÍMI69 ,,oo samtutÝ**0 (/eðe/UM Getum útvegað ýmsar stærðir af Ford dísilvél- um fyrir báta, iðnaðar- tæki og rafstöðvar. Hagstætt verð, stuttur afgreiðslufrestur. Almenna Varahlutasalan s/f Skeifunni 17, s. 83240 og 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.