Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1987, Side 11
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1987.
11
Samkomulag umað lifa
Wi ímnv mlrinftiAWini i rnlri n ntnirrrli i nlrAtiinln \/nirrnivnlrlimi nrrvmiM wv/vnLnHAivMi ■» nLnrnwi tTTlLvvvmivvi /tA-tvt t t wt t /tI-i-t tt.v , ... nnM
Sumar ríkisstjómir vekja athygli
vegna þess sem þær afreka. Eftir þær
liggja einhverjar nýjungar sem máli
skipta, eitthvert merkilegt framtak
sem lifir dægurþrasið.
Aðrar ríkisstjómir vekja athygli
fyrir það eitt að þær lifa. Helstu tíð-
indi af slíkum stjómarheimilum em
að náðst hafi samkomulag í fjöl-
skyldunni um að skilja ekki alveg
strax: reyna enn einu sinni. Það sem
skiptir máli hjá slíkum stjómum er
ekki um hvað samkomulag kann að
nást heldur það eitt að ná samkomu-
lagi.
Núverandi ríkisstjóm virðist ljós-
lega af síðamefhda kyninu. Þegar
hún var mynduð var ljóst að ósamið
var um flest sem máli skipti. Agrein-
ingsmálunum var frestað. Það var
samið um það fyrst og fremst að ná
samkomulagi og heíja gönguna.
Hver deilan af annarri
Síðan hefur hver kreppan gengið
yfir af annarri þennan stutta stjóm-
artíma. Útvegsbankamálið kom
fyrst. Þar var stál í stál. Um tíma
leit út fyrir að ríkisstjómin myndi
leysast upp. Á síðustu stundu var
þó ákveðið að bjarga stjóminni.
Ekki með því að leysa Útvegsbanka-
deiíuna. Ákvörðunum um framtið
bankans var einungis slegið á frest.
Stjómarherramir gerðu samkomu-
lag um það eitt að halda áfram að
búa saman um hríð.
Þegar Útvegsbankamálið var
komið í frystigeymsluna tók slagur-
inn um fjárlagafrumvarpið við. Þar
var bullandi ágreiningur. Framsókn-
armenn vörðu landbúnaðarkerfið.
Sjálfstæðismenn neituðu að hækka
skatta. Félagsmálaráðherrann neit-
aði að skera niður húsnæðislána-
kerfið, en aðrir kratar, með Jón
Baldvin í fararbroddi, lögðu fram
alls konar hugmyndir nánast eins
og sáttasemjarí ríkisins væri kominn
í fjármálaráðuneytið en ekki for-
maður stjómmálaflokks.
Að lafa áfram
Eftir mikinn hamagang varð löng-
unin til að lifa öðru yfirsterkari á ný.
Þess er að vænta að gengið verði
frá fjórlagafrumvarpi nú um helgina.
Margt bendir þó til þess að það verði
í skötulíki. Veigamiklum ágrein-
ingsefnum verður vafalítið skotið á
frest. Ekki verður reiknað með raun-
hæfum kauphækkunum á næsta ári
né raunhæfu verðbólgustigi. Övíst
er að allar þær skattahækkanir, sem
í reynd munu dynja á landsmönnum
á næsta ári, muni koma fram í frum-
varpinu.
Þó virðast fréttir sem berast af því
að ráðherramir séu að „finna“
hundruð milljóna í auknum tekju-
skatti einstaklinga staðfesta þá trú
margra að með tilkomu stað-
greiðslukerfis skatta á næsta ári
verði tekjuskatturinn í reynd hækk-
aður þótt stjómmálamennimir þori
ekki að viðurkenna það nú.
En það verður sem sagt enn á ný
samkomulag um að lifa áfram, lafa
í stólunum eitthvað lengur.
Hvað bíður svo almennings meðan
stjómin lafir í stað þess að leysa
málin og stjórna?
Satt best að segja eru framtíðar-
horfumar óglæsilegar.
Hrunadansinn á ný?
Nokkrar staðreyndir em ómót-
mælanlegar:
Tökunum var sleppt á verðbólg-
unni á síðustu mánuðum síðustu
ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjóm hefur,
ekki náð þeim tökum aftur. Verð-
bólguhraðinn er í kringum 30% á
heilu ári.
Ástandið á vinnumarkaðinum er
hættulegt. Með verðbólgu undanfar-
andi mánaða hefur verið safnað að
stíflu kauphækkunar sem brestur
fyrsta október. Stéttarfélögin víg-
búast. Mikið launaskrið, meðal
annars vegna gífurlegrar samkeppni
um vinnuaflið, hefur aukið á ójöfhuð
og gert ýmsa láglaunahópa báfreiða
með sína stöðu. Gerðar em kaup-
kröfur upp á tugi prósenta eins og
gert var á mestu verðbólgutímunum.
Bál efhahagslegrar óstjómar er
kynt af krafti. Ef ekki tekst að hemja
verðhækkanir og launahækkanir
blasir við að gengið fellur. Það eyk-
ur enn á verðbólguna og kallar á
kauphækkanir að nýju. Hringrásin
ógurlega, sem keyrði okkur upp í
120% verðbólgu fyrir fáeinum árum,
er þegar komin á fulla ferð. Hvemig
á ríkisstjóm, sem er fyrst og fremst
sammála um það að lafa, að stöðva
slíkar keðjusprengingar?
Laugardags-
pistill
Elías Snæland
Jónsson
aðstoðarritstjóri
Sundruð hreyfing
Á þeim tímum, þegar sem best sam-
komulag tókst um að halda verð-
bólgunni í skefjum, var hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar veigamik-
ið. Alþýðusambandið, undir forystu
Ásmundar Stefánssonar, átti mikinn
þátt í því að sóknin gegn verðbólg-
unni bar árangur um sinn. Hann
fékk hins vegar bágt fyrir í eigin
röðum og nú er ljóst að stéttarfélög-
in koma sundruð til leiks við gerð
nýrra samninga. Það dregur enn úr
möguleikum á að hringrásin verði
stöðvuð.
Verkalýðshreyfingin hefur á síð
ustu árum veikt sjálfa sig stórlega.
Opinberir starfsmenn hafa þar
reyndar gengið á undan. Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja er vart
nema skel miðað við það sem áður
var. Fjölmennir' hópar, svo sem
kennarar, hafa sagt skilið við sam-
tökin. Sum aðildarfélög hafa samið
frá sér verkfallsrétt. Og einstök að-
ildarfélög eru komin með samnings-
réttinn í stað BSRB og geta því
samið sér ef þau svo kjósa.
Hjá Alþýðusambandinu er líka
víðtæk sundrung. Einstök landssam-
bönd munu væntanlega sjálf annast
sína samninga að þessu sinni en
ekki Alþýðusambandið. Klofnings-
hljóð er komið í Verkamannasam-
bandið. Það gæti leitt til þess að
aðildarfélög VMSl komi að samn-
ingaborðinu i ólíkum fylkingum eftir
því hvort fiskvinnslufólk er í meiri-
hluta í félögunum eða ekki.
Það alvarlegasta við þessa sundr-
ungu í verkalýðshreyfingunni er
auðvitað að hún dregur úr mögu-
leikunum á heildarsamkomulagi
sem geti stýrt þjóðfélaginu af braut
nýrrar óðaverðbólgu inn á lygnari
sjó skynsamlegrar efnahagsstjóm-
unar og aukinnar sanngimi í skipt-
ingu þjóðarteknanna.
Þegar þessi veikleiki fer saman við
veika ríkisstjóm er bráð hætta á
ferðum.
Gróska í menningunni
Þessa dagana er menningarstarf
að eflast eftir sumardvalann. Leik-
húsin em að hefja f\Tstu sýningar
vetrarins. Svonefndir norrænir tón-
listardagar hafa fært til landsins
listamenn frá hinum Norðurlöndun-
um. Rithöfundar viða að. þar á meðal
frá Bandaríkjunum, Chile og
Frakklandi, hafa tekið þátt í bók-
menntahátíð sem nú er nýlokið.
Úrval erlendra kvikmvnda er á dag-
skrá kvikmyndahátíðar sem hefst í
dag. Málverkasýningar em opnaðar
um hveija helgi, oft margar í senn.
Og útgefendur spá metári í útgáfu
bóka.
Öll þessi gróska í menningarstarf-
semi á sér stað á sama tíma og
fjölmiðlasprengingin hefúr stórauk-
ið framboð á útvarps- og sjónvarps-
efni sem og rituðu máli. Og án þess
að nokkuð hafi dregið úr löngum
vinnutíma landsmanna. Hvemig er
þetta eiginlega hægt?
Sumir halda því fram að á þessu
sé einföld skýring. Þjóðin sé í vax-
andi mæli að skiptast í tvær fylking-
ar eftir því hvernig fólk verji frítíma
sínum. Stærsti hópurinn sé í faðmi
fjölmiðlanna: hlusti á tónlist og mas
í útvarpi og horfi á þætti og kvik-
myndir sjónvarpsstöðvanna og
myndbandaleiganna. Hin fylkingin,
sem sé miklu minni, sæki listahátíð-
ir og „alvarlega" listviðburði ýmiss
konar.
Snobbhátíðir?
Á það var bent á nýafstaðinni bók-
menntahátíð að umræða erlendra
rithöfunda um bókmenntaleg efni,
og það á erlendu tungumáli, væri
ekki fyrir íslenska alþýðu heldur
eitthvert snobblið. Þetta kom ýms-
um í nokkurt uppnám. sem væntan-
lega hefur verið markmiðið.
Auðvitað er ljóst að það er tiltölu-
lega lítill hóprn- sem sækir umræðu-
fundi og upplestra af því tagi sem
efnt var til á bókmenntahátíðinni.
Önnum kafnir launamenn taka sér
ekki frí úr vinnu á miðjum degi til
þess að hlusta á rithöfunda ræða á
erlendum tungum um „nýju skáld-
söguna“.
Vafalaust koma líka VTnsir á bók-
menntahátíðir til þess eins að full-
nægja þörf sinni fyTÍr að líta augum
fræga menn.
Ekkert af þessu dregur þó úr gildi
þess að fá hingað til landsins færa
listamenn sem geta miðlað af reynslu
sinni og þekkingu til þeirra sem
áhuga hafa. Það fer svo eftir mann-
valinu. skipulagi og stjóm hvort
einhverjir hafa gagn af því sem fram
er borið á slíkum samkomum.
Eftirtektarvert er að af listvið-
burðum af þessu tagi hefur kvik-
mvndahátíð gjarnan haft nokkra
sérstöðu vegna góðrar aðsóknar sem
hefur jafiivel skilað sér í hreinum
fjárhagslegum hagnaði. Engu skal
spáð um hvort svo fari einnig nú.
þar sem framboð á myndefhi hefui-
aukist mjög frá síðustu kvikmynda-
hátíð.
Kveöjurnar koma
Á meðan stjómmálamennfrnir
þrátta, verkalýðsforingjamir deila,
verðbólgan magnast og skattahækk-
animar bíða í dyragættinni reyna
flestir að hugsa um eitthvað annað:
fylgjast með nýjustu sápunum og
töffaraþáttunum í sjónvarpinu. fá
andlega næringu á aðskiljanlegustu
listsýningum eða við lestur góðra
bóka, ef þá menn skella sér ekki á
næsta afþreyingarstað. Það er sem
betur fer úr mörgu að velja þessar
vikumar á höfuðborgarsvæðinu.
En þótt þannig sé hægt að vikja
frá sér áhyggjum af aðgerðum eða
aðgerðaleysi stjómmálamanna um
stund munu afleiðingamar af verk-
um þeirra gera vart við sig fljótlega
og þá þar sem mestu máli skiptir í
daglega lífinu: í verslununum, á
launaseðlinum og hjá innheimtuað-
ilum ríkis- og sveitarsjóða. Kveðj-
urnar koma, það er engin hætta á
öðm.
- ESJ.